Færsluflokkur: Kvikmyndir
Laugardagur, 10. febrúar 2007
"Tom Cruise missile"
Púkanum finnst trúarbrögð manna frekar hlægileg, en misfyndin þó. Ein þau allra kostulegustu eru þau sem kennd eru við "Vísindakirkjuna" svokölluðu - söfnuðinn sem Tom Cruise, John Travolta og margir aðrir í Hollywood tilheyra...
...en einnig söfnuðinn þar sem fórnarlömbin þurfa að borga $380.000 fyrir að fá að láta hreinsa sig af andlegum sníkjudýrum og að fá vita allt um hverning mannkynið er komið af skeldýrum og um Xenu, drottnara vetrarbrautarinnar.
Hins vegar er það enginn brandari að ætla sér að berjast gegn þessum furðufuglum. Á því fékk Keith Henson að kenna. Fyrir sjö árum tók hann þátt í umræðu á alt.religion.scientology grúppunni þar sem einhverjir voru að grínast með "Tom Cruise Missile". Keith sagði að þau hefðu nákvæmni upp á nokkra metra.
Henn hefði betur látið það ósagt, þar sem han fékk á sig kæru fyir árás á trúarhópa sem varðar 6 mánaða fangelsi. Hann fluði til Kanada en sneri nýlega heim til Bandaríkjanna þar sem hann var handtekinn.
Já, brandarar um trúmál geta verið dýrkeyptir.
Áhugamönnum um þessa furðutrú er hér með bent á þessa vefslóð.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Anne Nicole Smith - sápuópera
Ef einhver hefði handritahöfundur hefði skrifað upp svona sögu og reynt að selja kvikmyndaframleiðenda hana, þá hefði honum verið sparkað út og sagt að vera ekki með svona fjarstæðukennt bull.
Svona söguþráður gæti einungis gengið í útslitinni sápuóperu eins og Leiðarljós (Guiding light), sem hefur gengið áratugum saman og engin man lengur hver hefur haldið fram hjá hverjum með hverjum.
Líf hennar var reyndar líkara sápuóperu en hversdagslegum raunveruleika - þar skiptust á hæðir og lægðir, en alltaf mátti ganga að því sem vísu að skrautlegt framhald yrði í næsta þætti.
Peningar, kynlíf, eiturlyf, dularfull mannslát - þessi sápuópera myndi vera bönnuð börnum.
Og, að sjálfsögðu eins og vera ber í slíkum þáttum, þá lýkur sögunni ekki við andlát aðalpersónunnar, heldur verða væntanlega málaferli í gangi árum saman, barnsfaðernismál, forræðisdeilur og erfðamál, svo ekki sé minnst á málaferli vegna kvikmyndaréttarins.
Franmhald í næsta þætti
Þrír segjast vera feður dóttur Önnu Nicole | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt 13.2.2007 kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)