Hafa Íslendingar glatað öllu verðskyni?

peningarÞað er ekkert nýtt að fjallað sé um hátt matvælaverð á Íslandi og eins og áður keppast allir við að benda á meinta sökudólga - vondu kapítalistana sem halda uppi verðum í skjóli fákeppni, vondu framsóknarmennina sem berjast fyrir tollmúrum til verndar íslenskum landbúnaði, nú eða þá bara meinlausari þætti eins og smæð íslenska markaðarins og hlutfallslega háan flutningskostnað.

Það sem Púkinn vill hins vegar minnast á er sú einkennilega árátta Íslendinga að líta bara á þetta sem eðlilegan hlut - "svona er þetta bara" og halda áfram að draga upp veskið.

Púkinn hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að Íslendingar kunni ekki með peninga að fara og það verður seint sagt að Íslendingar séu upp til hópa hagsýnir -  það er undantekning að rekast á einhvern sem heldur heimilisbókhald og oftast virðist fólk ekki einu sinni vita í hvað það eyðir peningunum sínum.

Hefur þjóð sem hegðar sér þannig yfir höfuð einhvern rétt til að kvarta, þegar bent er á að verðlag hér sé óeðlilega hátt? 


mbl.is Verð á mat 64% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlekkur

Já, en hvað getur maður gert?

Ekki er hægt að mótmæla, svo mikið er víst. Ekki nema maður vill taka áhættuna á að missa sjónina og lenda á spítala með brotin rifbein og sárt ennið. En til hvers?

Það er greinilegt að Alþingi hlustar ekki á sitt fólk og að Íslendingar þora ekki að mótmæla.  Við látum bara vaða yfir okkur eins og ekkert sé.

Held að það sé best að fara bara að dorga fisk og rækta sín eigin katöflur. 

Hlekkur, 20.5.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Magnús Unnar

Hafa Íslendingar einhverntíman verið með verðskyn til að glata?

Magnús Unnar, 21.5.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Púkinn

Góður punktur....

Púkinn, 21.5.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Hlekkur, að sjálfsögðu getur þú mótmælt með því að kaupa vöruna og þjónustuna þar sem hún er ódýrust. Ef að þú ert ósáttur við verðið þá er einfaldast fyrir þig að kaupa ekki vöruna.

Það þarf að ríkja miklu meiri verðsamkeppni hér á landi þannig að neytendur njóti þess t.d. þegar krónan styrkist. Vandamálið er það að hinn venjulegi íslendingur vælir yfir of háu verði á hinu og þessu og kaupir síðan vöruna og þjónustuna á hæsta verðinu. Hvaða hag hafa fyrirtæki á því að lækka verðið á vörunni þegar neytandinn kaupir vöruna, sama hvað hún kostar. Þegar fólk kaupir ódýrustu vöruna þá neyðast fyrirtækin að lækka sitt verð og þá myndast samkeppni.

Ólafur Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband