Enn einn þingmaður gefur skít í kjósendur

Púkanum finnst það ákaflega óeðlilegt að þingmenn skuli geta skipt um flokk án þess að segja af sér þingmennsku.

Ástæða þess er einföld -  með því að skipta um flokk eru þeir að svíkja þá kjósendur sem kusu viðkomandi flokk.   Það er nefnilega ekki þannig að kjósendurnir hafi kosið þingmanninn sem slíkan - nei, þeir kusu lista flokksins.  Með því að yfirgefa flokkinn án þess að segja af sér og láta varaþingmann taka við er verið að svíkja þá kjósendur sem kusu viðkomandi lista.

Það eru tvær lausnir á þessu.  Önnur er einfaldlega að þingmenn segi af sér þingmennsku þegar þeir yfirgefa flokk sinn, enda hafa þeir í raun glatað því umboði sem þeir höfðu.  Þetta væri einföld, siðferðislega rétt leið, en þingmenn og siðferði eiga víst oft litla samleið.

Hin lausnin er mun rótækari og krefst algerrar endurskoðunar á kosningalögunum, en hún byggir á því að kjósendur kjósi eingöngu þingmenn - ekki flokka.  Þá væri óumdeilanlegt að þingmaðurinn sæti á þingi í umboði kjósenda sinna, óháð því hvaða flokki hann tilheyrði.  Svona fyrirkomulag myndi líka opna möguleikann á að kjósa þingmenn sem í raun tilheyrðu mismunandi flokkum.

Púkinn myndi gjarnan vilja geta kosið ákveðna frambjóðendur á listum flestra flokka - það eru menn á listum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar sem Púkinn myndi gjarnan vilja kjósa - en svo eru aftur aðrir frambjóðendur á viðkomandi listum sem Púkinn telur að eigi ekkert erindi á þing.

Púkinn er hlynntur beinu lýðræði - ekki flokksræði, en líkurnar á að slíkt komist í gegn eru nánast engar - flokkarnir myndu missa áhrif sín ef fólk gæti kosið frambjóðendur milliliðalaust og það myndu þeir aldrei samþykkja.


mbl.is Karl V. til liðs við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Mikið er ég sammála þér. Sá þingmaður sem skiptir um flokk á að segja af sér þingmennskuna tafarlaust. Þetta á að koma inn í lögin.

Úrsúla Jünemann, 13.3.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hin lausnin er mun rótækari og krefst algerrar endurskoðunar á kosningalögunum, en hún byggir á því að kjósendur kjósi eingöngu þingmenn - ekki flokka. Þá væri óumdeilanlegt að þingmaðurinn sæti á þingi í umboði kjósenda sinna, óháð því hvaða flokki hann tilheyrði. Svona fyrirkomulag myndi líka opna möguleikann á að kjósa þingmenn sem í raun tilheyrðu mismunandi flokkum

Ég styð þetta !!  

Óskar Þorkelsson, 13.3.2009 kl. 12:00

3 identicon

Sammála hvoru tveggja.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 12:21

4 Smámynd: Offari

Ég vill kjósa menn en ekki flokka.

Offari, 13.3.2009 kl. 13:29

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég harma ákvörðun Karls og tel slæmt að svo ágætur maður kjósi að styrkja rasistaflokkinn einmitt þegar hann er að þurrkast út.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 16:26

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Það eru kostir og gallar við öll kerfi, langstærsti gallinn við beina kosningu hlýtur að teljast hættan á að lýðskrumarar komist að.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.3.2009 kl. 16:39

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er sammála Hildigunni.  Blanda af þessum tveim kerfum mundi hugnast mér.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.3.2009 kl. 17:14

8 Smámynd: Púkinn

Eh...og komast lýðskrumarar semsagt ekki á þing í dag?

Gengur þeim semsagt alltaf illa í prófkjörum?

 Ég held ekki.

Púkinn, 13.3.2009 kl. 17:17

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.  Málið er að þeir eiga auðvitað að stíga til hliðar og kalla inn varamann úr flokknum sem þeir hyggjast yfirgefa.

Eins og með Karl Matthíasson, ég held að enginn kjósanandi Samfylkingarinnar sé hallur undir Frjálslynda flokkinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 18:04

10 Smámynd: Róbert Björnsson

Mikið sammála þér í báðum atriðum - óþolandi að þingmenn geti leyft sér að skipta um flokka og svíkja þannig kjósendur sína og sömuleiðis vil ég fá beint persónukjör - það finnst gott fólk í öllum flokkum en sömuleiðis algerir lúserar sem maður getur ekki hugsað sér að leggja nafn sitt við.

Róbert Björnsson, 13.3.2009 kl. 20:14

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mér skilst að á Írlandi sé kerfið þannig að menn geta kosið þingmenn af fleirum en einum lista. Þá fá listarnir, sem um ræðir hluta af atkvæði viðkomandi kjósana. Til dæmis ef hann kýs tvo þingmenn af lista A og einn af lista B þá telst flokkur A hafa fengið 2/3 af atkvæði hans og flokkur B 1/3 af því.

Sigurður M Grétarsson, 14.3.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband