Tilgangslaust "persónukjör"

voteboxPúkinn er þeirrar skoðunar að frumvarpið um persónukjör standi í raun ekki undir nafni.  Fólk er nefnilega eftir sem áður neytt til að kjósa lista, ekki persónur, þótt vissulega séu möguleikar til að hafa áhrif á hvaða einstaklingar séu kosnir innan listans.

Þeir möguleikar voru hins vegar líka til staðar áður -  kjósendur gátu beitt útstrikunum og endurröðun, þannig að Púkinn fær ekki séð að þetta frumvarp hafi neina grundvallarbreytingu í för með sér.

 Nei, það sem Púkinn vill er raunverulegt persónukjör þar sem kjósendur eru ekki bundnir af listum, heldur geta kosið þá sem þeir treysta best - óháð því hvaða stjórnmálaflokki þeir tilheyra.

Það væri raunverulegt persónukjör - ekki þessi tilgangslausi málamyndaóskapnaður sem verið er að bjóða fólki upp á núna.


mbl.is Persónukjör forgangsmál á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er 100% sammála þér. En datt þér í hug að flokkarnir mundu nokkru sinni leggja fram frumvarp sem á einhvern hátt mundu raunverulega rýra þeirra völd?

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2009 kl. 09:41

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

100% sammála

Jón Snæbjörnsson, 30.9.2009 kl. 09:49

3 Smámynd: Offari

Flokksræðið drepur núna allar úrbætur. Þott ég sé á móti Esb þá fagnaði ég hinsvegar þeirri þróun að sumir (reyndar mjög fáir) fóru út fyrir flokkslínur.Ég vill fara að sjá meira af svona þar sem menn kjósa eftir sínum hug en ekki eftir því hvað flokkurinn segir þeim að gera.

Offari, 30.9.2009 kl. 10:47

4 identicon

Sammála !!

Fransman (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 15:48

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta er hárrétt. Þetta virkar eiginlega alveg öfugt. Þú veist ekkert hvaða persónur þú ert að kjósa því þú veist ekki hverjir enda efst á hverjum lista eftir kosningarnar.  Kannski allt aðrir en þú kaust. Þá er nú betra að hafa prófkjör og svo kosningar eins og núna.

Þorsteinn Sverrisson, 30.9.2009 kl. 20:25

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Algerlega sammála þér Friðrik, en vill bæta því við að auki að hugmyndin um að "prufukeyra" slíka hugmynd fyrst í sveitarstjórnarkosningum finnst mér líka lýsa algerri blindu á megin tilganginn.

Baldvin Jónsson, 30.9.2009 kl. 23:44

7 Smámynd: Sigurjón

Það er algjörlega óþolandi að Jón úti í bæ geti ekki boðið sig fram til þings nema hafa fullt af fólki í kringum sig.  Algjörlega óþolandi!

Sigurjón, 1.10.2009 kl. 22:26

8 Smámynd: Billi bilaði

<Ákveður að stofna "Sjálfstæða flokkinn" þar sem allir geta boðið fram sjálfstætt>

Billi bilaði, 2.10.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband