Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Að kenna öskubökkum að standa upp

Narconon4aPúkinn hefur aldrei skilið hvað veldur því að fólk fellur fyrir svona þvættingi.  Meðferð Narconon er óneitanlega óhefðbundin og virðist aðallega felast í því að gefa fíklum ofurskammta af B3 vítamíni, magnesíum og kalki og láta þá sitja klukkutímum saman í gufubaði.

Einnig felur meðferðin í sér ýmsar æfingar, en ein þeirra (TR8) felst í því að sjúklingarnir skipa öskubakka að standa upp og setjast síðan aftur og þakka öskubakkanum síðan fyrir eins hátt og þeir geta.

Púkinn er nú enginn sérfræðingur á sviði fíkniefnameðferðar, en hann fær nú samt ekki alveg séð samhengið.

Fullyrðiingar þeirra um 80% árangur virðast einnig vafasamar - eina raunverulega rannsóknin sem hefur verið framkvæmd af óháðum aðila sýndi 6.6% árangur meðferðarinnar - mun lægra en sá 20-30% árangur sem telst gjarnan nást með hefðbundari meðferðum.

Það sem Púkanum finnst reyndar furðulegast af öllu er að sumir þeirra sem gagnrýna Narconon og vísindakirkjuna sem háværast eru meðlimir trúarsamtaka, sem sumir hverjir bjóða upp á sínar eigin "óhefðbundu" meðferðir gegn sama vandamáli.  Það er þetta með steinana og glerhúsin...


mbl.is Travolta segir að Vísindakirkjan hefði getað komið Önnu Nicole til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboð frá Guði? Nei, takk!

godmsgEstrella Benavides er (að eigin sögn) í beinu sambandi við Guð, sem talar við hana í gegnum styttu í kirkjunni hennar.

Hennar hlutverk er síðan að breiða út boðskapinn til annarra, en það gerir hún annars vegar í gegnum hátalara á þaki bílsins síns, en hins vegar með því að skrifa skilaboðin á húsið sitt.

Bæjaryfirvöldum í San Mateo í Kaliforníu er ekki skemmt, þar sem þeir telja hana vera að brjóta lög um hámarksstærð auglýsingaskilta.

Þau hafa því skipað henni að fjarlægja skilaboðin af þaki hússins, að viðlögðum 50 dollara dagsektum.  Neiti hún að fjarlægja skilaboðin eða greiða dagsektirnar hafa þau sagst munu höfða mál gegn henni.

Estrellu er ekki skemmt heldur og telur skipunina stríða gegn málfrelsi hennar.

Og skilaboðin frá Guði?  Jú, þau virðast aðallega snúast um eitthvað samsæri stjórnvalda. 


Þer sem risaeðlur og biblían mætast

dinolandKent Hovind, einnig þekktur sem "Dr. Dino" er stofnandi "Creation Science Evangelism" og "Dinosaur Adventure Land".  Samtök hans framleiða einnig kennsluefni handa foreldrum sem taka börn sín úr skóla, ef þau vilja ekki að börnin læri um hluti eins og þróun lífs, eða heyri "guðlausan" boðskap eins og að jörðin sé eldri en sex þúsind ára.

Kent Howind er nefnilega einn af þeim sem trúir því að hvert einasta orð í Biblíunni sé bókstaflega satt og hann er einn af áhrifamestu mönnunum í þessum hópi.

Honum virðist reyndar hafa yfirsést smávegis - það var þetta með sjöunda boðorðið.

Kent Hovind var nefnilega dæmdur á föstudaginn í 10 ára fangelsi fyrir skattsvik og til að greiða 640.000 dollara.

Púkinn gat ekki annað en glott - svona eins og þegar hann heyrði af prestinum sem stal kirkju.


Auga fyrir auga

palestinePúkanum finnst í senn hlálegt og dapurlegt að Ísraelsríki skuli fordæma Palestínumenn miðað við hvernig þeirra eigin afrekaskrá er - hernám sem brýtur gegn alþjóðalögum, ólöglegar landnemabyggðir, skipulögð barátta til að brjóta niður innviði samfélags Palestínumanna, árásir á íbuðarhverfi (sem væru kölluð hryðjuverk ef einhver annar ætti í hlut) og fleira í svipuðum dúr, svo ekki sé nú minnst á hryðjuverk Ísraelsmanna gegn Bretum fyrir 60 árum síðan.

Ísraelsmenn komast nefnilega upp með hvað sem er, meðan Bandaríkin beita neitunarvaldi sínu í Öruggisráðinu til að stöðva hverja einustu tilraun til að fordæma hegðun Ísraelsmanna. 

Púkanum finnst einng dapurlegt að hér á Íslandi skuli vera til samtök sem styðja ofbeldisstefnu Ísraelsmanna.

Nú er Púkinn ekki að segja að hann sé stuðningsmaður Palestínumanna, enda eru þeirra aðferðir engu betri og þeir eiga sína stuðningsmenn hér sem vilja berjast gegn Ísraelsríki á hvaða hátt sem er.

Nei, Púkinn er þeirrar skoðunar að báðir aðilar séu of fastir í þeim úrelta hugsunarhætti semn einkennist af orðunum "Auga fyrir auga, tönn fyir tönn." 

Því miður sér Púkinn enga von um að þetta breytist á næstunni.


mbl.is Olmert: Samstaða um að hundsa Palestínustjórn sem virðir ekki samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer fyrir okkur eins og risaeðlunum?

180px-Asteroidimpact16 mars, 2880.  Það er dagurinn þar sem loftsteinninn (29075) 1950 DA mun (hugsanlega) rekast á Jörðina.

Sem stendur er umræddur loftsteinn sá sem er líklegastur til að valda árekstri, en annar dagur sem fólk gæti merkt við á dagatalinu sínu er 13. apríl 2036, þegar (99942) Apophis hefur 1:45.000 líkur á að rekast á Jörðina.

Púkinn ætlar svo sem ekki að gera lítið úr afleiðingum sem árekstur loftsteins gæti haft fyrir jörðina og mannkynið, en honum finnst nú að það séu ýmsar aðrar ógnir sem eru meira aðkallandi.


mbl.is Stefnt að sameiginlegri viðbragðsáætlun við loftsteinaárekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð er í kjallaranum og heldur þræla

slaveGuð er fundinn.  Hann heitir Glenn Marcus, 53 ára, og býr í kjallara í húsi foreldra sinna þar sem hann selur myndasögublöð.

Já - og hann hefur líka nokkra BDSM þræla, konur sem hann kallar nöfnum eins og "Doggie", "Nameless" og  "Robot".  Þrælarnir kalla hann hins vegar "God".

Glenn Marcus er nú fyrir rétti, en réttarhöldin snúast að miklu leyti um það hvort samband hans og þrælanna byggðist á upplýstu samþykki þeirra eða ekki.

Það skal tekið fram að hann hélt konunum ekki föngnum.  Þær komu og fóru eins og þær vildu - komu till að láta niðurlægja sig og pína á undarlegasta hátt.

Púkanum finnst mannfólk skrýtin dýrategund og stundum skilur hann það alls ekki.  Honum finnst til dæmis undarlegt að femínistar mótmæli ekki hóteli sem gerir út á S&M markaðinn og útbýr sérstakar handjárnafestingar á rúmin, en ætli alveg að ærast yfir hóteli sem hýsir hóp fólks sem kemur hér og ætlar að fara í Bláa lónið, skoða Geysi og kynna sér skemmtanalíf Reykjavíkur.


Prestur stelur kirkju - og skrifar bók

radicÞað eru ekki bara harðir trúleysingjar sem tala um presta sem svikahrappa - það gera einnig sóknarbörn First Congregational Church í bænum Ripon í Kaliforníu.

Séra Randall Radic falsaði skjöl sem gáfu honum eignarhald yfir kirkjunni og prestsetrinu og fékk fjórtán milljón króna lán út á það.  Síðan seldi hann eignirnar fyrir rúmar 35 milljónir króna.

Peningana notaði hann síðan meðal annars til að kaupa sér nýjan BMW.

Presturinn sat inni í sex mánuði, en er nú laus og stefnir að því að gefa út bók um málið.  Hann segist hafa gert tæknileg mistök, en í ófullkomum heimi geri menn ófullkomna hluti.

Söfnuðurinn hefur náð kirkjunni aftur, en málaferli standa enn yfir vegna prestsetursins.  Nýi presturinn þeirra býr á meðan í hjólhýsi. 

Bók prestsins má finna hér en von er á fleiri bókum frá honum, þar á meðal væntanlegri metsölubók um svikamálið.  Púkinn mælir ekki með þessum bókum undir nokkrum kringumstæðum.


Leðurólar og sveittir, naktir karlmenn

lupercaliaBlóma, konfekt- og hjálpartækjasalar fagna væntanlega auknum vinsældum Valentínusardagsins á Íslandi.

Púkinn er nú sjálfur frekar hlyntur hinum íslensku konu- og bóndadögum, en í tilefni Valentínusardagsins finnst Púkanum viðeigandi að rifja upp uppruna hans.

Í Róm var til forna haldinn hátíðlegur hin svonefnda Lupercalia hátíð 15. febrúar, en tilgangur hennar var að bægja frá illum öndum og tryggja frjósemi.

Þessi hátíð fólst í því að tveimur geithöfrum og hundi var slátrað, og blóði þeirra síðan smurt á unga karlmenn.  Síðan voru ólar skornar úr skinni geitanna og karlmennirnir hlupu naktir um götur borgarinnar, sveiflandi ólunum.

Konur og stúlkur stilltu sér upp meðfram hlaupaleiðinni og reyndu að verða fyrir höggum ólanna, en það átti að tryggja frjósemi.

Púkinn ætlar ekkert að fullyrða um hvort það að vera slegnar með skinnólum af blóðugum, nöktum og sveittum karlmönnum hefur örvandi áhrif á konur, en svo mikið er víst að hátíðin lifði allt til ársisns 494 í Róm.

Árið 496 var Valentínusardagurinn tekinn upp þann 14. febrúar og leðurólunum var skipt út fyrir blóm og konfekt - að minnsta kosti í flestum tilvikum.

Púkinn lætur öðrum eftir að meta það hvort sveittu, nöktu karlmennirnir hafi horfið líka. 


"Vitræn" hönnun

bush_intelligent_designPúkinn lenti einu sinni í rökræðum við aðila sem trúði á "vitræna hönnun", en sá endurtók öll þessi venjulegu "rök" eins og "hálft auga er gagnslaust, þannig að það getur ekki hafa þróast í skrefum, svo það hlýtur að hafa verið hannað."

Að ræðunni lokinni kinkaði Púkinn kolli og samþykkti að þetta væri augljóst - það færi ekki á milli mála að við jarðarbúar værum afrakstur geimvera sem hefðu verið að gera tilraunir með að breyta DNA okkar síðustu ármilljónirnar.

Viðkomandi brá svolítið við þetta svar og reyndi að malda í móinn - reyndi að sýna fram á hönnunin væri að sjálfsöðu verk "Guðs", en ekki einhverra geimvera með brenglað skopskyn.

Það vildi hins vegar svo til að púkinn hafði nýverið lesið þvættingbók sem nefnist "The 12th planet" eftir Zecharia Stichin, þar sem sú "kenning" er rökstudd að Homa Sapiens sé qfrakstur erfðabreytinga af hendi geimvera (að svo miklu marki sem hægt er að rökstyðja þvílíkt bull), þannig að Púkinn dengdi nú fram allri þeirri vitleysu og þakkaði vitsmunahönnuðartrúboðanum fyrir öll þau viðbótarrök sem hann hafði fært fram fyrir geimverukenningunni.

Við þessu átti hann ekkert svar og gafst loksins upp.

Æ, já - hver sú kenning um hönnun sem endar í tilurð George W. Bush getur nú reyndar varla talist mjög "vitræn", eða hvað? 


mbl.is Þróunarkenningin aftur kennd í grunnskólum í Kansas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk er fífl

Púkinn komst fyrir löngu að því að fólk væri fífl, þannig að hann er bara feginn að vera lítið blátt kríli sem enginn tekur alvarlega.

Áður en menn hlaupa upp og gagnrýna hindúa (sem segjast reyndar fyrst og fremst vera að berjast gegn vestrænum menningaráhrifum, en ekki trúaráhrifum). ættu menn kannski að líta sér nær.

Eru Vesturlandabúar eitthvað skárri þegar að því kemur að berjast gegn framandi menningaráhrifum?

Það sem er hinsvegar nýtt í þessu ákveðna tilviki er að lýsa baráttuaðferðunum fyrirfram - það er einfalt og blátt áfram að berja fólk í klessu, en venjulega þegja menn um þær fyrirætlanir sínar þangað til á hólminn er komið.

Púkanum finnst það alltaf dapurlegt þegar fólk er ekki tilbúið að umbera hegðun annarra, þegar sú hegðun veldur engum skaða, en, eins og Púkinn hefur sagt bæði hér og hér...

Fólk er fífl


mbl.is Harðlínu hindúar hóta pörum barsmíðum á Valentínusardaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband