"Vel unnin störf" Seðlabankastjórnar

Að þakka stjórn Seðlabankans fyrir vel unnin störf undanfarna mánuði er blaut tuska í andlit þjóðarinnar.

Seðlabankastjórnin hefur undanfarin ár sýnt að hún ræður ekki við sitt hlutverk, hvort sem þar er um getu- eða viljaleysi að ræða.  

Hvers vegna notaði Seðlabankinn ekki tækifærið og styrkti gjaldeyrisvarasjóðina þegar krónan var sterk?  Það hefði haldið aftur af styrkingu krónunnar, sem var komin út fyrir öll velsæmismörk.

Hvers vegna hækkaði Seðlabankinn ekki bindiskyldu bankanna til að hafa hemil á útlánagleði þeirra?

Hvers vegna hélt Seðlabankinn áfram að hækka vexti, þegar löngu var orðið ljóst að það slægi ekki á verðbólguna, því menn tóku bara erlend lán, þannig að vextirnir bitu ekki.  Eina afleiðing vaxtahækkananna var að hvetja til aukinnar útgáfu jöklabréfa, sem jók líkurnar á stórum sveiflum í íslensku efnahagslífi?

Nei, að þakka þessum mönnum fyrir vel unnin störf á síðustu mánuðum er svona eins og að þakka brennuvargi fyrir að hringja í slökkviliðið eftir að hann hefur kveikt í.


mbl.is Geir þakkar stjórum Seðlabanka vel unnin störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú erum við sammála. Þeir í Seðló hafa gert allt eins vitlaust og hægt hefur verið.

Það sama á reyndar líka við um Geir. Hann hefur þanið ríkisbáknið út, á sama tíma og einkareksturinn hefur þanist út vegna lánsfjárstreymisins erlendis frá.

Nú þarf allt að skerast niður á sama tíma. Engin sveiflujöfnun, heldur þvert á móti. Sveiflan hefur verið ýkt upp úr öllu valdi.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 15:47

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Nákvæmlega. Færsla um þetta og önnur ummæli hér. Ótrúlegt!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.1.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Offari

Mér ber svo sem ekki að svara fyrir stjórn seðlabankans en ég túlka aðgerðir seðlabankans allt öðru vísi en þú.

Hvers vegna notaði Seðlabankinn ekki tækifærið og styrkti gjaldeyrisvarasjóðina þegar krónan var sterk?  Það hefði haldið aftur af styrkingu krónunnar, sem var komin út fyrir öll velsæmismörk.

Ef seðlabankinn hefði keypt gjaldeyrir þegar krónan var sterk hefði krónan einfaldlega styrkst meira. Ofurfjárfestingar bankana héldu krónuni svona sterkri, það var vitað að hún var of sterk átti þá seðlabankinn að styrkja hana meira fyrir lánsfé?

Hvers vegna hækkaði Seðlabankinn ekki bindiskyldu bankanna til að hafa hemil á útlánagleði þeirra?

Seðlabankinn hafði ekki vald til að setja lög um hækkaða bindiskildu, Seðlabankinn mótmælti þegar ríkisstjórnin lækkaði bindiskylduna, Ríkisstjórnin hlustaði ekki. Og Davíð fór í fýlu og tók allan sinn pening út af bankareikning sínum (heila 400þúsund krónur)

Hvers vegna hélt Seðlabankinn áfram að hækka vexti, þegar löngu var orðið ljóst að það slægi ekki á verðbólguna, því menn tóku bara erlend lán, þannig að vextirnir bitu ekki.  Eina afleiðing vaxtahækkananna var að hvetja til aukinnar útgáfu jöklabréfa, sem jók líkurnar á stórum sveiflum í íslensku efnahagslífi?

 Seðlabankinn hækkar vexti til að fylgja verðbólguni, hækki verðbólgan hækka vextirnir. Þetta gerir hann til að verðbólga éti ekki útlánin. Seðlabankinn réð hinsvegar ekki hvernig bankarnir notuðu erlend lán til að gefa skít í aðgerðir seðlabankans (þarna áttu bankarnir að draga úr útlánum en í staðin juku þeir þau)

Mér sýnist sem að seðlabankinn hafi reynt að stöðva þessa þróun, en bankarnir gáfu bara skít í kerfið ok fundu sér leið framhjá því.  hinsvega finnst mér að trúðurinn Davíð Oddson mætti fara að taka pokann sinn, því það er eitt alltof mikilli orku í að gagnrýna meðan gáfulegra værir í að leita að leiðum til úrlausna.

Offari, 31.1.2009 kl. 22:13

4 identicon

Sammála.

Offari:

Ath: Með því að kaupa gjaldeyrir fyrir krónur, þá veikist krónan, hún styrkist ekki.  Þ.e. með kaupum á gjaldeyri þá eykst eftirspurn eftir gjaldeyri og krónan lækkar!

Gjaldeyrisvarasjóð er hægt að byggja upp m.a. með því að gera lánasamninga (t.d. eins og yfirdrátt, sem er ekki notaður nema í neyð). 

Seðlabankinn hafði víst vald yfir bindiskyldu með ýmsu móti, þ.e. hann gat sett á ýmsar kvaðir á bankana.  Auk þess hefði verið ágætt hefði ríkisstjórnin unnið með seðlabankanum í þessum málum.

Davíð tók út peninginn sinn eftir að upplýsingar um launakjör forstjóra Kaupþings láku út.

Hið dæmalausa Kastjósviðtal Davíðs eitt og sér olli því að maðurinn varð að fara.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 00:08

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þetta er bara bölvuð hræsni í Geir, ekkert annað. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 1.2.2009 kl. 19:04

6 Smámynd: Offari

Ég þakka Jósep og Ernir fyrir útskýringar á sínum sjónarmiðum. Ég er satt að segja engu nær því það fer eftir því við hvern maður talar hvaða niðurstaða fæst.  Ég vill ekki dæma menn röngum sökum en þessar deilur hjálpa engum.

Offari, 1.2.2009 kl. 20:56

7 Smámynd: Halla Rut

Hann Geir er auðvitað algjörlega veruleikafirrtur, nú sem fyrr. Seint gleymi ég þegar hann sagði í sjónvarpsviðtali, er spyrillinn innti hann eftir því hvort hann ætlaði ekki að gera í þeirri vá er við vorum að sigla í, en Geir svaraði þá "betra er að gera ekki neitt heldur en að gera einhverja vitleysu".

Daginn eftir fór hann upp í flugvél og eyddi viku á fundum hjá sameiniðuþjóðunum og Ísland sökk á meðan. Er hann kom heim og fólkið vildi vita hvað væri að gerast þá sagðist hann ekkert vita um það og vita ekkert meira en almenningur.

Hvernig varð þessi maður forsætisráðherra? 

Halla Rut , 2.2.2009 kl. 23:08

8 Smámynd: Maelstrom

Offari:

Seðlabankinn hefði með mjög einföldum hætti getað veikt íslensku krónuna.  "Prenta" einfaldlega krónur og kaupa gjaldeyri.  Við þetta hefði gjaldeyrisforðinn aukist og krónan veikst.  Aukaverkanir hefðu verið að verðbólga hefði aukist með prentun/þynningu/veikingu krónunnar.  Seðlabankinn hefði ekki átt að setja það fyrir sig.  Þeir hefðu einfaldlega átt að kaupa nægilegan gjaldeyri til að halda gengi krónunnar raunhæfu og stöðugu, þrátt fyrir hækkandi stýrivexti.  Halda krónunni nægilega veikri til að viðskiptajöfnuður landsins væri jákvæður og þrýstingur væri á styrkingu krónunnar en ekki veikingu.  Selja síðan mögulega þennan uppsafnaða gjaldeyri þegar vaxtalækkunarferlið byrjaði og erlendi gjaldeyririnn leitaði aftur úr landi og halda þannig genginu áfram stöðugu.  Þetta er sú leið sem Kínverjar fara með þeim árangri að útflutningsgreinar þeirra hafa mikið forskot á önnur lönd (ódýr framleiðsla) og kínverska ríkið safnar gjaldeyri með ótrúlegum árangri.

Hinn kosturinn (sá sem Seðlabankinn valdi) var að segja öllum að íslenska krónan væri allt of sterk en gera ekkert í því.  Aukaverkanir af því var eyðslufyllerí Íslendinga og gríðarlegur viðskiptahalli.  Þessi viðskiptahalli var undirliggjandi verðbólguvaldur sem olli hærri stýrivöxtum, sem dró til landsins erlent fjármagn, sem styrkti krónuna, sem jók viðskiptahallann sem olli verðbólgu, o.s.frv.

Það var síðan alveg fyrirfram vitað að þessi vítahringur myndi vinda ofan af sér með þeim afleiðingum að krónan veiktist mikið og ylli miklu verðbólguskoti. 

 Spurningin er eiginlega af hverju Seðlabankinn valdi ekki fyrri leiðina og svarið við því er eiginlega augljóst.  Í Seðlabankanum sat stjórnmálamaður sem vildi sýna fram á árangur "sinnar leiðar" og einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar.  Þessi árangur var mældur í kaupmætti almennings.  Hvernig var hægt að gagnrýna ríkisstjórn sem sífellt jók kaupmátt almennings.  Hefði Seðlabankinn veikt krónuna hefði kaupmáttur veikst -> ekki gott.  Með því að styrkja gengi krónunnar jókst kaupmáttur almennings (erlend framleiðsla varð sífellt ódýrari) með tilheyrandi eyðslufyllerí.  Því miður var ekki innstæða fyrir þessum kaupmætti.  Þetta var allt út á krít og nú blasir gjaldþrot við mörgum. 

 Við hefðum betur haft fagmann við stjórn sem gat einbeitt sér að hagstjórn í stað valdastöðu "Flokksins".

Maelstrom, 3.2.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband