Færsluflokkur: Ljóð

Mikill er máttur trúarinnar....eða þannig

manwithoutfaceÞegar Jose Mestre var á unglingsaldri fékk hann æxli á neðri vör.  Það hefði verið tiltölulega auðvelt að fjarlægja það með einfaldri skurðaðgerð, en trúin kom í veg fyrir það - slíkt kom ekki til greina að mati móður hans, sem ól hann upp samkvæmt ströngustu túlkunum Votta Jehóva, því skurðaðgerð hefði hugsanlega krafist blóðgjafar.

Nú, 40 árum síðar er andlitið á Jose orðið eins og hægri myndin sýnir og enn hafnar hann hefðbundinni skurðagerð af trúarlegum ástæðum.

Já, mikill er máttur trúarinnar - að einhver skuli hennar vegna frekar kjósa að eyða lífinu á þennan hátt, afmyndaður, atvinnulaus, konulaus og vinafár, frekar en að þiggja einfalda læknisaðgerð sem hefði lagað vandamálið.  Jafnvel þrýstingur frá systkinum hans hefur ekki dugað, en þau hafa flúið söfnuðinn.

Ástand Jose gæti þó lagast á næstunni, því læknir í Bretlandi hefur boðist til að beita aðferð sem felur í sér notkun á hátíðnihljóðbylgjum til að koma í veg fyrir blæðingar, þannig að blóðgjöf yrði ekki nauðsynleg.

Sjá nánar hér.


Næturgisting fyrir pör ... í IKEA

ikeaAf einhverjum ástæðum leiðist mörgum karlmönnum að versla með konum sínum.  Nú hefur IKEA ákveðið að gera átak í því að fá eiginmenn og unnusta til að tengja ferðir í IKEA við  ánægju, þar sem pörum er boðið upp á ókeypis næturgistingu í einhverju af þeim fjölmörgu rúmum sem eru til sýnis og sölu í versluninni.

Einnig eru tvær máltíðir innifaldar.  Þetta mun eiga sér stað 23. nóvember í IKEA versluninni í Gentofte.

Púkinn hefur ekki fregnað hvort til standi að endurtaka leikinn hér á Íslandi. Nánari upplýsingar, auk mynda af rúmunum má sjá hér.

Efter denne aften og nat vil han elske IKEA. Og du får det nemmere i fremtiden, når du skal have din mand med i IKEA.


Af kaffimálum

smart-lidPúkinn er þeirrar skoðunar að til þess að brenna sig á kaffinu sínu þurfi fólk annað hvort að vera óheppið eða heimskt.  Það á ekki að þurfa að segja fólki að heitt kaffi sé HEITT.

Bandarískt fyrirtæki er ekki alveg á sama máli og hefur hafið framleiðslu á loki á kaffimál - loki sem er þess eðlið að það breytir um lit eftir hitastigi kaffisins.

Sem sagt, ef lokið er rautt, þá er kaffið heitt.   Púkinn getur nú ekki að því gert að hann veltir fyrir sér hvort þeir sem á annað borð eru líklegir til að brenna sig á kaffinu sínu séu ekki alveg jafn líklegir til þess hvort sem kaffimálið er með rauðu eða brúnu loki.

Hvað um það - lokið er selt undir nafninu "Smart-Lid" - og væntanlega beint að fólki sem er ekkert voðalega...."smart".


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband