Fimmtudagur, 24. júní 2010
Það ætti að rannsaka íslensku þjóðina.
Það er gott mál að rannsaka hvernig þessi uppákoma með gengisbundnu lánin gat eiginlega átt sér stað, en Púkanum finnst eiginlega meiri þörf á að rannsaka hvers vegna Íslendingar eru svo mikil fífl að kjósa yfir sig aftur og aftur gersamlega óhæfa ráðamenn.
Það má nefna Valgerði Sverrisdóttur sem dæmi - hún var ráðherra og ein þeirra rúmlega 30 þingmanna sem samþykktu á sínum tíma þau lög sem dómur Hæstaréttar byggði á.
Það hefði mátt halda að einhverja þessara þingmanna hefði mátt gruna að lánin stæðust ekki þau lög sem þeir samþykktu - en lét einhver þingmannanna þá skoðun í ljós?
Núna stígur Valgerður fram og segir að þetta hafi alltaf verið vitað - núna getur hún talað þegar afglöp hennar í starfi eru fyrnd og hún getur róleg tekið við þeim eftirlaunum sem henni eru greidd fyrir vel unnin störf....eða þannig.
Samt er sökin ekki að öllu leyti hennar - það voru jú íslenskir kjósendur sem kusu þá þingmenn sem settu þau lög sem á endanum rústuðu efnahagslífi þjóðarinnar. Það voru íslenskir kjósendur sem kusu þá þingmenn sem einkavinavæddu bankana, innleiddu athugasemdalaust evrópskar reglugerðir, lögðu Þjóðhagsstofnun niður, breyttu lögum um Seðlabankann, þannig að hann hálfneyddist til að hækka stöðugt vexti með alvarlegum afleiðingum, opnuðu á "hagkvæmari" íbúðalán og hömpuðu útrásarvíkingunum.
Það voru líka íslenskir kjósendur sem kusu þá stjórn sem nú situr - stjórnina sem átti að bjarga landinu úr þeim brunarústum sem fyrri stjórnir báru ábyrgð á, en hefur því miður valdið vonbrigðum, nánast frá fyrsta degi.
Eru íslenskir kjósendur upp til hópa fífl?
Vill rannsókn á gengislánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:41 | Facebook
Athugasemdir
Já við vorum það en ég held að við séum að lagast. Enda getur fjórflokkurinn kysst atkvæðin bless í næstu kosningum
Sigurður Sigurðsson, 24.6.2010 kl. 23:17
Það má einmitt þakka þessum "óhæfu" stjórnmálamönnum að lántakendur eru aðeins að ná rétti sínum gagnvart fjármagnseigendum. Það voru aftur á móti fífl sem kusu þessa mórona sem nú ríkja og hafa ítrekað tekið stöðu gegn almenningi og þar með heimilum landsins. Það grætur þá sennilega enginn þegar ábyrg stjórnvöld komast aftur til valda.
Kjartan Sigurgeirsson, 25.6.2010 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.