Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Þer sem risaeðlur og biblían mætast

dinolandKent Hovind, einnig þekktur sem "Dr. Dino" er stofnandi "Creation Science Evangelism" og "Dinosaur Adventure Land".  Samtök hans framleiða einnig kennsluefni handa foreldrum sem taka börn sín úr skóla, ef þau vilja ekki að börnin læri um hluti eins og þróun lífs, eða heyri "guðlausan" boðskap eins og að jörðin sé eldri en sex þúsind ára.

Kent Howind er nefnilega einn af þeim sem trúir því að hvert einasta orð í Biblíunni sé bókstaflega satt og hann er einn af áhrifamestu mönnunum í þessum hópi.

Honum virðist reyndar hafa yfirsést smávegis - það var þetta með sjöunda boðorðið.

Kent Hovind var nefnilega dæmdur á föstudaginn í 10 ára fangelsi fyrir skattsvik og til að greiða 640.000 dollara.

Púkinn gat ekki annað en glott - svona eins og þegar hann heyrði af prestinum sem stal kirkju.


Ekki eru allar rafhlöður eins

nicadPúkanum finnst það gott mál að gert sé átak í því að  safna saman ónýtum rafhlöðum, en saknar þess svolítið að ekki sé minnst á það að ekki eru allar rafhlöður jafn slæmar.

Nikkel-Kadmíum endurhlaðanlegar rafhlöður eru mjög slæmar hvað mengun varðar, en þeim fer sem betur fer fækkandi, þar sem Nikkelmálmhýdríð rafhlöður eru að koma í stað þeirra.  Þar sem þessar rafhlöður eru endurhlaðanlegar er líftími þeirra hins vegar mjög langur.

Kvikasilfursoxíðsrafhlöður eru jafnvel enn verri, en þær voru mjög útbreiddar í myndavélum fyrir nokkrum áratugum.  Þar sem bannað er að framleiða þær eða selja í mörgum löndum hefur notkun þeirra hins vegar minnkað verulega.

Rafhlöður sem innihalda liþíum, zink eða silfur (en það eru flestar þær litlu rafhlöður sem eru til að mynda notaðar í myndavélum) eru einnig mengunarvaldar, en ekki eins slæmar og þær fyrrnefndu.

Venjulegar "alkaline" rafhlöður eru hins vegar illskástar, enda innihalda þær ekki eitruð efni í sama mæli og fyrri tegundirnar.

Blýrafgeymar af öllum stærðum eru síðan alveg sérstakur kafli út af fyrir sig. 


mbl.is Hvetja til þess að ónýtum rafhlöðum verði skilað til úrvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer fyrir okkur eins og risaeðlunum?

180px-Asteroidimpact16 mars, 2880.  Það er dagurinn þar sem loftsteinninn (29075) 1950 DA mun (hugsanlega) rekast á Jörðina.

Sem stendur er umræddur loftsteinn sá sem er líklegastur til að valda árekstri, en annar dagur sem fólk gæti merkt við á dagatalinu sínu er 13. apríl 2036, þegar (99942) Apophis hefur 1:45.000 líkur á að rekast á Jörðina.

Púkinn ætlar svo sem ekki að gera lítið úr afleiðingum sem árekstur loftsteins gæti haft fyrir jörðina og mannkynið, en honum finnst nú að það séu ýmsar aðrar ógnir sem eru meira aðkallandi.


mbl.is Stefnt að sameiginlegri viðbragðsáætlun við loftsteinaárekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stytting menntaskólanáms

"..stefnt að því að þeir nemendur sem það geta og vilja geti lokið námi á 2-3 árum..." Þetta er í sjálfu sér gott og blessað, en bara ekkert nýtt.

Þeir nemendur sem það vilja og geta hafa átt þess kost í fjölda ára að ljúka námi á styttri tíma en aðrir.  Þegar Púkinn var sjálfur í menntaskóla fyrir aldarfjórðungi síðan var í boði möguleiki að ljúka menntaskólanámi á 5 önnum, eða tveimur og hálfu ári.  Púkinn nýtti sér einmitt þann möguleika og væntanlega einhverjir fleiri.  Að auki hafa allmargir nemendur lokið námi á þremur árum í þeim menntaskólum sem bjóða upp á áfangakerfi.hradbraut

Nú síðustu árun hefur Menntaskólinn Hraðbraut boðið upp á stúdentsnám á tveimur árum fyrir þá sem það  "geta og vilja".  Það geta ekki allir lokið námi á þessum hraða, en Púkinn er eindregið hlyntur auknum sveigjanleika í þessum málum.

Púkinn veltir því hins vegar fyrir sér hvort ætlunin sé að þvinga þá menntaskóla sem hafa boðið upp á "hefðbundið" bekkjarkerfi til að taka upp áfangakerfi í einni eða annarri mynd, enda er mun auðveldara að auka sveigjanleikann í áfangakerfi.

Það er einnig mjög jákvætt að horfið skuli hafa verið frá þeirri hugmynd að stytta allt menntaskólanám samtímis um eitt ár, því það hefði geta leitt til meiri fjölda nýstúdenta en háskólarnir réðu við.

 


mbl.is Segir hættu sem steðjaði að framhaldsskólum liðna hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Vitræn" hönnun

bush_intelligent_designPúkinn lenti einu sinni í rökræðum við aðila sem trúði á "vitræna hönnun", en sá endurtók öll þessi venjulegu "rök" eins og "hálft auga er gagnslaust, þannig að það getur ekki hafa þróast í skrefum, svo það hlýtur að hafa verið hannað."

Að ræðunni lokinni kinkaði Púkinn kolli og samþykkti að þetta væri augljóst - það færi ekki á milli mála að við jarðarbúar værum afrakstur geimvera sem hefðu verið að gera tilraunir með að breyta DNA okkar síðustu ármilljónirnar.

Viðkomandi brá svolítið við þetta svar og reyndi að malda í móinn - reyndi að sýna fram á hönnunin væri að sjálfsöðu verk "Guðs", en ekki einhverra geimvera með brenglað skopskyn.

Það vildi hins vegar svo til að púkinn hafði nýverið lesið þvættingbók sem nefnist "The 12th planet" eftir Zecharia Stichin, þar sem sú "kenning" er rökstudd að Homa Sapiens sé qfrakstur erfðabreytinga af hendi geimvera (að svo miklu marki sem hægt er að rökstyðja þvílíkt bull), þannig að Púkinn dengdi nú fram allri þeirri vitleysu og þakkaði vitsmunahönnuðartrúboðanum fyrir öll þau viðbótarrök sem hann hafði fært fram fyrir geimverukenningunni.

Við þessu átti hann ekkert svar og gafst loksins upp.

Æ, já - hver sú kenning um hönnun sem endar í tilurð George W. Bush getur nú reyndar varla talist mjög "vitræn", eða hvað? 


mbl.is Þróunarkenningin aftur kennd í grunnskólum í Kansas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

(Ekki svo) góðir kennarar?

TeachingGrunnskólakennarar njóta ákveðinna forréttinda umfram margar aðrar stéttir. Það virðist skipta ósköp litlu máli hversu góðir þeir eru í raun í starfi sínu.  Frami þeirra og launahækkanir virðist fyrst og fremst ráðast af starfsaldri og ýmsu öðru, en ekki því sem Púkanum finnst í rauninni mestu máli skipta - hversu góðir kennarar þeir eru.

Tveir kennarar geta haft sömu menntun, og sömu starfsreynslu, en annar getur kveikt áhuga hvers árgangsins eftir annan á viðfangsefninu, meðan hinum tekst að drepa niður allan námsáhuga nemendanna.  Samt myndu þessir tveir kennarar hafa sömu laun að öllu óbreyttu.

Púkinn var svo heppinn að hafa nokkra góða kennara á sínum námsárum, en inn á milli voru aðrir sem voru þannig að Púkinn hugsar enn í dag til "kennslu" þeirra með hryllingi.

Í dag á Púkinn lítinn púkaunga sem stundar grunnskólanám og svo virðist sem staðan sé lítið breytt.

Púkinn vill gott menntakerfi og er tilbúinn að greiða sinn skerf til samfélagsins til að stuðla að því, en launahækkanir yfir línuna til kennara er að mati Púkans ekki rétta leiðin til að bæta kerfið.  

Almennir grunnskólakennarar virðast hins vegar hafa næsta lítinn áhuga á því að skoða kerfi sem umbunar þeim kennurum sem standa sig best.

Er eina lausnin að starfrækja einkaskóla sem geta gert auknar kröfur til frammistöðu kennara? 


En hvað með geimfarana?

DNA3Fræ og frjókorn sem send eru út í geim verða fyrir geislun, sem veldur handahófskenndum stökkbreytingum.

Í einhverjum tilvikum veldur þetta eyðileggingu, en í öðrum tilvikum gætu á endanum sprottið upp plöntur með áhugaverðum eiginleikum.

Það að setja fræ og frjókorn í umhverfi með hárri geislun jafngildir í raun því að "þróunarklukkan" gangi hraðar - tölfræðilega séð hefðu sömu stökkbreytingar getað átt sér stað niðri á jörðinni, en líkurnar eru bara minni.

Flestar slíkar stökkbreytingar eru að sjálfsögðu skaðlegar, en menn geta leyft sér það þegar um fræ eða frjókorn er að ræða og vonast bara til að inn á milli sprettuupp áhugaverðar plöntur.

En hvað með geimfarana?

Dánartíðni geimfara er hærri en samanburðarhópa, en það er aðallega vegna slysa, ekki krabbameins af völdum geislunar, eins og halda mætti.  Ég veit ekki hvort rannsóknir hafa sýnt aukna tíðni erfðagalla hjá börnum geimfara, en hins vegar er ljóst að öll áhætta vegna geislunar vex í lengri ferðum og er það eitt þeirra vandamála sem menn velta fyrir sér varðandi mögulegar ferðir til Mars.


mbl.is „Geimkartöflur“ nýjasta æðið í Sjanghæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spænska eyðimörkin

topless2006Púkinn er hrifinn af Spáni, spænskum mat og því sem fylgir ferðum á spænskar sólarstrendur.  Hins vergar er ekki hjá því komist að hugleiða hvaða áhrif umrædd hitastigshækkun muni hafa á spænskan ferðamannaiðnað.  

Munu ferðamenn flýja Spán?  Verða sólarstrendur framtíðarinnar á Englandi og Danmörku? Munu Spánverjar sjálfir flýja hitasvækju hásumarsins og fara til Íslands?

Myndast markaðstækifæri til að selja grilluðum Spánverjum jöklaferðir um hásumarið, svo þeir geti kælt sig aðeins niður - meðan eitthvað er eftir af íslensku jöklunum að minnsta kosti?


mbl.is Spá fjögurra til sjö gráðu hækkun hitastigs á Spáni á öldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur

Þessi frétt um að tíðni einhverfu væri mun hærri en áður hefur verið talið virðist bara misskilningur: sjá þennan hlekk

mbl.is Einhverfa algengari meðal bandarískra barna en talið hefur verið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband