Harðari heimur - þarf að byggja nýtt fangelsi?

prisonPúkinn vill fá nýtt fangelsi, enda búinn að fá nóg af því að glæpamenn af öllum stærðum og gerðum gangi um lausir vegna þess að ekki er hagt að loka þá inni vegna plássleysis.

Hér er ekki verið að vísa til hvítflibbaglæpamanna í bankakerfinu - þeir eru kapítuli útaf fyrir sig og efni í sérstaka bloggfærslu - nei, Púkinn er nú bara að ræða um ofbeldismenn, innbrotsþjófa, dópsmyglara og annan gamaldags ruslaralýð.

Sumt af þessu liði er útlendingar, sem koma hingað gagngert til að stunda afbrot.   Hagkvæmast væri að koma þeim úr landi og láta þá sitja af sér dóminn í sínu heimalandi - en sé það ekki hægt, ætti að loka þá inni hér, án möguleika á að mynda nokkur viðskiptatengsl við íslenska aðila í fangelsinu. 

Íslenskir smákrimmar eru sumir hverjir að eltast við pening til að fjármagna sína dópneyslu.   Púkinn myndi vilja sjá betri meðferðarúrræði standa þeim til boða - en ef þau bregðast, þá er fátt annað að gera en að loka viðkomandi inni - ekki í refsingarskyni, eða vegna fælimáttar sem fangelsisvist ætti að hafa, heldur til þess eins að vernda þjóðfélagið gegn viðkomandi.

Fangelsispláss eru bara fullnýtt á Íslandi - það þarf nýtt fangelsi - sem að auki myndi skapa fjölda starfa í byggingariðnaðinum.  Nei, þetta er ekki ókeypis - en er jafnvel ekki dýrara fyrir þjóðfélagið að gera ekkert?

Var ekki verið að segja að það þyrfti að skapa vinnu fyrir fólk í byggingariðnaði?


mbl.is Tíu ára fangelsi í Papeyjarmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það má líka alveg athuga hvort ekki sé hægt að nýta eitthvern úreltan togara sem fangaskip.. láta þá þvælast á Grænlandshafi 4 vikur í senn :) koma í land til að skipta um áhöfn og út aftur...

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 12:08

2 identicon

Gerum alþingishúsið að fangelsi og fangar sem koma inn munu koma í staðin fyrir núverandi þing. Gætu örugglega gert betra verk en núverandi stjórn.

Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:22

3 Smámynd: Mofi

Hjartanlega sammála.  Líst vel á hugmyndir Óskars og Hjalta; okkur vantar almennilega harðjaxla á alþingi eins og staðan er í dag.

Mofi, 6.8.2009 kl. 15:33

4 identicon

Sorrý strákar.  Algjörlega ósammála.  Ég vil ekki meiri hörku í dóma og fangelsun. 
Erlenda afbrotamenn á að senda til síns heima, hvort heldur þeirra eigin þjóð vill taka við þeim eður ei og hindra komu þeirra til landsins aftur reyni þeir slíkt. 
Fangelsun fyrir okkar fólk á að byggja á mannúð og kærleika, menntun og uppbyggingu og að sjálfsögðu innilokun fyrir þá sem eru hættulegir samfélaginu og ekki er hægt að betra. 
Hefnd ætti aldrei að vera inni í umræðunni.  Aldrei.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 20:19

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

alveg sammála þér Inga, ég vil bara bjóða þeim upp á þá viðveru sem íslenskir sjómenn lifa við dags daglega ;)

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 20:29

6 Smámynd: Billi bilaði

Inga, var einhvers staðar minnst á meiri hörku í dóma og fangelsun? Mér sýndist eingöngu vera fjallað um skort á fangelsisplássi fyrir þá sem eru dæmdir.

Eru það ekki líka mannréttindi dæmdra afbrotamanna að fá að sitja af sér innan eðlilegs tíma og í einsetnum fangelsum? Eru það ekki líka mannréttindi að halda aðskildum síbrotamönnum og óhörðnuðum útafsporsmönnum? Það virðist ekki vera hægt um vik að gera það í þjóðfélaginu í dag.

Billi bilaði, 6.8.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband