Bjarni vill styrkja fjórflokkaveldið

voteboxSvo Bjarni vill fjölga kjördæmum og fækka þingmönnum í hverju - jæja, það kemur engum á óvart, enda myndi slík breyting fyrst og fremst þjóna hagsmunum gömlu stóru flokkanna.

Átæða þessa er einföld.  Eftir því sem þingmönnunum fækkar þarf hærra atkvæðahlutfall til að ná kjördæmakjörnum mönnum inn á þing.

Ef öll kjördæmin væru t.d. með 4-5 þingmenn, væri næsta vonlaust fyrir framboð sem væri t.d. með 10% fylgi í öllum kjördæmum að koma manni á þing. 

Slíkt framboð myndi hvergi ná inn kjördæmakjörnum manni og ætti því ekki rétt á neinum uppbótarþingmönnum heldur - jafnvel þótt mörgum myndi finnast framboðið eiga tilkall til 10% þingsæta - 6 þingmanna eða svo.

Ákvæðinu um að framboð fái ekki uppbótarþingmenn nema þau nái kjördæmakjörnum manni er einmitt beint gegnt smáframboðum með 2-10% fylgi á landsvísu - ætlað að fyrirbyggja að þau komi að mönnum og ógni fjórflokkaveldinu.

Nei - Bjarni er fulltrúi fjórflokkaveldisins - raunverulegt réttlæti fælist í því að fara í hina áttina - gera landið að einu kjördæmi.

 


mbl.is Segir koma til greina að skipta kjördæmum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þú meinar að hirða upp þingmenn landsbygðarinnar?

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.6.2010 kl. 21:40

2 Smámynd: Púkinn

Eitt af stóru vandamálum íslendinga er að sumir þingmenn virðast líta á sig sem hagsmunagæslumenn tiltekins kjósendahóps, en ekki þjóðarinnar í heild - sú árátta margra samgönguráðherra að troða vega-, ganga- og brúaframkvæmdum í "sún" kjördæmi er gott dæmi um þetta.

Það að fækka mætti landsmyggðarþingmönnum og draga úr misvægi atkvæða er annað mál, já.

Púkinn, 26.6.2010 kl. 10:22

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ég skal um orða þetta fyrir þig

Þú ert sem sagt fylgandi því að komið verði í veg fyrir að landsbyggðin fá þingmenn?

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.6.2010 kl. 11:07

4 Smámynd: Púkinn

Aðeins á sama hátt og ég er andvígur því að höfuðborgarsvæðið fái þingmenn.  Ég lít þannig á að þingmenn eigi ekki að vera hagsmunagæsluaðilar tiltekinna landshluta.

Ég er andvígur misrétti í atkvæðavægi...og ég er andvígur því að smáflokkar fái enga þingmenn vegna kosningalaga sem er beinlínis hannað til að hygla 3-4 stórum flokkum.

Púkinn, 26.6.2010 kl. 11:11

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Púki, leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál en þú heldur fram því að menn í Reykjavík fari að hugsa betur um landsbyggðina ef kjördæmin verði stækkuð???

Ég vísa bara til þess þegar þau voru stækkuð síðast. eins og er eru landssvæðin nú komin í harðvítugardeylur sín á milli um allt frá jarðgöngum/samgaungumálum til lagastenigar. Þetta þegtist ekki hér áður fyrr.

Eitt besta dæmið um þetta er lega norðurlandsvegar

Þar deila Húnvetningar við Eyfirðinga og hafa hver sín rök

Eyfirðingar vilja stytta vegkerfið lítilega

Húnvetningar eru komnir í hart, hver af sínum ástæðum. Blönduósingar og Skagastrendingar eru að verja störf og heimili en sveitirnar eru á móti þessu vegna þess að vegurinn eyðir svo miklu landi og þeir vilja ekki fá fjölfarinn veg, því það gerir flutning á fé, hrossum, heyi sem og að það verður nánast ómöguleg að koma vinnuvélum til og frá(tragtórum) því þarna klýfur vegurinn svæðið þvers og kruss. Fyrir utan það að vegagerðin ætlar ódýrt í gegn og býður bændum um 5% af jarðaverði og ætlast til að bændur gefi rest. Einnig eru fleiri rök en ég ætla ekki að tíunda það frekar hér, enda snýst þetta ekki um legu vegakerfisins.

Ef landið væri eitt kjördæmi þá væri allir flokkar/þingmenn fylgandi eftir því hversu margir búi á hvorum stað. Skiftir engu um sanngirni eða á hverju er brotið.

Ég geri ráð fyrir því að þú sért búsettur á sama túni og 60% íbúa þessa lands enda hef ég aldrei heyrt nokkurn man af landbyggðinni tala fyrir því að steypa Kjördæmin í eitt. 

En stækkum þetta aðeins, Hvernig væri að nota þessi rök með Icesave, það búa fleiri í Bretlandi en Íslandi og þess vegna eigum við að borga þetta--- það er frásinna

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.6.2010 kl. 13:32

6 Smámynd: Púkinn

Að sjálfsögðu vilja íbúar landsbyggðarinnar ekki að áhrif þeirra minnki - þetta er einmitt vandamálið - hver hugsar um sinn rass - sína hagsmuni, en ekki hagsmuni þjóðarinnar sem heild.

Ég er gersamlega ósammála þeirri skoðun að það eigi að "jafna" kjör landsmanna með því að láta landsbyggðarbúa hafa tvöfalt meira atkvæðavægi en þá sem búa á suðvesturhorninu, en kosningalögin hafa þó smám saman veriðað þróast í rétta átt - munurinn er ekki lengur fjórfaldur.

Púkinn, 26.6.2010 kl. 14:09

7 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sæll púki, ég var ekki að spurja um ójafnvægi þingmanna en fyrst byrjaðir. Norðvetur kjördæmið hefur 33.200(10.4%) og 7 þingmenn(11%) á móti um 222200 íbúar(69.87%)    42(67%) suðvesturhornsins þannig að það er ekkert tvöfalt atkvæðavægi neitt. Kosið var eftir 2007 kerfinu til að spara pening en í síðustu alþingiskosningum(2007) en þá bjuggu 194000(68%) manns í Reykjavíkinni en 37000(12.3%) í NV kjördæmi með 11% þingmenn. Ágætt að þetta skuli koma, þar sem þú spurðir

 En þú hefur enn engum spurningum svarað

1. Er það sannart að koma í veg fyrir að landsbyggðin fá þingmenn(að Akureyri undanskildum)

2. Heldurðu að Þingmenn Reykjavíkur komi til með að sinna landsbyggðinni eftir að þingmenn hennar hafi verið lagðir af?

3. Þegar tveir byrgðakjarnar deila um einhvert mál, Heldur þú í alvöru að þeir muni koma til meða að fylgja hvartanu og því sem er rétt eða að þeir fari eftir því á hvorum staðnum fleiri atkvæði sé að finna?

Í því kerfi sem þú nefnir er eingin hvati fyrir þingmenn að standa sig annars staðar en á einu túni. Sjáðu hvernig farið er með menn eins og Ásmund daða, Jón bjarna, árna jónsen og fleiri. Þeir eru nánast lagðir í einelti af því að vinna öturlega fyrir landsbyggðina

Ef þú hyggst véfengja tölurnar geturðu náttúrulega farið inn á vef Alþingis og hagstofunnar. Þú athugar að Kjördæmin kljúfa oft sveitarfélög

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.6.2010 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband