Hugleiðingar um forgangsröðun Samfylkingarinnar

samfylkingin.pngPúkanum finnst það dapurlegt að sumir ráðamanna þjóðarinnar skuli telja ESB umsóknina mikilvægasta málið í íslensku þjóðlífi. 

Púkanum finnst það jafnvel enn dapurlegra að stór hluti þjóðarinnar skuli hafa kosið svona ráðamenn yfir sig, en, eins og Lao Tzu sagði - "Sérhver þjóð fær þá ráðamenn sem hún á skilið".

Þetta ætti samt ekki að koma neinum á óvart - hér um árið þegar allt var að fara í kaldakol virtist Ingibjörg Sólrún jú telja mikilvægast að koma íslandi inn í Öryggisráðið - skítt með allt annað.

Já - það er eitthvað skrýtið við forgangsröðun Samfylkingarinnar.


mbl.is „Heilladagur fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Já, það er ekki ofsögum sagt.

Vendetta, 18.6.2010 kl. 13:29

2 Smámynd: Vendetta

Sagði Lao Tzu ekki líka: Það á aldrei að treysta krötum ?

Vendetta, 18.6.2010 kl. 13:31

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta eru landráð!

Sigurður Haraldsson, 21.6.2010 kl. 02:30

4 identicon

Ég er sammála þér að hluta, sorgleg staða í stjórnmálum þessa lands.  ESB ætti ekki að vera svona ofarlega á blaði ef það ætti upp til hópa að vera á blaði.  Það ættu að hringja viðvörunarbjöllur í sérhverjum kolli við þennan æðibunugang. 
Ef til vill fær sérhver þjóð þá ráðamenn sem hún á skilið, en ekki endilega vegna þess að hún kýs þá yfir sig, því oftar en ekki kjósa menn eitt og ráðamenn koma sér svo saman um ietthvað allt annað.  Auk þess eru búið að hanna kosningalögin þannig að við þrælarnir höfum ekkert um þetta að segja lengur.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband