Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Málfarið í fréttum mbl.is

Það liggur við að Púkinn fái verki við að lesa sumt af því sem er skrifað á mbl.is. Skopum t.d. nokkur dæmi úr þeirri grein sem þessi bloggfærsla tengist.

"Hann til Danmerkur sl. föstudag."

Hér vantar orðið fór.

"E-töflurnar fundust í íbúð þar sem Íslendingurinn dvaldi í."

Hér átti væntanlega að standa "íbúð þar sem Íslendingurinn dvaldi" eða "íbúð sem Íslendingurinn dvaldi í".

"Á sama tíma handtók lögregla höfuðborgarsvæðisins 26 ára gamlan íslenska karlmanna við komuna til Íslands með flugi frá Kaupmannahöfn."

Hér átti væntanlega að standa "íslenskan karlmann".

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Púkinn rekur augun í hroðvirknislega unninn texta á mbl.is, en því miður virðist svona dæmum fara fjölgandi.


mbl.is Lögreglusamvinna til fyrirmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendar sjónvarpsáskriftir á Íslandi

sky.jpgHér á Íslandi eru margir áskrifendur Sky gervihnattaþjónustunnar - áskrifendur að nýjustu þáttunum, kvikmyndunum og íþróttaviðburðunum, en lagaleg staða þessa sjónvarpsgláps hefur verið nokkuð óviss.

Þessi tæki eru seld hér á landi, en notendurnir verða að fara krókaleiðir til að kaupa áskriftina.

Ennfremur hafa einhverjir haldið því fram að þetta sjónvarpsgláp sé í rauninni lögbrot - þeir sem vilja horfa á þetta efni megi ekki gera það í gegnum breskar stöðvar, heldur verði að kaupa sér aðgang í gegnum rétta aðila á íslandi - Stöð 2 eða aðra.

Púkinn veltir hins vegar fyrir sér hvort þessi dómur hafi ekki ákveðið fordæmisgildi - ef Bretar mega kaupa sér þjónustu frá Grikklandi, mega Íslendingar þá ekki kaupa sams konar þjónustu frá Bretum?

Púkinn er ekki lögfræðingur og ætlar ekki að fullyrða neitt um þetta...en það má velta þessu fyrir sér.


mbl.is Mega kaupa ódýrari áskrift að enska boltanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband