Réttur þinn til að sveifla hendinni endar þar sem nefið á mér byrjar

Loksins...loksins...loksins.  Púkinn hefur fengið sig fullsaddan af því að lögreglan geri ekkert gegn þessum ribbaldalýð annað en að bjóða þeim í nefið.

Aðgerðir atvinnubílstjóranna nutu stuðnings almennings í fyrstu, en eftir því sem fleiri blásaklausir borgarar hafa orðið fyrir barðinu á þeim og fólk hefur gert sér betur grein fyrir því að bílstjórarnir eru bara að berjast fyrir sínum þröngu sérhagsmunum eins og að fá að aka óhvíldir ósofnir, þá hefur stuðningurinn við aðgerðirnar minnkað.

Það að stöðva alla umferð á mikilvægum akstursleiðum er ekki bara ólöglegt, heldur getur stofnað lífi annarra í hættu - það hefur ítrekað verið bent á að sú staða gæti komið upp að sjúkrabílar kæmust ekki leiðar sinnar vegna aðgerðanna.

Jú, atvinnubílstjórar mega mótmæla eins og aðrir, en þeir verða að haga sínum mótmælum þannig að þeir stofni ekki lífi og heilsu annarra í hættu - eða eins og það hefur verið orðað:

  Réttur þinn til að sveifla hendinni endar þar sem nefið á mér byrjar.

Það var kominn tími til að lögreglan gripi til alvöru aðgerða.


mbl.is Lögregla beitir táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Ég er reyndar marg búinn að rita þessar augljósu upplýsingar og mata það ofan í fólk.  Leiðin frá Mosfellsbæ um Hafravatn og að Nesjavallaafleggjararnum var aldrei lokuð.  Þar er búið að vera opið í allan dag og er enn opið eftir því sem ég best veit.

B Ewing, 23.4.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Púki, almenningur styður vörubílstjórana þótt þú gerir það ekki.. aðgerðir lögreglu voru vanhugsaðar og ofstækisfullar því fram hjá olís í norðlingaholti eru minnst tvær leiðir sem eru opnar og voru opnar á meðan aðgerðum stóð.

Lögreglan gerði sig að fifli og hefur misst virðingu almennings fyrir bragðið.  Átökin munu harðna og menn munu slasast.. lögreglan gaf tónin.

Óskar Þorkelsson, 23.4.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Guðmundur B. Ingvarsson

Lögreglan hefur risið að virðingu í mínum bókum.  Ég er mjög ánægður með að Lögreglan ákvað loksins að grípa inn í þessar vanhugsuðu og ofstækisfullu "mótmælaaðgerðir".

Guðmundur B. Ingvarsson, 23.4.2008 kl. 14:18

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Friðrik, skv. lögum á lögreglan réttinn á að halda uppi lögum og reglu og trukkararnir voru sannanlega brotlegir.

Hins vegar segir mér skynsemin að ef þú myndir mæta bíl á röngum vegarhelmingi myndir þú víkja af veginum þó þú ættir réttinn ekki satt? Í þessu tilviki hefði verið rétt að lögreglan héldi sig til hlés. Hún gerði það ekki heldur espaði upp ólátahluta mótmælendanna í tómri vitleysu og varð sjálfri sér til skammar, hvað sem líður rétti þeirra til að halda uppi lögum og reglum. Stundum þarf bara að hugsa um hvað sé rétt í stöðunni óháð því að vera í rétti. 

Haukur Nikulásson, 23.4.2008 kl. 16:40

5 identicon

Ég er hluti af almenningi og ég styð vörubílstjóra og alla aðrir sem nýta sér rétt sinn til að mótmæla.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:37

6 Smámynd: Púkinn

Þannig að ef mig langar t.d. til að mótmæla aðbúnaði aldraðra, þá má ég gera það með því að sturta hænsnaskít á tröppurnar hjá þér?

Ég á svolítið erfitt með að styðja fólk sem styður aðgerðir sem bitna á öðrum en þeim sem mótmælin beinast gegn.  

Ef mótmælendur myndu t.d. loka innkeyrslunni í bílastæði alþingis væri ég ekkert ósáttur við það - en þegar þeir stofna öðrum ú hættu eiga þeir ekkert skilið nema skammir.

Púkinn, 23.4.2008 kl. 17:58

7 identicon

Lögreglan varð sér til skammar í dag

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:51

8 Smámynd: Púkinn

En hvað með mótmælendurna?  Var hegðun þeirra þeim til sóma?  Ef þeir neita að fara að fyrirmælum lögreglu, eftir að þeim hefur verið gerð grein fyrir afleiðingunum, hvað á lögreglan að gera...bjóða þeim bara í nefið?

Púkinn, 23.4.2008 kl. 21:08

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta leit ekki vel út þarna í dag við Rauðavatn, hvorki fyrir bílstjórana, fólkið né lögguna.

Ég man eftir átökum við verkfallsmenn við Geitháls uppúr 1950 og einnig man ég eftir götuóeirðunum við Alþingishúsið 1949 en þá fékk maður bara að fara út á svalir og horfa.

En núna er þetta allt annað dæmi. Löggan hefur svo mörg önnur ráð en þau sem sáust í fréttunum í kvöld. Hvers vegna var ekki einfaldlega tekin ökuskýrteinin af mönnunum eða til dæmis klippt af bílunum? Loftið hefið farið úr samkomunni og það var algert eitur að mæta með svona marga lögreglumenn. Þetta var eiginlega "utanbæjar" og það var að mínu mati unnt að tækla mótmælendaliðið með einfaldari hætti.

Löggan var augljóslega í rétti og málefni bílstjóra þarfnast skoðunar, þó fyrr hefði verið.

Sigurður Sigurðsson, 23.4.2008 kl. 21:40

10 identicon

Já þessi "mótmæli voru bull frá upphafi." Hvað segðu menn um að Kokkar myndu mótmæla of háu grænmetisverði með því að meina almenningi aðgangi að matvöruverslunum?

 Algjörlega fáránlegur gjörningur þar sem aðgerðirnar hafa ekkert með markmið bílstjóranna að gera.

Jói (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:28

11 Smámynd: Sigpungur

Heyr heyr! Mikið rosalega var ég ánægður með að sjá loksins einhverjar aðgerðir og þótt fyrr hefði verið. Almenningur styður EKKI þessar aðgerðir, ég er almenningur og ég er kominn með nóg.

Sigpungur, 24.4.2008 kl. 01:18

12 Smámynd: Sigurður Rósant

25% fall krónunnar þýðir enn meiri hækkun á allri innfluttri vöru, þar með töldu eldsneyti. Bílstjórar sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur hljóta því að sjá fram á stórfellt tap á samningum sínum við verkkaupa ef ekki var gert ráð fyrir þessari hækkun á eldsneyti.

Hvað varðar "að berjast fyrir sínum þröngu sérhagsmunum eins og að fá að aka óhvíldir ósofnir", kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti hvað mína þekkingu varðar á baráttumálum þeirra. Hlýtur að vera einhver misskilningur. Getur verið einhver smá hluti af baráttunni sem andstæðingur blæs upp sem stórmál. Stormur í vatnsglasi.

Danir voru einmitt nýlega með aðgerðir í þessum dúr og beindist m.a. gegn fækkun hvíldarstaða við þjóðvegi landsins og hastarlegum sektum gegn brotum bílstjóra á lögum um lágmarks matar- og hvíldartíma.

Atvinnubílstjórar eiga rétt á sanngjörnum lögum og reglum um matar- og hvíldartíma. Það er búið að traðka allt of lengi á þeirra málum, bæði af hálfu atvinnurekenda og löggjafarvaldinu. Einnig hafa stéttarfélög sýnt linkind í baráttu fyrir rétti þeirra.

Sigurður Rósant, 24.4.2008 kl. 07:49

13 Smámynd: Jonni

Ef þetta mál snérist um eitthvað sem skiptir verulegu máli gæti ég skilið að gripið væri til borgaralegrar óhlýðni af því tagi sem bílstjórarnir gera. T.d. ef stjórnvöld væru að fótum troða réttindi borgara eða eitthvað annað álíka óréttlæti. En þessi málstaður þeirra er bara ekki alls ekki á þeim nótunum. Því síður hafa þeir þjóðina á bak við sig eins og sumir halda fram.

Það eru margir hópar í okkar samfélagi sem gætu hugsað sér að fá meiri athygli á sín baráttumál og fá breytt sínum kjörum. Ekki fara þeir í svona hryðjuverkaaðgerðir og því getum við verið þakklát og verið stolt af okkar lýðræðislega samfélagi. Allir hafa rétt á því að vekja athygli á sínum hagsmunum og vinna þeim betri veg, en ekki með ólöglegum þrýstiaðgerðum.

Svo er aftur annað mál hvort lögreglan hefði getað farið aðeins fínna í þetta, en það er sem sagt annað mál.

Jonni, 24.4.2008 kl. 10:11

14 Smámynd: Billi bilaði

Af hverju heldur fólk að það eigi almennt frí á laugardögum, eða þá vinni þá á yfirvinnutaxta.

Ég veit hvernig að því var staðið að fá laugardagseftirmiðdaga á yfirvinnutaxta niðri á höfn á sínum tíma - og var upphafsmanni þess boðið í fangelsi upp á það.  Þáði hann það - en það var þó aldrei framkvæmt.

Báðir aðilar urðu sér til skammar á síðasta vetrardag, miðað við þær myndir og fréttir sem ég hef séð af þessu hér í útlandinu - og þeir sem kannski verða sér mest til skammar eftirá eru þeir sem taka algerlega blinda afstöðu með öðrum hvorum aðilanum og hafa ekki grænan grun um af hverju við höfum það þó svo gott á Íslandi.

Billi bilaði, 27.4.2008 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband