Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Eigingirni eða fáfræði?

vaccine.gifPúkinn veltir fyrir sér hvað sé eiginlega að þeim foreldrum sem ekki láta bólusetja börn sín....hvort vandamál þeirra sé eigingirni, fáfræði eða blanda af þessum þáttum.

Bólusetningar eru ekki með öllu hættulausar - flestar aukaverkanir eru meinlausar (til dæmis vægur hiti eða roði í húð kringum bólusetningarstaðinn).   Alvarlegri aukaverkanir eru þekktar, en þær eru oftast bundnar við einstaklinga með tiltekin, þekkt vandamál (til dæmis sjúklingar með ónýtt ónæmiskerfi, )

Samt, það eru dæmi um bráðaofnæmisköst eftir bólusetningar - samkvæmt CDC eru t.d. 11 dæmi um slíkt eftir MMR bólusetningu - ekki há tala, þegar litið er til þess að um yfir 70 milljónir einstaklinga hafa fengið MMR bólusetningu á sama tíma.  Áhættan er hverfandi, en samt er ekki hægt að segja að hún sé engin.

Sumir skýla sér bak við þessa áhættu þegar þeir hafna bólusetningu barna sinna - nokkuð sem Púkinn lítur á sem siðferðislega óréttlætanlega eigingirni. Viðkomandi foreldrar treysta því að aðrir láti bólusetja sín börn til að koma í veg fyrir faraldra og velta þannig áhættunni yfir á aðra. Viðkomandi skipta líka á áhættunni á að barnið verði fyrir hliðarverkunum af bólusetningu og áhættunni á að barnið verði alvarlega veikt af þeim sjúkdómum sem það er ekki bólusett fyrir.

Eigingirnin birtist líka í því að viðkomandi geta stofnað öðrum í hættu. Ef börn þeirra veikjast þá geta þau smitað einstaklinga sem ekki var hægt að bólusetja - börn sem eru of ung fyrir bólusetningu eða sjúklingar með bælt eða ónýtt ónæmiskerfi.  Aftur - þetta er ekkert annað en siðferðislega óréttlætanleg eigingirni.

Svo er það fáfræðin.

Það er til fólk sem trúir því statt og stöðugt að bólusetningar orsaki einhverfu.  Þessi saga átti uppruna sinn í grein sem Andrew Wakefield birti 1998.  Tíminn leiddi síðan í ljós gagnafölsun, hagsmunaárekstra og annað sem varð á endanum til þess að hann var sviptur lækningaleyfi sínu - en skaðinn var skeður.

Of margir hafa ekki fyrir því að kynna sér staðreyndir, heldur gleypa það hrátt sem "þekktir" einstaklingar eins og Jenny McCarthy eða Jim Carrey segja - einstaklingar sem skortir algerlega menntun eða sérfræðiþekkingu á þessu svið, en njóta athygli fjölmiðla.

Fáfræði getur verið hættuleg.

Sjá:

https://www.cdc.gov/mmwr/preview/mmwrhtml/00046738.htm

https://en.wikipedia.org/wiki/MMR_vaccine_controversy


mbl.is Mislingasmit um borð í flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóbaksfíklar og aðrir dópistar

quit-smoking-for-good.jpgSú tillaga hefur heyrst að skráðir sprautufíklar ættu að geta nálgast sitt dóp í apótekum eða sérstökum miðstöðvum - það myndi draga úr líkum á því að þeir fremdu afbrot til að fjármagna neysluna og sömuleiðis myndi svona kerfi draga úr gróðamöguleikum "venjulegra" dópsala.

Hugmyndin sé að fíklarnir séu skilgreindir sem sjúklingar - fyrst reynt að koma þeim í meðferð til að lækna þá af fíkninni, en ef það virkar ekki, þá séu þeir skráðir sem virkir fíklar, með sérstakan rétt til að fá sitt dóp frá opinberum aðilum.

 Púkanum heyrist að skoðun sumra sé að meðhöndla reykingafólk á þennan hátt - byrja á að skilgreina viðkomandi sem nikótínfíkla, sem þarfnist meðferðar, en gangi hún ekki upp, þá leyfist viðkomandi að kaupa sitt tóbak á viðeigandi stöðum.

Svona kerfi myndi jú væntanlega draga úr tóbaksneyslu, en Púkinn er ekki alveg viss um að það gangi upp.

Síðan er annað mál að sala tóbaks í apótekum er hreinlega óeðlileg - ef ástæða er til að takmarka söluna, væri þá ekki betra að færa hana inn í vínbúðirnar?

Það er hins vegar gott mál að stefna að því að koma í veg fyrir reykingar til lengri tíma litið - en þessi leið er ef til vill ekki sú besta.

Þróunin í þjóðfélaginu er jú sú að reykingafólki er útskúfað á mörgum stöðum og því er vorkennt af hinum, en eins og einhver sagði..."Reykingafólk er líka fólk - bara ekki eins lengi".


mbl.is Tóbak verði bara selt í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki lengur bara fyrir læknadætur...

cervarix.jpgPúkinn fagnar því að þessar bóluseningar séu nú að verða almennar.  Þetta bóluefni hefur að vísu verið í boði hérlendis í nokkur ár og allmargir foreldrar (þar á meðal Púkinn og frú Púki) hafa sent dætur sínar í bólusetningu um 12 ára aldurinn.

Púkanum var hins vegar sagt að flestar þærr stúlkur sem hafa fengið þetta bóluefni undanvarin ár hafi verið læknadætur - sem er í sjálfu sér ekki skrýtið - það má gera ráð fyrir því að foreldrar þeirra séu almennt meðvitaðri um hættuna af HPV og ávinninginn af bólusetningunni.

Þessar bólusetningar hafa hins vegar verið dýrar, en nú verður hins vegar breyting á fyrirkomulaginu og foreldrar þurfa ekki lengur að greiða kostnaðinn úr eigin vasa- þetta verður fyrir alla - ekki bara suma.

Gott mál.


mbl.is „Stúlkur hefja kynlíf 13 ára“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband