Skilur Framsókn ekki hagfræði?

Púkinn er þeirrar skoðunar að forystumönnum Framsóknarflokksins væri hollt að fara námskeið í undirstöðuatriðum hagfræði - þá myndu þeir kannski hætta að koma með hugmyndir sem reynast tóm mistök þegar upp er staðið.

Púkinn vill í þessu sambandi minna á hækkun húsnæðislána fyrir nokkrum árum, en sú hugmynd byrjaði sem kosningaloforð Framsóknarflokksins.  Því miður var það loforð efnt, en fyrirhuguð hækkuð lán íbúðalánasjóðs leiddu til þess að bankarnir stukku til og fóru að bjóða sambærileg lán.

Þegar fólk hafði skyndilega meiri pening milli handanna og fleiri gátu ráðist í fasteignakaup en áður hefði afleiðingin átt að vera augljós - íbúðaverð hækkaði - fasteignabólan var komin af stað.  Aukin eftirspurn og óbreytt framboð leiðir til hækkaðs verðs.

"Hækkuð lán" var hugmynd sem hljómaði vel í eyrum kjósenda og tryggði sjálfsagt einhver atkvæði, en þau voru dýri verði keypt fyrir þjóðina.

Þegar bólan loks sprakk sátu margir eftir í þeirri stöðu að hafa keypt sér stærri eign á hærra verði en þeir réðu við og framhaldið þekkja allir.

Núverandi hugmynd um 20% niðurfærslu lána er sama marki brennd - hljómar vel í eyrum margra og tryggir ef til vill einhver atkvæði, en kostnaðurinn fyrir þjóðina yrði mun meiri á endanum en ef betri og markvissari leið yrði farin.


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lafðin

Þá mun líka vera hægt að spyrja hvort Nouriel Roubini skilji nokkuð í hagfræði !

Lafðin, 14.3.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

Ég held að Sigmundur Davíð kunni eitthvað fyrir sér í hagfræði. Hann er við það að klára þau fræði frá Oxford háskóla þannig að eitthvað kann hann í þeim fræðum.

Mæli með þessari lesningu: http://www.cnbc.com/id/29598949

Heiðar Lind Hansson, 14.3.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Katrín G E

Að færa niður lán allra um 20 % er auðvitað rugl.  Það þarf ekki að færa niður lán allra, einungis þeirra sem eru í vandræðum.  En til þess að sanngirni sé viðhöfð þá væri best að nota vaxtabótakerfið til þess að - lækkagreiðslubyrði þeirra sem skulda meir en þeir eiga -  skulda meir en þeir ráða við að greiða vegna atvinnumissis - eða eru í annarskonar vandræðum með greiðslur á verðtryggðum lánum sínum.  Þá fá þeir ekki vaxtabætur sem eiga mikið af eignum og skulda minna en þeir sem skulda mikið en eiga lítið fá bætur.  Þetta er ekki spurning um að gera eins fyrir alla heldur að hjálpa þeim sem þurfa.  Það er rugl að láta fólk sem á nóg af peningum hafa meira ef það þarf ekki.  Þessa aðgerð þarf að taka í gildi strax og hafa að leiðarljósi að fólk á eftir að lenda í þessum greiðsluerfiðleikum næstu mánuði og það þarf að aðstoða miklu fleiri en núna á næstu mánuðum. ÞAÐ SEM Á AÐ GERA ER AÐ FELLA NIÐUR VERÐTRYGGINUNA STRAX. Lánin hætta ekki að bólgna annars.

Katrín G E, 14.3.2009 kl. 17:44

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hugmynd Framóknarflokksins gegnur ekki bara út á það að gefa 20% aflátt af húsnæðislánum heldur öllum lánum bæði einstaklinga og fyrirtækja. HB Grandi var nú um dagin að gera upp með tveggja milljarða hagnaði. Þeir skulda 25 milljarða. Framsóknarmenn vilja gefa þeim 5 milljarða að gjöf frá skattgreiðendum og lífeyrisþegum. Þá fá meðal annarra Ólafur Ólafsson og Kristján Loftson stóra gjöf frá okkur skattgreiðendum fyrir milligöndum Framsóknarflokksins.

Sigurður M Grétarsson, 14.3.2009 kl. 21:35

5 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Það er þegar byrjað að fella niður skuldir fyrirtækja, - og AGS gerir ráð fyrir að skuldir Íslands fari úr 670% af landsframleiðslu á síðasta ári í 150% á þessu ári.  Vandamálið er bara að ríkisstjórnin og AGS vilja ekki ræða lækkun á höfuðstól fasteignaskulda.

Dr. Roubini er hins vegar byrjaður að ræða þettaDr. John Geanakoplos og Susan Koniak segja þetta í pisli í NYTimes 4. mars sl. og dr. Michael Hudson hefur sagt þetta í langan tíma.  Lilja Mósesdóttir hefur einnig talað fyrir lækkun höfuðstóls, að vísu með áherslu á verðtrygginguna. 

Ég skal að vísu viðurkenna að hagfræði er ekkert mitt uppáhaldsfag, enda hafa hugmyndir Chicago skólans verið grunnurinn að þessu "efnahagsundri " sem lagt hefur hálfan heiminn í rúst.

Eygló Þóra Harðardóttir, 15.3.2009 kl. 12:07

6 identicon

Mér finnst gleymast í þessari umræðu um lánin að þau hafa hækkað með vísitölu sem er röng bæði rangt reiknuð og ætti alls ekki að vera leyfð.   Það á náttúrulega að vera samningsatriði látaka og lánþega hverjir vextir skuldarinnar verða.  Verði síðan óvænt áföll eða þjóðfélagsþróun með einum eða öðrum hætti þá taka viðkomandi á sig hagnað og tap af slíkum breytingum.  Ekki bara skuldarinn!  Hins vegar hefur líka verið bent á að grunnur núverandi neysluvísitölu miðast við neyslu okkar árið 2005 eða 6 þegar dollari stóð í 60 kr. og neysla okkar var mikil í innfluttum vörum.  Nú hafa innfluttar vörur hækkað um helming i verði og neysluvisitalan hækkar í takt við þá breytingu.  Hins vegar hafa nátturulega landsmenn flutt neyslu sína frá innfluttum vörum og í innlendar vörur þannig að vísitalan er að mæla neyslu sem á sér ekki stað í dag.  Þess vegna á að leiðrétta lánin - það er enginn að tala um gjafir - heldur er hér vitlaust reiknað!

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 14:35

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hvaða kosntnaður Púki er af afskrift 20% skulda? Heldur þú í alvöru að það þurfi ekki HVORT EÐA ER að afskrifa mun hærri tölu í heildina þegar allt kemur til alls.

Þetta er ekki léleg hagfræði eins og verður vonandi útskýrt betur af forystumönnum Framsóknarflokksins heldur raunhæfasta leiðin í hrikalegri stöðu þjóðarinnar.

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 15.3.2009 kl. 15:17

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég er þeirrar skoðunar að það sem skilji á milli þeirra sem skilja hagfræði og þeirra fjölmörgu hagfræðinga sem ekki skilja hagfræði, sé einmitt  það að þeir sem skilja, sjá að almenn skuldaniðurfærsla er skásta leiðinn til að koma hagkerfunum út úr kreppunni.  Hugmyndir eins og ofurbótaleiðinn sem VG og SF eru að fara eru plástrar sem gætu aukið á vandan. Endileg lestu grein Dr Domm sem Eygló bendir þér á, hann  er nefnilega einn þerra örfáu sem skilur hagfræði.

Guðmundur Jónsson, 15.3.2009 kl. 15:28

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er eins og sumir hér skilji það ekki að skuldadafn bankanna er samansett af mörgum skuldabréfum, sem ekki eru tengd hvort öðru, en ekki ein súpa. Það er því ekki hægt að taka tölur um heildarniðurfellingu skulda og ætla að setja hluta þess á hvert einasta skuldabréf og halda því fram að það kosti ekki neitt vegna þess að það þurfu hvort eð er að afskrifa svona mikið.

Það að fella niður skuld aðila, sem er borgunarmaður fyrir sinni skuld dregur ekki úr tapi lánveitanda á skuld þess, sem ekki er borgunarmaður fyrir sinni skuld. Það er því ekki verið að tala um það í tillögum Framsóknarflokksins að afskrifa skuldir, sem þarf hvort eð er að afskrifa. Allar afskriftir á skuldum aðila, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum eru afskrfitir TIL VIÐBÓTAR við afskriftir, sem verða til vegna þeirra, sem ekki geta greitt sínar skuldir.

Þessi tillaga Framsóknarflokksins er álíka gáfuleg og ef menn færu út í að bregðast við miklu atvinnuleysi með því að greiða öllum verkfærum mönnum atvinnuleysisbætur óháð því hvort þeir eru atvinnulausir eða ekki. Það er sannarlega einfaldari aðferð en verður ansi kostnaðarsöm og mun gera það að verkum að ekki verður hægt að standa sómasamlega við bak þeirra, sem eru atvinnulausir því skattgreiðendur munu aldrei standa undir hárri upphæð á mánuði ef þessi hátturinn verður hafður á.

Sigurður M Grétarsson, 16.3.2009 kl. 12:51

10 Smámynd: Billi bilaði

Ég horfði á Kastljós í kvöld. Tryggvi kom mun betur út úr því viðtali en blessuð konan sem tafsaði pólitíska frasa.

Púkinn fellur hér líka í þá gryfju að skjóta málið niður án þess að útskýra neitt. Það drepur umræðuna í stað þess að útskýra hana út af borðinu ef hún er í raun svona vitlaus.

Það að koma einhvern tíman með einhverjar aðgerðir sem hugnast AGS, mun skapa mikla eymd.

Það að stækka pottinn af þeim sem geta í framhaldinu staðið í skilum hljómar ekki svo vitlaust, og því vil ég alvöru rök áður en ég dæmi það út.

Það að ætla að fara í gegn um hvert einasta mál hjá þeim sem tilkynna sig í nauðum stadda, (eða á að velja þá eftir skattframtölum? eða fjölda ógreiddra gjalddaga?), mun taka óheyrilegan tíma. Það að ákveða síðan hvort viðkomandi sé í raunverulegum vanda er óvinnandi vegur skv. venjulegum vinnubrögðum í þannig málum.

Ætli ég yrði nokkuð talinn í alvarlegum vanda eins og staðan lítur út hjá mér - en ef ég get ekki selt eignir mínar, þá verður sá vandi afskaplega raunverulegur fyrr en varir. Á að bíða eftir að það gerist áður en ákvörðun er tekin? Verð ég þá kannski fluttur úr landi?

Þess má þó geta að það sem ég vil er ekki skuldaniðurfelling. Ég vil geta selt eignir mínar og þannig bjargað mér sjálfur. En með botnfrosinn fasteigna- og bílamarkað er það ekki nokkur leið; og ef Tryggvi Þór Herbertsson segir að það sé hægt að rykkja efnahagslífinu í gang, þá vil ég að það komi alvöru rök gegn, en ekki tafs og vífilengjur eins og konan í Kastljósinu var með.

Sem sagt, Púki. Þú fullyrðir, í fyrstu málsgrein, að þetta séu tóm mistök. Geturðu komið með rök fyrir því sem ég skil?

Billi bilaði, 16.3.2009 kl. 23:26

11 Smámynd: Einar Jón

Billi: Margir, ef ekki flestir, sem eru komnir í vandræði með X milljóna lán munu líka missa íbúðina/bílinn út af 80%*X láninu. Ef ekkert er gert í rótum vandans (verðtrygging og frosinn sölumarkaður) er bara verið að lengja í hengingarólinni, og ári eftir niðurfellingu verður staðan eflaust álíka slæm fyrir marga.

Ef þú vilt lausnir: Er vaxtabótaleið Katrínar G E hér að ofan ekki möguleg leið til að bjarga fleirum með mun minni tilkostnaði? Hún segir líka að það þurfi að fella niður verðtrygginguna, sem að ég held að sé kannski of stór biti í einu skrefi. Ég myndi halda að það þurfi að endurskoða hana verulega - bæði útreikninginn á vísitölunni og setja efri prósentumörk á verðbætur. Eins og kerfið er núna hafa lánveitendur bæði belti og axlabönd en lántakendur bera alla áhættuna.

Einar Jón, 17.3.2009 kl. 04:40

12 Smámynd: Billi bilaði

Jú, Einar Jón, það þarf að affrysta sölumarkað. En hvernig ætlar Katrín G E að ákveða hverjum á að hjálpa? Hvað má það taka langan tíma? Ef ég missti ekki atvinnuna, á ég þá engan rétt á hjálp? Ath. að þetta er svo flókið í framkvæmd að það verður aldrey sátt um það.

En skv. fréttum dagsins telur HÆSTvirtur viðskiptaráðherra sig þess umkominn að gera grín að þessum hugmyndum, séu fréttir á RÚV réttar.

Hann tekur dæmi um Tryggva, Þór og Herbert, sem er alveg út úr kortinu. Hann gleymir nefnilega að Gylfi er með í pakkanum.

Hér er dæmið eins og ég sé það:

Dæmi A, 20% niðurfelling skulda:

Gylfi kaupir 10 mill. kröfur á Tryggva, Þór og Herbert, samtals kr. 30 mill. og borgar fyrir það 15 mill.

Hann gefur öllum 20% afslátt, og á þannig kröfur upp á 24 mill. á móti 15 mill. útlögðum.

Tryggvi er ríkur, borgar sitt og kaupir snjósleða (mér og mínum að meinalausu, af því að ég öfunda hann ekkert).

Þór er fátækur og fer á hausinn hvort sem er og borgar ekkert.

Herbert kemst fyrir horn með hjálpinni og nær að borga.

Gylfi fær því kr. 16 mills. greiddar og hefur 1 mill. í tekjur af áhættunni sinni.

Og þá er það seinna dæmið:

Dæmi B, Aðeins Þór er hjálpað:

Gylfi kaupir 10 mill. kröfur á Tryggva, Þór og Herbert, samtals kr. 30 mill. og borgar fyrir það 15 mill.

Hann gefur bara Þór 60% afslátt, og á þannig kröfur upp á 24 mill. á móti 15 mill. útlögðum.

Tryggvi er ríkur, borgar sitt og kaupir snjósleða (mér og mínum að meinalausu, af því að ég öfunda hann ekkert).

Þór er fátækur en lifir af með þessa hjálp.

Herbert er með allar sínar eignir frystar á markaði og fer á hausinn og flytur til Valhallar.

Gylfi fær því kr. 14 mills. greiddar og hefur því tapað kr. 1 mill.

 Ergo:

Það má setja upp endalaus svona dæmi á meðan millistéttinni, sem er í miðju staðalfráviks, blæðir út, af því að það er bara talað og ekkert framkvæmt!

Billi bilaði, 20.3.2009 kl. 10:32

13 Smámynd: Billi bilaði

Dæmi C:

Gylfi er svíðingur og gefur engum afslátt, heldur ætlar að pína menn eins og hann getur:

Gylfi kaupir 10 mill. kröfur á Tryggva, Þór og Herbert, samtals kr. 30 mill. og borgar fyrir það 15 mill.Hann gefur engann afslátt, og á þannig kröfur upp á 30 mill. á móti 15 mill. útlögðum.Tryggvi er ríkur, borgar sitt og kaupir snjósleða (mér og mínum að meinalausu, af því að ég öfunda hann ekkert).Þór er fátækur og fer á hausinn eftir að hafa borgað 2 mills.Herbert er með allar sínar eignir frystar á markaði og fer á hausinn eftir að hafa borgað 5 mills.

Gylfi fær því kr. 17 mills. greiddar og hefur því grætt kr. 2 mill. og er andskotans sama að 2/3 skuldunauta séu farnir á hausinn.

Billi bilaði, 20.3.2009 kl. 10:43

14 Smámynd: Einar Jón

Vaxtabætur virðast vera skynsamlegra en margt annað.

Bætur eru í réttu hlutfalli við lánin, og skerðast í réttu hlutfalli við tekjur. Ef þetta er stillt rétt (og uppfært nógu oft svo að atvinnuleysi tryggi bætur) er hægt að láta peningana renna til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda, ólíkt flestum leiðunum sem þú setur upp.

En ég á ekkert og skulda ekkert svo að ég er ekki allt of mikið að spá í útfærslum á lausnunum. Það eina sem ég veit er að endalaust mas án ákvarðanatöku leysir engan vanda.

Einar Jón, 22.3.2009 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband