Færsluflokkur: Íþróttir
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Reiðhjólastígar eru fín bílastæði
Púkinn er ekki mikill hjólreiðamaður, en það er nú að hluta vegna þess að venjulega er hundur Púkans með í för og hundar og hjól fara ekki alltaf vel saman.
Hvað um það - á ferð sinni milli heimilis og vinnustaðar liggur leið Púkans um Lönguhlíð, en meðfram þeirri götu er einn af fáum raunverulegum hjólreiðastígum borgarinnar. Það virðist hins vegar regla frekar en undantekning að bílum sé lagt á hjólreiðastíginn - oft sömu bílunum. Púkinn hefur til dæmis oft rekið augun í rautt bílkríli sem er reglulega lagt þar og alltaf á sama stað.
Nú skilur Púkinn ekki hvers vegna Reykjavíkurborg er að þykjast bjóða upp á hjólreiðastíga ef ekkert er gert til að hreinsa bíla af þeim - það hlýtur að vera hægt að sekta eigendur bílanna fyrir að leggja þeim á hjólreiðastígana í óleyfi.
Hvernig væri nú að stöðumælaverðir gerðu sér öðru hverju ferð eftir hjólreiðastígum borgarinnar og sektuðu þá bíla sem er lagt á þeim?
Hvað segja hjólreiðamenn eins og Kári Harðarson um þetta mál?
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
Að veiða svikahrapp
Samhliða fjölgun fjársvikapósta á netinu, þá fjölgar þeim sem stunda þá "íþróttagrein" að veiða svikahrappa - fá þá til að standa í stöðugum bréfaskriftum og beita þeirra eigin aðferðum gegn þeim. Svikahrapparnir gera jú út á græðgi annarra, en fórnarlömbin geta líka leikið þann leik.
Á vefnum má finna margar góðar sögur um slíkt, en sem dæmi um slíka má taka bréfaskriftir þar sem einhver vafasamur aðili í Nígeríu er að reyna að svíkja pening út úr Fred Flintstone og Wilmu konu hans. (sjá þennan hlekk), en það eru mörg önnur svipuð dæmi á Scamorama.com síðunni.
Hafi einhverjir hér á landi hug á að stunda svikahrappaveiðar, eru nokkrar reglur sem þarf að fylgja, en mikilvægast af öllu er að gefa ekki upp rétt nafn, símanúmer eða heimilisfang í bréfaskrifunum og helst senda póstinn frá órekjanlegu hotmail póstfangi eða öðru slíku - þetta eru glæpamenn og ef einhver ætlar að gera þá að fíflum er augljóslega ekki gott að þeir viti hver viðkomandi raunverulega er.
Ný hrina fjársvikatölvupósta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 24. mars 2007
Ælukeppnin mikla
Það er dapurlegt ef einu hæfileikar manna liggja á sviði drykkjuþols. Það er jafnvel enn dapurlegra að einhverjir fást til að gera sig að fíflum á almannafæri með því að taka þátt í kappdrykkjukeppni.
Púkinn vorkennir reyndar þeim sem þurfa að þrífa upp æluna á eftir, en uppákomur eins og þessar eru dæmi um það hvers vegna Púkinn skilur stundum ekki mannfólkið.
Nú svo er auðvitað möguleiki að menn drepi sig á þessu, annað hvort fljótlega ef þeir kafna í eigin ælu, eða fá áfengiseitrun, nú eða ef menn leggja ofneyslu áfengis á vana sinn, þá á lengri tíma með skorpulifur eða öðrum vandamálum.
Kannski eru þeir bara að gera genamengi þjóðarinnar greiða með því að fjarlægja sig á þann hátt úr því?
Getur leitt til dauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. mars 2007
Hestaat
Fyrr á öldum var hestaat stundað hér á landi. Þótt Íslendingar stundi það ekki lengur tíðkast það enn á nokkrum stöðum í heiminum, þar á meðal hjá MIao þjóðflokknum í Kína, en síðustu 500 árin hefur það verið fastur liður í sumarhátíð þeirra.
Dýraverndunarsamtök berjast gegn þessu, en Kínverjar láta sér fátt um finnast og er hestaat jafnvel liður í dagskrám margra ferðamanna.
Púkinn er lítið hrifinn af svona íþróttum, ekki frekar en nautaati, en honum finnst nú samt að frekar ætti að banna hnefaleika - þar eru þó menn að slasa hvern annan.
Svo er auðvitað alltaf spurning um hvort það ssé hræsni að berjast gegn svona íþróttum - en fara síðan og fá sér góða steik á eftir.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. mars 2007
Að lifa í fótbolta...
Sumir lifa fyrir fótbolta. Núna býðst þeim hið fullkomna fótboltahús, sem inniheldur lítinn eldhúskrók, rúm og sjónvarp.
Húsin eru framleitt af Kimidori Kenchiku fyrirtækinu í Japan og þau eru sögð skotheld og veita vörn gegn fellibyljum, jarðskjálftum, eldi og hryðjuverkaárásum.
Púkinn veltir hins vegar fyrir sér hvort Íbúðalánasjóður veiti 90% lán til kaupa á svona húsi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Líkamsrækt fyrir striplinga
Nú nefur Púkinn ekkert á móti striplingum, þótt hann hafi aldrei haft neina sérstaka þörf á að striplast á almannafæri.
Púkinn hefur heldur ekkert á móti líkamsræktarstöðvum - svo lengi sem hann er ekki neyddur til að fara þangað sjálfur.
Það sem Púkinn á hins vegar erfitt með að skilja er hvort þetta tvennt fari vel saman - það hlýtur að vera svolítið óþægilegt fyrir suma að hlaupa á hlaupabraut eða hamast á róðrarvél með allt dinglandi út í loftið, eða sveiflandi fram og aftur.
Þetta er reyndar ekki alveg nýtt. Hér á arum áður voru einhverir íslenskir góðborgarar sem stunduðu sínar Mullersæfingar naktir í Öskjuhlíðinni og annars staðar. Einnig munu sjálfsagt einhverjar nektarnýlendur bjóða upp á þessa þjónustu.
Púkinn setti enga mynd með þessari grein, en áhugasamir geta t.d. farið hingað.
Mikill áhugi á líkamsrækt fyrir nakta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Kafari eða rotta?
Það getur verið hættulegt að vera kafari. Á því fékk Joch Chessman að kenna, þegar hann var að synda í Smith River.
Einn af íbúunum við ána, William Roderick, taldi sig sjá stóra vatnarottu á sundi í ánni, náði í riffilinn sinn og skaut.
John Chessman liggur nú á sjúkrahúsi og er ástand hans sagt alvarlegt, en William Roderick er í vörlsu lögreglunnar.
Það fer ekki á milli mála - íþróttir eru hættulegar að mati Púkans, enda er hann óttalegur letipúki.
Þeir sem villja vita meira um kafararottuna geta skoðað fréttina hér.
Íþróttir | Breytt 13.2.2007 kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)