Nokkrar smáfréttir um klám og ofbeldi

Það virðist útbreitt viðhorf í Bandaríkjunum að fólk geti beðið varanlegan andlegan skaða af því að sjá nakinn líkama og fréttin um að myndbandið frá Sigur Rós hefði verið bannað ætti ekki að koma neinum á óvart, enda er þetta langt frá því að vera einsdæmi.

Nýlega kom út tölvuleikurinn "Age of Conan", sem er fjölspilunarleikur sem líkist að mörgu leyti "World of Warcraft".  Það er þó einn munur - hann er ofbeldisfyllri - þar er hægt að kljúfa andstæðinga í herðar niður og sjá blóðið slettast út um allt - en hann inniheldur líka talsvert af fáklæddu kvenfólki.

Hræðilegt!

Frá Bandaríkjunum heyrðust strax kröfur um ritskoðun - það mátti til dæmis ekki undir nokkrum kringumstæðum sjást í geirvörturnar á persónum eins og Keaira, sem sést hér á myndinni.

Það bárust líka kröfur um ritskoðun úr annarri átt - í Þýskalandi var þess krafist að í leiknum væri "splattersía" - þannig að hægt væri að sía burt hluta af ofbeldinu, blóðslettunum og slíku.  Þeim stóð hins vegar á sama um nektina.

Fólk skiptist nokkuð í tvo hópa, um hvort það telur hættulegra unglingum - að sjá tölvuteiknaðar geirvörtur á persónu eins og henni Keaira hér að ofan, eða að drepa endalausan straum af tölvuteiknuðu fólki á ofbeldisfullan hátt með blóðslettum, öskrum og tilheyrandi - ja, nema vinstrigrænir femínistar sem vilja sennilega banna hvort tveggja.

Önnur smáfrétt sem tengist klámi í Bandaríkjunum er hér.  Sú hugmynd hefur komið upp að leysa fjárlagahalla Kaliforníu með því að leggja 25% klámskatt á klámefni framleitt í ríkinu.  Málið er nefnilega að meirihluti allra klámmynda í Bandaríkjunum er framleiddur í suðurhluta Kaliforníu.

Púkinn veltir fyrir hér hvort ekki sé hér einhver smáhræsni á ferðinni. 


mbl.is Myndband Sigur Rósar bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

smáhræsni ??  Ég sé bara siðblindu hjá bandaríkjamönnum gagnvart nekt og svo ofbeldi hinsvegar..

Germanir virðast vera nær mínum skoðunum um þetta málefni. 

Óskar Þorkelsson, 29.5.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hvað heldurðu um þær kenningar að klám og ofbeldi í tölvuleikjum ýti undir glæpi á því sviði?

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.5.2008 kl. 13:30

3 Smámynd: Alfreð Símonarson

Endilega horfið á heimildarmyndina American Drug War

http://malacai.blog.is/blog/malacai/entry/553837/

Alfreð Símonarson, 29.5.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Púkinn

Hvað heldurðu um þær kenningar að klám og ofbeldi í tölvuleikjum ýti undir glæpi á því sviði?

Ég hef nú ólíkt meiri áhyggjur af ofbeldinu en kláminu, en sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það hafi lítil sem engin áhrif á einstaklinga sem eru í góðu jafnvægi.

Vandamálið er hins vegar með þá sem eru það ekki - einstaklingar sem eiga við geðræn vandamál að stríða, eða eiga erfitt með að greina á milli tölvuleiks og veruleika.  Ofbeldi í tölvileikjum er verra en ofbeldi í kvikmyndum því spilarinn er gerandinn - og það eykur líkurnar á því að of mikið af fráu ofbeldi geti gert viðkomandi dofinn gegn ofbeldi almennt. 

Púkinn, 29.5.2008 kl. 14:38

5 Smámynd: Púkinn

eh... "hráu ofbeldi", meina ég

Púkinn, 29.5.2008 kl. 14:39

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

er nokkuð hægt að vita með vissu um neikvæð áhrfi tölvuleikjanna fyrr en eftir ca 20 ár? samt held ég að tölvuleikir geti líka haft góð áhrif á snerpu og viðbragð. En því miður er það ofbeldi og klám sem að selur, og er stór bissness. Gaman væri að vita hvernig "góðum" tölvuleikjum reiðir af í viðskiptaheiminum

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.5.2008 kl. 13:44

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bandaríkjamenn eru undir mjög sterkum áhrifum svonefndra púritista sem flúðu bresku Cromwell stjórnina um miðja 17. öld. Þessir púrítanar voru strangtrúaðir og töldu Cromwell vera sendingu frá kölska enda voru þeir undir miklum áhrifum viðhorfa um guðdómlegan uppruna kónungsdómsins. Á miðöldum og lengi frameftir kannski fram yfir frönsku stjórnarbyltinguna voru margir mjög uppteknir af þeirri einkennilegu kennisetningu að kóngar hefðu umboð sitt frá guði, konungdómurinn hefði guðdómlegan uppruna! Allt sem var í berhögg við þessi viðhorf voru tekin með tortryggni allt að því með andúð. Viðhorf púríotana við nektina eru af sama meið: þau eru sama merk brennd og þau frá Kölska sjálfum!

Því miður áttuðu þessir strangtrúarmenn sig ekki á því að sitthvað fleira er mun varhugaverðar er í samfélaginu en nektin eins og ofbeldi og vopnaburður. Í þeim efnum virðast þeir gjörsamlega blindir, allt að því siðblindir!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 31.5.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband