Er sannleikurinn óþægilegur? (lokun á DoctorE)

Það er búið að loka á bloggið hjá DoctorE.

Það sem hann vann sér til sakar var að efast um geðheilsu eða siðferði hinnar misheppnuðu jarðskjálftaspákonu - að vísu með róttækara málfari en Púkinn myndi nota.

Púkinn er hins vegar í meginatriðum sammála DoctorE - manneskja sem kemur fram og hræðir auðtrúa einstaklinga með svona spádómum á annað hvort við einhvers konar vandamál að stríða eða er hreinn og klár svikahrappur.

Púkinn hvetur alla til að hlusta á viðtalið við "sjáandann"  og mynda sér sína eigin skoðun á geðheilsu og siðferði viðkomandi.

Skoðun Púkans er hins vegar sú að sé það stefna blog.is að loka á þá sem segja sannleikann, þótt hann sé óþægilegur, þá efast Púkinn um að hann muni eiga samleið með blog.is mikið lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Mig grunar að pólitísk afstaða bloggara hafi ansi mikið vægi þegar upp er staðið, ef lokunum er beitt..

hilmar jónsson, 30.7.2009 kl. 14:48

2 identicon

Þetta er sorgarstund fyrir alla íslendinga... hér má kona sem selur jarðskjálftaheld hús hræða landann eins og ekkert sé... ég má ekki segja það augljósa og vara við því að þetta geti bara verið geðsjúkdómur og eða glæpadæmi....
James Randi er með 1 milljón dollara í verðlaun fyrir hvern þann sem getur sýnt fram á að hafa yfirnáttúrulega hæfileika.. enginn tekur verðlaunin.
Engar sannanir eru til í allir mannkynssögunni fyrir yfirnáttúrulegum hlutum... en mbl ver spákonuna sem hræddi fólk til að flýja heimili sín... það er í góðu lagi.

Nú ætlar Árni að eyða blogginu mínu vegna þess að ég sjái ekki að ég hafi gert rangt af mér... ég borga... Lára er öflugri en Jesú :)

Ég get ekki séð að heiðarlegu fólki sé stætt á að hanga á þessu bloggi lengur... það er stuðningur við svindl og hjátrú...
MBL hefur tvímælalaust engu hlutverki að gegna á nýju íslandi... á nýja ísland ekki að hafa heiðarleika að leiðarljósi... ekki samkvæmt mbl, þeir verja svindlara en banna þá sem vara við þeim

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 14:52

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Það væri óneitanlega fróðlegt að fá comment frá þeim sem hafa fengið hótanir um lokun á bloggum sínum, og þá uppgefna ástæðu umsjónarmanna bloggsins.

hilmar jónsson, 30.7.2009 kl. 14:59

4 Smámynd: TómasHa

Er þá ekki um að gera að skipta bara yfir í annað bloggkerfi? Nóg er til af góðum bloggkerfum t.d. http://wordpress.com/. Einhverjir brottreknir hafa komið sér upp samfélögum fyrir utan blog.is eins og http://blekpennar.com/.

Amk. er ekki ástæða til þess að ætla að tölvuþekking eigi að koma í veg fyrir að menn geti í dag komið sér upp eigin bloggi.

Blogggáttin er svo fínn staður til þess að trakka þessa bloggara. Tæki sem er aljgörlega vanmetið.

TómasHa, 30.7.2009 kl. 15:00

5 identicon

Mér finnst það ekki vera issuið, að skipta um bloggkerfi.
Miðjan í þessu öllu saman er að mbl styður við konu sem bullar eitthvað rugl út í loftið sem skapar hræðslu á meðal fólks... þeir sem vara við því eru bannaðir...
Hvað segir það um mbl... alger skömm að þeir hagi sér svona, vinna faktísk gegn almenning og verja eitthvað hjátrúar bull...
Ég myndi skammast mín ef ég væri að vinna á mbl, það er alveg ljóst

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 15:11

6 Smámynd: brahim

Púkinn hvetur alla til að hlusta á viðtalið við "sjáandann"  og mynda sér sína eigin skoðun á geðheilsu og siðferði viðkomandi.

Halló segi ég nú bara. Á að vera hægt að mynda sér skoðun á geðheilbrigði þessarar konu út frá þessu viðtali !? Svarið er nei...konu greyið fékk bara engan tíma til að svara spurningum þessara þáttastjórnenda...þeirra markmið í þessu viðtali var einfaldlega að gjamma í sífellu frammí fyrir konunni og skjóta hana í kaf...eins og sagt er.

Fullyrðingar og sleggjudómar DoctorE um einstakling er meir en nóg til að loka á hann...þó svo að hann haldi því fram að hann hafi bara sagt SANNLEIKANN...er hann þess umkominn að dæma um það ? NEI...ekki frekar en ég.

brahim, 30.7.2009 kl. 16:47

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sjáandinn er sýnu bilaðri en Herr. Doktor, og ég lýsi yfir botnlausu frati á ritskoðun byggða á tilfinningasemi og tepruskap...og bara ritskoðun yfirleitt...en að beita kerlingavæli sem stýritæki er fráleitt.

Haraldur Davíðsson, 30.7.2009 kl. 16:56

8 Smámynd: Kjartan Birgisson

Þessi kona sem á að vera svo mikið veik að mati DoktorE, kemur þó fram undir eigin nafni en ekki eins og sumir sem drulla yfir allt og alla undir dulnefni, og eru svo steinhissa á því að það sé lokað á þá

Kjartan Birgisson, 30.7.2009 kl. 17:36

9 identicon

Það skiptir ekki máli hvað fólk heitir, bara hvað það segir... plís ekki koma með svona sveitasíma bull frá fornöld...
Hvað er næst, á fólk að labba um bæinn með ljósaskilti sem sýnir nafn og kennitölu.... þarf fólk næst að skrifa nafnið sitt á kjörseðla svo það sé hægt að hegna því fyrir að kjósa vitlaust.
Nafnleysi er eitt af því mikilvægasta í lýðræði, en ég ætlast ekki til að samansaumaðir menn á bómsum skilji þetta

Þú ert algerlega á rangri braut Kjartan... hugsanlega á leið í spámanninn... undir fullu nafni því þá verður allt svo rosalega öruggt og áreyðanlegt, er það ekki.
Svo ég tali nú ekki um þegar þú talar við nafnleysinga að handan.. .sem segja þér frá framtíðinni...

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:41

10 identicon

Það var löngu kominn tími til að loka á þennan gaur , hann hefur úthúðað öðrum hverjum manni hér á blogginu og alltaf "efast" hann um "geðheilsu" annarra en sjálf síns. Nafnlaus og með sorakjaft! Eins og aðrar gungur sem ekki þora að koma fram undir nafni!! Fólki er fullkomlega frjálst að trúa því sem það vill án þess að á það sé ráðist af gungum og sorakjöftum eins og DoctorE hefur gert látlaust á blogginu,úthúðað kristnu fólki og trú þeirra á alla kanta.Það hlýtur að vera léttir fyrir flestalla hugsandi menn að losna undan óráðshjali hans.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:53

11 Smámynd: Kjartan Birgisson

Þú heldur áfram að hrauna yfir fólk sem þú veist ekkert um og uppnefnir það. Það eru bara aumingjar sem þora ekki að koma fram undir nafni.

Kjartan Birgisson, 30.7.2009 kl. 17:54

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Já talandi um að úthúða, Ragnar...

hilmar jónsson, 30.7.2009 kl. 17:56

13 identicon

Kjartan minn... veistu að erlendis er mönnum beinlínis ráðlagt að koma ekki fram undir nafni.. og þá sérstaklega ef rætt um TRÚMÁL.

Vissir þú að í Íran og öðrum löndum islam fer fram mikil frelsisbarátta á internetinu með algeru nafnleysi... vissir þú að nafnleysingjar hafa komið upp um spillingu og glæpi sem þeir hefðu ekki getað undir nafni.

Og þú kallar allt þetta fólk og mig aumingja.... ef ég væri eins og þú þá myndi ég núna fara að grenja í blog.is með að banna þig fyrir að særa tilfinningar mínar... en ég er ekki vælukjói

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:59

14 identicon

Já Hilmar, þú lest rétt!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 18:01

15 identicon

Ég myndi svo ráðleggja honum Ragnari að koma ekki fram undir nafni

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 18:02

16 Smámynd: Kjartan Birgisson

Ég get ekki betur séð að menn væli eins og smá stelpur hér á blogginu eftir að það hafi verið lokað á þá.

Kjartan Birgisson, 30.7.2009 kl. 18:03

17 identicon

Þér er kannski sama um grundvallar mál & skoðanafrelsi Kjartan... eða amk allt þar til það bitnar á þér sjálfum... þá ferð þú kannski að væla eins og smástelpa

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 18:07

18 Smámynd: Kjartan Birgisson

Nú eru menn alveg búnir að mála sig út í horn.

Kjartan Birgisson, 30.7.2009 kl. 18:09

19 identicon

Ertu að segja mér að það sé mál og skoðanafrelsi að koma með dómsdagspár gripnar úr lausu lofti og selja varnir gegn hörmungunum.... ertu að meina það Kjartan.
Þá eru nígeríupóstar 100% löglegir

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 18:14

20 Smámynd: Kjartan Birgisson

Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, en þú getur notað svona bull í texta fyrir Rottweilerhundana.

Kjartan Birgisson, 30.7.2009 kl. 18:20

21 Smámynd: Sævar Einarsson

Þið sem bloggið undir nafni úr þjóðskrá og gerið ykkur breiða og talið niður til þeirra sem skrifa undir alias, ég skora á ykkur að smella inn kennitölunni ykkar á bloggin og í athugasemdum fyrst þið haldið að nafn úr þjóðskrá sé heilagur sannleikur, ef ekki eru þið alveg jafn nafnlaus og aðrir sem kjósa ekki að blogga undir nafni úr þjóðskrá því jú margir geta átt alnafna en enginn á sömu kennitölu.

Sævar Einarsson, 30.7.2009 kl. 18:55

22 Smámynd: Kjartan Birgisson

Kemur nú enn einn bullukollurinn.

Kjartan Birgisson, 30.7.2009 kl. 19:04

23 Smámynd: Sævar Einarsson

Einn Þór í viðbót, yndislegt.

Sævar Einarsson, 30.7.2009 kl. 19:08

24 Smámynd: Kjartan Birgisson

Hvar er Þór Sjóvarinn?

Kjartan Birgisson, 30.7.2009 kl. 19:10

25 identicon

Einræðisríki eru mjög gjörn á að hengja nafn og heimilisfang á allt og alla.
Ég er örugglega búinn að vera netverji lengur en flest ykkar, er búinn að vera á ótal spjallborðum um allan heim... það hefur aldrei komið upp krafa um nafn og kennitölu.
Kristinn þrýstihópur í usa vill fá svona líka.....

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 19:15

26 Smámynd: Kjartan Birgisson

Haltu bara áfram að væla yfir því hversu allir séu vondir við þig, meira segja einræðisríkið USA. Það vorkennir þér engin hér á blogginu.

Kjartan Birgisson, 30.7.2009 kl. 19:22

27 identicon

DrE segir"Ég myndi svo ráðleggja honum Ragnari að koma ekki fram undir nafni"

Munurinn á mér og þér er sá að ég er ekki huglaus gunga sem bloggar í skjóli nafnleysis og ef þú ert að meina eitthvað annað með þessu þá er ekkert mál að finna út hver þú ert og grunar mér nú einna helst að þú sért valíum kelling og mömmustrákur sem kemst ekki útúr húsi fyrir hræðslu við samfélagið.En það er nú bara mín skoðun  sem ég þori að skrifa undir fullu nafni.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 19:27

28 Smámynd: Sævar Einarsson

Smelltu þá kennitölunni þinni hingað inn Ragnar Örn Eiríksson og sýndu hvað þú ert hugaður.

Sævar Einarsson, 30.7.2009 kl. 19:34

29 identicon

Sævarinn er enn einn vesalingurinn sem felur sig undir nafnleysi gjammar nú. Við hvað ert þú hræddur?Það er stóra spurningin nafnleysingja auminginn þinn.Hvorki þú né sá bannaði eruð svaraverðir og í raun held ég að þið séuð báðir circa 11 til 12 ára krakkagemlingar.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 19:56

30 Smámynd: hilmar  jónsson

Ja nú er stutt í að menn fari að kalla hvorn annan G-veikann

hilmar jónsson, 30.7.2009 kl. 20:02

31 identicon

Óskiljanlegt að Knoll og Tott skrifi undir nafni... og þeir kalla það þor, kíkja á sjálfa sig í speglinum: úú look at me, ég er svo hugaður hahaaha :)
Kjartan er meira að segja farin að tala fyrir munn allra á blogginu... einræðistaktarnir alveg á fullu

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 20:03

32 Smámynd: Sævar Einarsson

Ekki var hugrekkið mikið þegar á reyndi, og nei Hilmar, ég leggst ekki á sama lága planið og einhverjir sem blogga undir einhverju nafni úr þjóðskrá sem segir bara hálfan sannleikan, þeir dæma sig sjálfir með sín gífuryrði.

Sævar Einarsson, 30.7.2009 kl. 20:15

33 Smámynd: Kjartan Birgisson

Nú er ég orðinn USA sinni að mati DoktorE----. Nefndu mér einn sem vorkennir þér.

Kjartan Birgisson, 30.7.2009 kl. 20:18

34 identicon

Kjartan & Ragnar þið hagið ykkur hreint fáránlega, bara að benda ykkur á þetta áður en þið farið endanlega með mannorð ykkar.... Árni verður kannski að loka á ykkur vegna þess að þið eruð svo særandi fyrir ykkur sjálfa.... stundum verður að bjarga fólki frá sjálfu sér.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 20:24

35 Smámynd: hilmar  jónsson

Snerist þetta ekki upphaflega um ritskoðun á blogginu ?

hilmar jónsson, 30.7.2009 kl. 20:24

36 Smámynd: Kjartan Birgisson

Þakka þér fyrir að benda mér á það, hvað þetta er orðið barnalegt og vitlaust DoktorE. Ég vissi að þú værir mannlegur. Takk fyrir mig.

Kjartan Birgisson, 30.7.2009 kl. 20:35

37 Smámynd: Odie

Sannleikurinn getur verið óþægilegur.  Miðlar og annað hjátrúarfólk hefur engan áhuga á sannleikanum.  Þeir vilja banna allt og alla sem benda á vitleysuna í þeim.  Mistök DoctorE var að nafngreina þann sem ruglaði.  En það sést nú vel í dag hvers konar rugl spáin hjá viðkomandi var.  

Odie, 30.7.2009 kl. 21:20

38 identicon

Guð hvað ég er heppin að engin heitir sama nafni og ég,  þ.e. miðað við fullt nafn mér sárnar þó alveg gríðarlega við moggablogg því þeir vilja ekki birta ALLT mitt nafn bölvaðir,  alveg sama hvað ég bendi þeim á að mitt síðasta nafn er ekki I heldur Inga.

Doktorinn fór einu sinni ferlega í taugarnar á mér, en ég komst yfir það,  finnst  hann bara svoldið krútt í dag og þykir leitt að búið sé að loka á hann. það væri þó spennandi að vita hvort hann sé jafn herskár á borði og í orði???

(IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 22:32

39 identicon

Svei mér þá þessu var ég ekki bún að taka eftir ????? allt nafnið mitt er komið hjá þeim moggamönnum, svei mér þá batnandi mönnum er best að lifa

(IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 22:33

40 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hætti fyrir hálfu ári síðan að blogga á blog.is og í ljósi umræðunnar núna styrkist ég í þeirri trú að það hafi verið rétt ákvörðun.

DoctorE hefur reyndar gengið frekar langt og verið margvaraður við af öðrum bloggurum og eflaust stjórn blog.is, en ég hef séð bloggum verið lokað af minna tilefni en þessu.

Hvað þessa loddarakerlingu varðar spyr ég hvort það séu engin lög sem ná yfir þetta.

Ég vil taka undir orð Tómasar hér fyrr, að það er til bloggheimur fyrir utan blog.is.

Síðan vil ég hvetja moggabloggara, þar á meðal "Púkann" að hafa athugasemdakerfið opið fyrir alla bloggara, ekki bara innskráða. Þeir sem útiloka aðra en skráða notendur blog.is eru í raun að hefta tjáningarfrelsið, þrátt fyrir að þeir mótmæli lokunum eins og á DoctorE og kvarti undan ritskoðun.

Það var allavega þannig áður að ef bloggsíðum var lokað hurfu allar athugasemdir sem viðkomandi hafði sett á aðrar bloggsíður. Athugasemd DoctorE er ennþá uppi og má þá allavega segja það forráðamönnum blog.is til hróss ef þeir hafa breytt sínu kerfi þannig athugasemdir lokaðra bloggsíðna haldast inni.

Theódór Norðkvist, 30.7.2009 kl. 23:11

41 Smámynd: Árni Matthíasson

Nú þykir mér moldin vera farin að rjúka í logninu Friðrik!

Þú gerir því hér skóna að lokað hafi verið fyrir síðu DoctorE vegna þess að við séum að "loka á þá sem segja sannleikann, þótt hann sé óþægilegur".

DoctorE hefur bloggað hér í tvö ár og skrifað hundruð bloggfærslna og þúsundir athugasemda. Nú bar svo við að hann sagði nafngreindan einstakling geðveikan og glæpamann og brást svo hinn versti við þegar hann var beðinn að gæta orða sinna.

Er þetta sá "sannleikur" sem þú tekur að þurfi að koma fram? Að nafngreindur einstaklingur úti í bæ sé bæði geðveikur og glæpamaður? Hvað hefur þú fyrir þér í því? Hefur þú undir höndum læknisfræðilegar upplýsingar um að viðkomandi sé geðveikur eða sannanir fyrir því að hann sé glæpamaður? Nýtur viðkomandi einstaklingur minni mannréttinda en aðrir vegna þess að þú ert ósammála honum eða að þér finnst hann kjánalegur?

Árni Matthíasson , 30.7.2009 kl. 23:18

42 identicon

Málið er Árni að að ég sagði algerlega satt maður... það sjá allir með hálfan heila að þarna var sölutrikk í gangi, trikk sem fékk fjölda manns til að flýja og sofa í tjöldum...
Ég sagði einmitt að þetta væri geðsjúkdómur og eða glæpastarfssemi... 100% rétt greining, algerlega rétt orðaval.

Ég hef séð miklu verra orðaval og það margoft...

Ég veit ekki með ykkur en persónulega finnst mér að þið á mbl getið alls ekki staðið á þessu dæmi á vitrænan máta... þeir sem bogna ekki þeir munu brotna...

Árni
Nýtur viðkomandi einstaklingur minni mannréttinda en aðrir vegna þess að þú ert ósammála honum eða að þér finnst hann kjánalegur?

Þetta er hlægileg athugasemd í þessu máli Árni, algerlega hugsunarlaus.

Getur þú ekki séð hvort einhver er geðveikur eða í einhverju svikaplotti Árni, verður þú að sjá skýrslur og dót... það er sannað mál Árni minn að miðlar eru annaðhvort geðveikir eða glæpamenn... þetta er alþekkt um allan heim...

Hvað ef hér kæmi nígeríupóstur og ég segði viðkomandi (Sem væri hér á landi og undir nafni) að hann væri geðsjúkur eða glæpamaður.. BANG þú lokar á mig fyrir að aðvara fólk...
Mér finnst take ykkar á mbl í þessu máli vera óvinveitt fólkinu í landinu.. ég bara verð að segja það... ég hugsa að flestum finnist það sama

Svo fékk ég enga aðvörun Árni.. mundu það líka

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 23:32

43 identicon

Legg áherslu á "Geðveikur OG/EÐA glæpamaður"...  ég sagði líka að hún gæti sannað getu sína með því að fara til James Randi....
En það má víst ekki benda á neitt misjafnt á íslandi... það á að halda öllu eins og það var að manni sýnist.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 23:35

44 Smámynd: Árni Matthíasson

DoctorE: Þér var sendur póstur á netfangið sem skráð er hjá okkur 27. júlí kl. 15:58. Afrit af þeim pósti var svo sent til þín kl. 11:59 29. júlí.

Í umræddri athugasemd var ekkert og/eða; þú sagðir beint út að viðkomandi væri: "glæpakvendi", "geðsjúklingur" og "feitabolla".

Árni Matthíasson , 30.7.2009 kl. 23:56

45 identicon

Ég sagði að ef hún sér framtíðina hvers vegna er hún þá feitabolla... lógísk spurning...
Vá skyndilega líður mér eins og á leikskóla.. .I wonder why

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 23:59

46 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Er það bara ekki rétt hjá DoctorE Árni?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.7.2009 kl. 00:41

47 Smámynd: Sigurjón

Ég vil benda Árna Matthíassyni á bloggarann Þór Jóhannesson.  Hann kallar nafngreinda menn úti í bæ allskyns illum nöfnum og hefur a.m.k. einu sinni efast um geðheilsu eins þeirra, án þess að hafa fyrir því heimildir.

Ef mbl ætlar að loka á blogg DoctorE vegna téðra ástæðna, þá hlýtur það líka að þurfa að loka bloggi Þórs af sömu ástæðum, ekki satt?

Góðar stundir.

Sigurjón, 31.7.2009 kl. 01:31

48 Smámynd: Sævar Einarsson

Er ekki merkilegt að Knoll & Tott  blogg séu ennþá "up and running" þar sem þeir hafa brotið skilmála blog.is ... ? eða kannski hafa þeir fengið áminningu og frisk beðinn um að fjarlægja þessi særandi og móðgandi ummæli sem standa hér ... núna þarf einhver að vera sjálfum sér samkvæmur, ætla ekki að benda á nein nöfn ...

Sævar Einarsson, 31.7.2009 kl. 01:39

49 Smámynd: Sævar Einarsson

Sigurjón Vilhjálmsson, mér var bent á að leita til dómstóla um skrif Þórs hér og þetta var víst bara persónulegur ágreiningur að mati ónafngreinds aðila hjá blog.is á milli mín og Þórs, þá taldi ónafngreindur að Þór hafi ekki brotið skilmála blog.is ...

Sævar Einarsson, 31.7.2009 kl. 01:44

50 Smámynd: Sigurjón

Kemur ekki á óvart Sævarinn.  Ég var fljótur að fá hann upp á háa céið, bara með því að krefjast þess að hann gæfi tilhlýðileg dæmi og rök fyrir ógeðheilsu Ástþórs Magnússonar.  Þegar hann svaraði með fúkyrðum sem ég svaraði bannaði hann mig bara til að þurfa ekki að verja sóðakjaftinn á sér.  Svona menn á powertrippi eru sorglegir finnst mér...

Góða nótt...

Sigurjón, 31.7.2009 kl. 02:22

51 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 ÚH! Hvað þetta er langt,las eitthvað um þennan spádóm bara gleymdi honum auk þess ekki hrædd við jarðskjálfta (mín eigin vegna). En ég var verulega hrædd við frétt Mbl. um Hraðalinn sem átti að gamgsetja í Sviss á seinasta ári,svona með tilliti til alls sem,ofur hræddir vísindamenn sögðu geta gerst. 

Helga Kristjánsdóttir, 31.7.2009 kl. 02:35

52 Smámynd: Sævar Einarsson

Sigurjón Vilhjálmsson, breytti hann kannski og henti út athugasemdum svo þær litu betur út fyrir hann eins þegar þú berð saman mínar athugasemdir á blogginu hans við hans athugasemdir ? ég tek afrit af flestum athugasemdum sem ég skrifa á önnur blogg og hef gert lengi og hann eyðir bara út athugasemdum sem þóknast honum ekki.

Sævar Einarsson, 31.7.2009 kl. 02:58

53 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég þekki ekki til þessa máls sem varð til að doktornum var úthýst.

hins vegar tek ég heilhugar undir þessi orð hans; „Það skiptir ekki máli hvað fólk heitir, bara hvað það segir.“

hvað hver og einn heitir, eða kallar sig skiptir engu um innihald orða hans. hér á blogginu er fjöldi fólks sem, undir fullu nafni, talar með rassgatinu og eru ómerkingar.

Brjánn Guðjónsson, 31.7.2009 kl. 03:17

54 Smámynd: Sævar Einarsson

Brjánn Guðjónsson, ég gæti ekki verið meira sammála þér.

Sævar Einarsson, 31.7.2009 kl. 03:46

55 identicon

Tek undir með Sigurjóni varðandi bloggarann Þór, hann hefur gert það sem doktorinn er sakaður um  svo miklu miklu oftar og grófar, og hefur fjallað um geðheilsu eð aekki heilsu margra,  eða svo til alla sem honum eru ósammála. Skal ekki jafnt yfir alla ganga, og hvenær er kvörtun marktæk???

(IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 08:43

56 identicon

Frábærar fréttir krakkar, þetta er á leið í heimsfréttirnar... ég fer líklega í viðtal um helgina :)
Ég læt ykkur fá slóð þegar þetta er tilbúið...

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 10:18

57 Smámynd: Arnar Pálsson

Er sammála þér Púki, doktorinn setti puttann á réttan stað í þessu tilfelli. Hann gerir það oftast, styður fast við uns hold og bein brotnar, sprautar sinnepi í sárið og mylur chilipipar í plásturinn áður hann er heftaður á. 

mbl.is nær ekki að þagga niður í doktornum. Hann lengi lifi.

Arnar Pálsson, 31.7.2009 kl. 11:44

58 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eins og ég segi hér fyrr er ég ekki viss um að lokun á DoctorE hafi verið að tilefnislausu.

En ég skil ekkert i ykkur sem kvartið undan mbl.is og þeirra ritskoðunartilburðum, sem virka reyndar frekar handahófskenndar eins og Sævarinn bendir á og margir aðrir.

AF HVERJU ERUÐ ÞIÐ ÞÁ AÐ BLOGGA UNDIR ÞEIRRA KERFI ENNÞÁ?

Það er til fullt af öðrum möguleikum, wordpress.com, blogspot.com o.s.frv.

Theódór Norðkvist, 31.7.2009 kl. 12:12

59 Smámynd: helgason

Ég hvet DoctorE til að halda bloggi sínu áfram á nýjum stað, það er alveg ómögulegt að missa þetta úr rúntinum sínum um netheima.

helgason, 31.7.2009 kl. 12:42

60 Smámynd: Sigurjón

Sæll Sævar.

Hann henti út tveimur athugasemdum frá mér (annarri eftir á, þrátt fyrir að hann svaraði henni og sagði m.a. ,,þakka þér fyrir að hafa verið málefnalegur í þetta sinn".), en þetta var eina færzlan hans sem ég sá ástæðu til að leggja inn athugasemd við, þannig að eftir að hann bannaði mig eftir aðra athugasemdina, hef ég ekki getað sett fleiri inn.  Alveg með ólíkindum hvað menn geta verið á miklu powertrippi...

Ég vil taka það skýrt fram að ég hætti að blogga hér fyrir löngu, en nota aðganginn til að leggja inn athugasemdir.

Sigurjón, 31.7.2009 kl. 17:35

61 Smámynd: Sjóveikur

ég er alveg að kafna úr öfundsýki núna, ég er ekki búin að skrá mig í stuðningshóp Doktorsins á Smettisskinnu, eiginlega vegna þess að mér hefur fundist Doktor E frekar þunnur þrettándi og léttvægur, en eins og ég segi, þá er það sennilega vegna einskærrar öfundar, ég er búin að eyðileggja mínar sjómannslúkur við gítaræfingar og gripasettningar sem voru hræðilega erfiðar í byrjun og bara til þess að koma frá mér yndislegum kveðskap sem ég er fullviss um að geti bjargað þjóð okkar frá undirgangi, eða kanski bara egóinu mínu og þá er stóru bjargað ! og ritskoðun ? ég er stundum hissa á því að ég hef ekki verið lokaður frá blogginu eftir æðisköst fingra minna á lyklaborðið, en ég fæ að vera með sennilega vegna þess að ég er ekki nógu fallegur til að henda út og ekki í samkeppnisformi við ráðandi öfl á öldum ljósvakans, svo mér fynnst að Doktorinn eigi að beygja sig pínu og gefa frat í álfa og tröll  svo að við eða þeir sem vilja fáum að njóta hans flæðis um komandi tíð, ritskoðun er hið mesta böl  og er ein af forsettningum hrillings og átroðslu á mannlífi og dýra, svo sit ég hér miklu klókari og skemtilegri en Doktor E og fæ ekki einu sinni spilun á hinum frjálsu fjölmiðlum, bara í "einokunarfjölmiðlum" ríkissins ? og ég hef gefið formlegans skít og yfirlýst kröfum á valdamenn Íslands, en ég fæ að vera !?!? er ég einskiss virði  nei, Doktor E er spjátrungur með stóra kjaft og verður að læra siði eins og aðrir, Doktor E mynnir mig á stubba sem heimta "respekt" en gefa ekki sjálir  svo ég skrái mig ekki í stuðningshóp hans á Smettisskinnu, ég einfaldlega gef skít í hann  og þá er ekki að eyða púðri í spákerlingar greiið, það var augljóst skemmtiefni, hvað getur sjándi gert að því að hún sé með sjónskekkju ?

yndislegar kveðjur til ykkar garpar Íslands

sjoveikur  www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 31.7.2009 kl. 18:12

62 Smámynd: Þór Jóhannesson

hihihihi - vælusveitin og nafnlausa bleyðan Sævarinn mætt á svæðið (eða á kannski að heimta að láta banna mig fyrir að kalla ykkur vælusveit og Sævarinn (sem þorir ekki að koma fram undir nafni) sínu rétta nafni???)

Sævarinn kennitala mín er 220275-5319 - hvort ert þú núna maður eða mús?

Þór Jóhannesson, 31.7.2009 kl. 23:28

63 identicon

Mér finnst þetta ekkert spes kennitala sem þú ert með Þór, ekki þannig að þú þurfir að flagga henni all over the place.... hlýtur að hafa eitthvað annað og betra að bjóða.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 23:52

64 Smámynd: Þór Jóhannesson

hehe góður - en Sævarinn bað um hana og ég svaraði kallinu.

Þór Jóhannesson, 1.8.2009 kl. 00:02

65 identicon

Ég varð, það lá svo vel við ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 00:04

66 Smámynd: Þór Jóhannesson

Annars hef ég ekkert á móti nafnlausum bloggurum sem kunna fara með nafnleysi sitt. Algjörlega út í hött að menn geti ekki hraunað yfir opinberar persónur ef þær standa sig illa í opinberum störfum sínum fyrir þjóðina - sama hvort það er gert undir nafni eða ekki. Hitt er annað mál að svo eru það bleyður eins og Sævarinn sem ráðast á óopinberar persónur og venjulegt fólk sem skrifar undir nafni á blogginu og drullar yfir það vegna skoðanna þeirra- (sem er allt í góðu lagi ef það væri bara gert undir fullu nafni. Það er nefnilega heigulsháttur að ráðast á nafngreindan ópinberan einstakling undir nafnleysi, kallast einu orðið sagt einelti því það er auðvelt að segja eitthvað án ábrygðar og nafnlaust.

Sumir eru bara svo vitlausir að skilja ekki á milli þess að tala um opinberar persónur eða óopinberar persónur - og hér er ég ekki að tala um þig kær Dr.E enda hef ég ekki séð þig í þannig gjörningi og fannst heldur langt teygt að loka á þig þar sem þú varst að fjalla um opinbert mál.

En hér er mikið af vælukjóum sem mislíkar allt sem ekki er þægilegt fyrir auðvaldið þeirra og því finnst mér meiriháttar fyndið að heyra bleyðuna viðurkenna það að HANN (nafnleysinginn sem stundar persónueinelti á bloggvettvangi) hafi kvartað til Árna Matthíasarsonar yfir MÉR sem segi allt undir nafi (og þó mönnum kunni að þykja það óþægilegt að þá er það þó undir fullri ábyrgð). Svona eru nú bara sumir hjákátlegir - og því miður þá eyðileggja nafnlausar bleyður eins og Sævarinn fyrir öðrum nafnlausum bloggurum sem kunna að fara með nafnleysið á þessum viðkvæma vettvangi.

Þráhyggjuna í hinum sem hér finnur þörf til að tjá sig um mína persónu ætla ég ekkert að tjá mig um frekar.

Annars gaman að lesa bloggið þitt DoctorE...

Þór Jóhannesson, 1.8.2009 kl. 01:08

67 Smámynd: Sævar Einarsson

Bentu mér á 2 - 3 hraun frá mér Þór um aðrar persónur á blogginu eða þjóðþekkta einstaklinga ... og skoðaðu svo á þitt eigið blogg, bara í about er heilt ódáðahraun og rúmlega það, ekki skjóta fyrst og spyrja svo, það er slæmur ósiður og meðan ég man, stendur það einhverstaðar hér fyrir ofan að ég sé að biðja þig um að gefa upp kennitöluna þína ? það var jú hlekkur á aðra síðu og þar bað ég um það.

Ég ber líka í fulla ábyrgð gagnvart mínum skrifum þrátt fyrir nafnaleynd, morgunblaðið hefur allar upplýsingar um mig, nema kannski ekki hvaða tannkrem ég nota, og já ég veit, það pirrar þig alveg geðveikislega mikið, og það besta af öllu, ég var að íhuga það um daginn að smella inn nafninu úr þjóðskrá en ákvað að gera það ekki, gagngert til að pirra einstaklinga eins og þig, fyrirgefðu en það er bara svo gaman

p.s. lærðu svo að skrifa rétt eða í það minnsta notaðu púkann(ég veit ég veit, núna froðufellir þú yfir lyklaborðið af bræði en ég bara gat ekki sleppt þessari athugasemd) *friður* *NOT*

Sævar Einarsson, 1.8.2009 kl. 02:57

68 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Vá ...til hamingju DoktorE! ....þau hlusta ekki neitt og þykjast vera "efasemdarmanneskjur"?.."how low can one go?!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.8.2009 kl. 04:21

69 Smámynd: Þór Jóhannesson

Svo ertu svo heimskur í þokkabót að þú gagnrýnir skrift þeirra sem eru skrifblindir (talar svo um að skjóta fyrst og spyrja svo) - en í forheimsku þinni virðist þú ekki gera greinarmun á einelti og skítkasti. Ég sver það að þegar ég finn hver þú ert að þá mu ég láta þig finna til tevatnsins auminginn þinn. Og nú er ég mjög nálægt því aulinn þinn eftir að þú auglýstir bíldrusluna þína til sölu á síðunni þinni. Já, eftir síðasta einelti útaf stafsetningunni er ég kominn með meira en nóg, en ég hef sterk bein þó ég hafi séð eineltisógeð eins og þig eyðileggja sálir barna með slíkri stríðni - þú ert sannarlega viðbjóður og með svarta sál eins og ég hef áður spá til um.

P.s. veit í raun alveg hver þú ert en vill ekki fullyrða það fyrr en ég hef það 100% staðfest.

Þór Jóhannesson, 1.8.2009 kl. 11:53

70 identicon

Flokkast þetta ekki sem hótun um ofbeldi??? Er hægt að vera heimskari í skjóli nafnbirtingar?? Það að koma fram undir nafni réttlætir ekki svona skítkast eins og hér að ofan.

Mér var reyndar sagt hér áðan af reyndum manni að þeir sem þyrftu að spila sig svo "stóran" í orði eða á prenti ættu frekar lítið undir sér.... í orðsins fyllstumerkingu

(IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 12:36

71 identicon

Ef þú ert að labba úti á götu og einhver sem þú veist ekki hvað heitir kallar að þér: Hey þú ert fáviti, særist þú þá meira en ef einhver sem þú veist hvað heitir segir það sama....
hahahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 12:50

72 Smámynd: Sævar Einarsson

Þór Jóhannesson, , ég bauð þér upp á það hittast og ræða málin ef ég man rétt og ekki vissi ég að þú værir skrifblindur og bið ég þig afsökunar á því, það var ljótt af mér að gera það. Og þó svo þú skrifir undir nafni úr þjóðskrá Þór Jóhannesson og gefur upp kennitöluna þína þá hefur þú ekkert meira skotleyfi á þá sem kjósa nafnleynd er það nokkuð ? allir sem blogga gera það undir kennitölu sem er geymd hjá blog.is

Ég nenni ekki að eiga meira orðaskak við þig, þú ert með þvílíkan munnsöfnuð að það hálfa væri miklu meira en hellingur, aldrei hef ég óskað nokkrum manni dauða, ekki mínum versta óvini líkt og þú skrifaðir um mig, góðar stundir.

Sævar Einarsson, 1.8.2009 kl. 15:38

73 Smámynd: Sævar Einarsson

Og hérna er um hreina og beina hótun að ræða, má ég kannski eiga von á því að þú drepir mig ? mér er hætt að standa á sama um svona hótanir, þetta er skýrt brot á skilmálum blog.is og almennum hegningarlögum. Fólk verður að geta átt í orðaskaki án þess að fara út í hótanir um líkamsmeiðingar.

Sævar Einarsson, 1.8.2009 kl. 15:50

74 identicon

hleypur gungan  Sævarinn nú í skjól mbl.is "þetta er skýrt brot á skilmálum blog.is"

á ekki bara að láta banna Þór? er ekki sama jón eða séra jón eða er þín sannfæring bara eftir hvernig vindar blása?

hahahahhahhahhahahahahhahahhaha þvílíkur krakkagemlingur að það hálfa væri nóg.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 20:45

75 Smámynd: Sigurjón

Af hverju gat Óli Klemm ekki klárað það sem hann byrjaði á á gamlársdag...

Sigurjón, 1.8.2009 kl. 23:50

76 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Eftir þessi síðustu skrif Þór Jóhannessonar hér á þessu bloggi þá er ég ekki lengur í vafa um það að maðurinn er geðveikur. Auk þess er þessi vesalings aumingji með hótanir í garð Sævarsins. Árni Matthíasson ég veit þú lest bloggin getur þú ekki gert eitthvað. Þessi Þór Jóhannesson og blogg hans er fyrir löngu síðan komin yfir öll velsæmismörk.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 2.8.2009 kl. 04:04

77 Smámynd: Þór Jóhannesson

Og nú er ég (ópinber persóna á blogginu) ásakaður um að vera geðveikur af nafngreindri manneskju - snilld (þetta kallast neteinelti á háu stigi). Og hvar er hótun, eru þið svona heimsk að vita ekki hvað fellst í orðatiltakinu að finna til tevatnsins. Flettið því þá upp í orðabók.

En eins og fyrridaginn þá læt ég ekki auðvaldsaftaníossa hafa áhrif á mína persónu - held áfram að benda á nekt keisara ykkar á milli þess sem ég nýt þess að vera til í góða veðrinu.

Þór Jóhannesson, 2.8.2009 kl. 10:55

78 Smámynd: Sigurjón

Skv. vísindavefnum þýðir þetta að ná sér niðri á einhverjum.  Þetta er því skýlaus hótun.  Hins vegar á ég erfiðara með að finna skilgreiningu á orðinu ,,neteinelti".  Vá hvað ég hlýt að vera heimskur...

Sigurjón, 2.8.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband