Færsluflokkur: Spil og leikir
Sunnudagur, 11. mars 2007
Lottó og fátækt
Það er sjálfsagt að óska vinningshafa dagsins til hamingu, en hins vegar á Púkinn svolítið erfitt með að skilja þá sem taka þátt í Lottóinu, eða happdrættum yfirleitt.
Sér í lagi er þetta illskiljanlegt þegar um er að ræða fólk sem telur sig búa við kröpp kjör og tekur þátt í von um að bæta eigin hag, en ekki til að styðja aðstandendur happdrættisins.
Það er staðreynd að í heildina, til lengri tíma litið tapar fólk á því að taka þátt í happdrættum - meðaljóninn fær færri krónur til baka en hann leggur í þetta. Það er að vísu alltaf von um "stóra vinninginn", en líkurnar eru á móti því - að meðaltali tapar fólk fleiri krónum en það fær til baka.
Nei, fólk sem er að kvarta undan því að hafa of fáar krónur á milli handanna ætti að byrja á að skera niður óþarfa eins og happdrætti og reykingar - þá fyrst er hægt að taka mark á kvörtununum þeirra.
Einn fékk fimmfaldan lottópott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Tölvuleikjafíkn
Ef umhverfi tölvunnar þinnar er eins og þessi mynd sýnir, eru verulegar líkur á því að þú sért haldinn tölvufíkn á háu stigi.
Púkinn ætti að vita það, enda er ekki laust við að hann sé sjálfur haldinn þessum kvilla. Að minnsta kosti hefur hann eytt umtalsverðum tíma síðustu 27 árin fyrir framan tölvur að spila einhverja leiki.
Það er reyndar þannig að sum forrit eru líklegri en önnur til að fá notendur þeirra til að vanrækja allt annað, þar á meðal mannleg samskipti, og það hættulegasta af öllu eru stórir, vinsælir fjölnotendaleikir, sérstaklega þeir sem á einn eða annan hátt "refsa" notendunum fyrir að hætta að spila. World of Warcraft er best þekktur slíkra leikja hér á Vesturlöndum, en í sumum Asíulöndum, eins og S-Kóreu eru fjölmargir aðrir leikir sem eru álíka vanabindandi.
Sem stendur spilar Púkinn nú ekkert annað en FreeCell kapalinn á tölvunni sinni stöku sinnum, en hann þekkir þetta mál nægjanlega vel frá ýmsum hliðum til að fullyrða að sumir tölvuleikir geta orðið vanabindandi og notendur þeirra háðir þeim á sama hátt og einhverjum fíkniefnum.
Að aftengja tölvur fíkla skyndilega jafngildir því að setja dópista í "Cold Turkey" - sem ekki er endilega talin besta leiðin.
Heilsuhæli nokkurt í Amsterdam hefur boðið upp á meðferð gegn tölvuleikjafíkn og er unnt að fá nánari upplýsingar um það hér.
Stympingar vegna tölvunotkunar unglingspilts á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Hnefatafl
Púkinn er mikill áhugamaður um spil af ýmsum gerðum og á sennilega eitt stærsta safn borðspila hérlendis.
Eitt er það spil sem hefur lengi heillað Púkann en það er hnefataflið sem var spilað hér á landi uns skáklistin barst hingað.
Reglurnar um hnefataflið eru að vísu ekki algerlega ljósar, en þó hefur mönnum tekist að komat að nokkuð sennilegri niðurstöðu um þær.
Lykilatriðið hvað það varðar var lýsing í dagbók grasafræðingsins Carl von Línné frá ferð hans til Lapplands árið 1732, en þar rakst hann á tvo gamla menn sem voru að spila tablut. Einnig fannst handrit frá Wales, skrifað 1587 sem lýsti spilinu tawl-bwrdd. Með samanburði þessara tveggja heimilda og tilraunum, hafa menn fengið spil sem er vel spilahæft.
Púkinn mælir með hnefatafli fyrir alla spilaáhugamenn.