Hugleiðingar um gengi krónunnar

Púkinn hefur áður gagnrýnt þá sem tala um verðbólgu eins og hún lifi sjálfstæðri tilveru - tala um nauðsyn þess að ná henni niður, en líta algerlega fram hjá því að verðbólgan er ekkert annað en einkenni undirliggjandi vandamála og ef ekkert er gert til að eyða orsökum verðbólgunnar eru allar tilraunir til að berjast gegn henni einni og sér dauðadæmdar.

Ef fólk er beðið að útskýra hvað verðbólga er, tala flestir um hækkanir á verði vöru og þjónustu.  Það er hins vegar gagnlegra að líta á þetta á annan veg - að raunverulegt verðmæti gjaldmiðilsins sé að minnka.

En hvers vegna minnkar verðmæti krónunnar?  Jú, grunnvandamálið er halli á fjárlögum eða halli á viðskiptajöfnuði.  Hvort tveggja leiðir til þess að krónan okkar rýrnar að verðmæti, sem kemur síðan fram eins og verðbólga.  Veik króna dregur úr innflutningi og styrkir útflutning, sem lagar viðskiptajöfnuðinn, svona til lengri tíma litið.  Vaxtahækkanir Seðlabankans vinna hins vegar gegn þessari leiðréttingu, með því að halda gengi krónunnar óeðlilega háu.

Fjárlagahallinn er annað mál - sum ár hefur verið afgangur af fjárlögum á Íslandi, en þau eru fleiri árin þar sem halli hefur verið á þeim og hann oft verulegur.  Að lagfæra það er ekki hlutverk Seðlabankans - en það er erfitt fyrir ríkisvaldið að saka Seðlabankann um að sinna ekki verkefni sínu, nema ríkið geri sitt líka.


mbl.is Stýrivextir áfram 15,50%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ágætar hugleiðingar, ekki veitir af að reyna að ná einhverri glóru í þessu öllu saman.

Þú meinar þá að síðustu ár höfum við haft stöðuga verðbólgu, en krónunni var hlíft eða haldið uppi með óeðlilega mikilli eftirspurn eftir krónu vegna hárra vaxta.  Með örðum orðum, ef við höfum haft 5% verðbólgu í 5 ár, án þess að krónan veikist, þá eigum við "inni" 27.5%  fall?

Hvernig virkar viðskiptajöfnuður á þetta?  Telst útflutningur á áli með á jákvæðu hliðinni, þó að það hljóti að vera frjálst fyrir erlenda auðrhingi að flytja allan hagnað í burtu, þangað sem lægstir skattar eru? 

Ég skil þetta ekki, en ég held að almenningur hljóti að fara að fatta að á sama tíma og húsnæði þeirra lækkar í verði, þá hækka verðtryggðu lánin.  Þessi lán eru óréttlát og eina eignamyndun sem síðustu kynslóðir hafa átt kost á eru einungis í nettó hækkun á húsnæðisverði, láning lækka ekki....

Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Anderson

Af hverju voru Seðlabankamenn að hækka vexti ef það gengur gegn leiðréttingu á verðbólgu?

Hvar læra þeir sína hagfræði, bansettir?!? 

Anderson, 22.5.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Púkinn

Við höfum haft stöðuga, falda verðbólgu undanfarin ár.  Almennt þegar talað er um "falda verðbólgu", þá er átt við ástand eins og var í A-Evrópu á sínum tíma - þar var engin verðbólga, vöruverð var stöðugt, því eins og allir vissu var verðbólga sér-kapítalískt fyrirbæri, en falda verðbólgan kom fram sem minnkað vöruframboð, tómar hillur og þess háttar - fólk fékk minna fyrir peningana.

Verðbólgan hér á Íslandi var hins vegar falin með gervistyrkingu gjaldmiðilsins vegna ofurvaxta og útgáfu krónubréfa - það var hins vegar spilaborg, sem hlaut að hrynja með tilheyrandi falli krónunnar.   Sjá líka þessa gömlu grein hér, sem lýsir líka ástæðum fyrir vaxtahækkununum og hvað Seðlabankinn hefði e.t.v. átt að gera í staðinn.

Púkinn, 22.5.2008 kl. 10:02

4 Smámynd: Púkinn

Eh.. ég meinit þessa grein.

Púkinn, 22.5.2008 kl. 10:03

5 identicon

Takk fyrir linkinn, ég er skeptískur á að álútflutningur hjálpi í þessu þjóðhagslega inn/út bókhaldi, finnst ál-auðhringirnir og erlendu verktakarnir Bechtel og félagar, frekar vera eins konar nýlendu-agentar, að sjúga upp auðlindir okkar, en það getur svo sem vel verið að það sé rangt (?).

Ég mæli allavega frekar með að láta raforku á gjafverði til garðyrkjubænda eða annarra smáfyrirtækja í okkar eigin eigu, sem draga úr þörf á innflutningi og örva okkar eigin sjálfbærni.  Hvað finnst þér um það?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 10:20

6 identicon

Seðlabankinn ætti í raun ekki að þurfa að vera annað en ríkisprentsmiðja (eins og Friedman hélt fram þegar kringum 1980) sem sér um að halda peningamagni í takt við vöxt landsframleiðslu.

Í núningslausu hagkerfi ætti hvorki að þurfa að vera verðbólga né í raun nokkurt samhengi milli atvinnuleysis og verðbólgu. Viðskiptalífið siglir hraðbyri í átt til slíks ástands en stjórnmálamenn eru því fjötur um fót.

Skref í þessa átt er að sameina eins marga gjaldmiðla og hægt er – evran er góð byrjun! – uns hagkerfi heimsins ná í skottið á hnattvæðingunni.

Hnattrænt hagkerfi er núllsummuspil. Mismunandi gjaldmiðlar valda aðeins óhagræði og núningi, sem kostar peninga og vinnuafl sem betur væri varið í annað.

Guðmundur Löve (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 10:24

7 Smámynd: Johnny Bravo

Þú ert að tala um PPP eða kaupmáttar regluna, en þú gleymir að það eru vextir í 2 gjaldmiðlum sem stjórna verði þeirra gangvart hvor öðrum. Miklu sterkari regla (meira til skammstími) þó að þín hafi eitthvað að segja til langs tíma. Ef við viljum meira fyrir peningana okkar þá skulum við bara hætta með tolla og neyslustýringu og hafa sama 20% virðisaukann á öllu. Einfalda litlum innflytjendum alla sína starfsemi, sem fer mest í að vesenast í tollvörðum. Einnig koma engar erlendar matarbúðir hér ef ekki er frjáls innflutningur á öllum mat. 

Þetta vita allir sem vilja vita en hagsmunar aðilarnir eru sterkir, segja okkur verða veik af dönskum kjúkling, spægipylsu og ostum, sem er náttúrulega bara bull og helmingur þjóðarinnar búið annarstaðar í 5ár á námsárum og engin fengið matareitrun í vestrænu ríki. Það er Alþingis að hætta með tollstjórann ekki ríkislögreglustjórans.

Ákvörðun seðlabanka er alveg rétt ef litið er til að lausafjárkreppa fer að leysast, gengið er ekki að veikjast meira og því er spáð smá saman styrkingu, eftir sem lausafjárkreppan leysist.

Þá myndi hækkun gefa of mikla kreppu, hörð lending hefur það verið kallað. Þessir stýrivextir bíta, nú er bara að bíða og láta þá gera sitt.

Allt þetta af því að fólk og fyrirtæki eru óð að eyða og neyta að spara eða draga saman seglin. Þessu hefði einnig mátt afstýra með meiri afgangi af ríkissjóði. Sem mér finnst betri lausn en að biðja fólk um að spara, bara taka 5% af laununum okkar og minnka þannig þenslu æðið.

Þessari aðferð hallast ég af, hún býr til peninga og borgar af þeim skuldum sem stofnað var til á fyrstu 50árum sjálfstæðis og byggði upp það land sem við vildum, menntakerfi, heilbrigðiskerfi, vegi, rafmagn, hita, síma og hún setur fyrir og fjárfestir til mögru árana.

Það er óeðlilega mikil fjárfesting á meðan Kárahnjúkavirkjun er byggð fyrir 133milljarða á 2,5-3,5 ári, sem er gott en það þarf þá að draga sama fjármagn af okkur í skatta, ekki bara láta landsvirkjun skulda þetta í 50ár.

Johnny Bravo, 22.5.2008 kl. 10:37

8 Smámynd: Púkinn

Það er ekki svo einfalt mál að vextir gjaldmiðla sjórni verði þeirra gagnvart hvor öðrum.  Þetta sést best á að skoða öfgakennd dæmi þar sem vextir eru mjög háir eða lágir - að horfa á vextina dugir eingöngu ef hagkerfin tvo eru í jafnvægi, eða a.m.k. svipuðu ójafnvægi, varðandi atriði eins og fjárlaga- og viðskiptahalla.

Ég er reyndar sammála því að ákvörðun Seðlabankans sé "rétt" - eða a.m.k. það illskásta í stöðunni.  Frekari vaxtahækkanir eru tilgangslausar og vaxtalækkun nú gæti valdið snöggu falli krónunnar.

Púkinn, 22.5.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband