Enn ein ástæða til að skrá sig úr þjóðkirkjunni

Það kemur nú ekki á óvart að Geir Waage telji sig yfir landslög hafinn - að prestum beri ekki að hlýða barnaverndarlögum, þar sem þeir heyri jú undir "æðra" yfirvald.

Það kemur heldur ekki á óvart að séra Geir og sumir aðrir prestar telji ekkert athugavert við að þeir og kirkjan séu á sama tíma áskrifendur af peningum almennings.

Sem betur fer eru margir Íslendingar að átta sig á því að þeir eiga enga samleið með þjóðkirkjunni - þeir tímar eru liðnir að litið sé upp til presta sem einhverra siðferðislegra fyrirmynda - þeir eru bara eins og allir aðrir, sumir ágætir, en aðrir örgustu perrar.

Aðrir hafa áttað sig á því að grundvöllur kristninnar, Biblían, er enginn algildur sannleikur, heldur samansafn af sögum, sumum, upplognum og öðrum ýktum sem safnað var saman í þeim tilgangi að réttlæta vald presta yfir fáfróðum almúganum.

Síðan er enn aðrir sem er farið að ofbjóða fordómar sumra (en sem betur fer alls ekki allra) presta í garð samkynhneigðra.

Hér má finna eyðublöð fyrir þá sem vilja skrá sig úr þjóðkirkjunni: http://www.fasteignaskra.is/pages/1017

Þeir sem vilja halda áfram að borga núverandi apparat mega að sjálfsögðu gera það áfram, en Púkinn vonar að sem flestir sendi kirkjunni skilaboð sem tekið verður eftir.

 


mbl.is Þagnarskyldan er algjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Það ber vott um einstaklega mikla einfeldni að halda því fram að skoðun Geirs Waage sé almenn skoðun innan þjóðkirkjunnar. Því fer fjarri og er það miður að sumir, lesnir sem ólesnir, leyfi sér að halda öðru fram.

Að sama skapi geta lesendur nálgast hér fyrirtaks vírusvörn á sanngjörnu verði með því að smella hér:

http://computershopper.com/best-prices/product/33770774/Software/Norton-Internet-Security-2010-(1-User,-3-PCs)/availability

Magnús V. Skúlason, 21.8.2010 kl. 13:42

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Held að linkur púkans sé betri vírusvörn en það sem Magnús setti inn. Reyna að vera málefnalegur, Magnús.

Villi Asgeirsson, 21.8.2010 kl. 14:07

4 identicon

Sama hvað biskupinn biður
býðst ekki kirkjunni friður
og Kristur við kross
kallar til oss:
“Fór Ólafur upp eða niður?”

Af malbein.net ...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 14:43

5 Smámynd: Durtur

Þakka hlekkinn; þar sem Háskólinn virðist ekki lengur fá neitt fyrir þá sem eru utan trúfélaga er ég núna búinn að stíga mitt fyrsta skref inn í Islam. Salaam, bræður og systur!

Durtur, 21.8.2010 kl. 16:32

6 Smámynd: Dingli

Hvers vegna ég hef ekki haft rænu til að skrá mig úr þessum félagskap veit ég raunar ekki. Best að láta verða af því eftir helgi.

Magnús, eigðu þitt Norton rusl sjálfur, verðið á F-Prot er gjöf en ekki gjald.

Ybbi, limran er æði!

Durtur, barnaníð er löglegt eða látið óátalið í flestum löndum Islam, svo farðu nú ekki úr öskunni í eldin.

Dingli, 21.8.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband