Gjaldmiðill eða ekki?

 

Púkanum finnst nú hálfge10kronurrð mótsögn í því sem Seðlabankinn segir.

Annars vegar segja þeir að Bitcoin og Aurauracoin séu ekki gjaldmiðlar í skilningi íslenskra laga, en hins vegar bendir bankinn á að hann hafi einkarétt á útgáfu gjaldmiðla.....en ef þetta eru ekki gjaldmiðlar, þá....?

Ekki svo að skilja - það eru góðar líkur á að þetta dæmi hrynji eins og spilaborg á endanum, þannig að Púkinn myndi nú ráðleggja fólki að fara varlega, en það kemur ástæðum seðlabankans ekkert við.


mbl.is Vara við notkun sýndarfjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Flotkrónan er eitthvert versta dæmi í heimi um sýndarpening (fial money).

Seðlabankinn ætti að hafa vit á að þegja, þegar fólk ræðir um peningastefnu fyrir Ísland.

Okkar bezta úrræði í þröngri stöðu, sem alfarið er að kenna torgreindu peningastefnu (discretionary monetary policy) Seðlabankans, er að leggja Seðlabankann niður og taka upp fastgengi undir stjórn myntráðs.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 19.3.2014 kl. 17:39

2 identicon

Misskilningurinn er sá að peningar þurfa ekki endilega að vera prentaðir á pappír eða slegnir í málm. Besta dǽmið er hvernig fjármunir skipta um hendur hjá okkur Íslendingum, við notum aðallega greiðslukort og færslur í heimabönkum og á bak við það eru  færslur í tölvukerfum reiknistofu bankanna. Við erum nánast hætt að nota seðla og mynt og það liggur óhreyft í bönkum. þetta er fyrst og fremst spurning um hver myndi halda utan um sýndarmynt, væru það þjóðríki eða eitthvað stjórnleysis fyrirbæri eins og bitcoin?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 21:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru rafeindamynstur (innstæður) sem einkafyrirtæki búa til í tölvukerfum sínum, peningar?

Verða pappírsmiðar að peningum við það eitt að einhver prentar á þá fagurlitaðar myndir?

En hvað með gullstangir, eru það peningar? (Viltu bera eina slíka út í bakarí til að kaupa brauð?)

 Kristján. Tilgangurinn með Bitcoin er einmitt að enginn "haldi utan um hana". Ástæðan fyrir því er að fyrir tilkomu Bitcoin var "haldið utan um " alla gjaldmiðla af seðlabönkum og ríkisstjórnum. Reynslan af því fyrirkomulagi hefur verið skelfileg. Það eina sem "heldur utan um" Bitcoin eru óhagganlegur stærðfræðireglur sem eru ekki á valdi manna að breyta, hvorki til góðs né ills. Þetta þýðir að það er ekki hægt að gengisfella Bitcoin með peningaprentun ("utanumhaldi" seðlabankanna manstu?) og það er hennar stærsti kostur. Fyrir utan auðvitað nafnleysið sem er ekki hægt að fá í bönkum en allar upplýsingar sem í gegnum þá fara eru sigtaðar í gegnum njónsvélar bandarískra stjórnvalda samkvæmt alþjóðlegu "samkomulagi" þar að lútandi, sem var þó aldrei borið undir okkur til samþykkis heldur erum við álitin peningaþvættarar og terroristar uns sakleysi er sannað.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2014 kl. 21:15

4 identicon

Góð grein hjá Guðmundur, auðvitað er þetta þannig vaxið að stjórmálamennir líta allt hornauga sem þeir geta ekki verið með puttana í , þegar ég segi "stjórnleysis" þá á ég ekki endilega við að reki bara sína leið, heldur að það lúti einhverjum þeim lögmálum sem því eru sett í upphafi en pólítíkusar og aðrir geti  engin áhrif haft fyrirbærið. Stóra Bróður honun mislíkar auðvitað svona fyrirbæri af því að hann getur ekki fylgst með. svo er spurningin hvort þetta eigi eftir að víkkast út, menn fari að útfæra áskorun Manning að þróa dulkóðun samskipta fyrir almenning.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband