Dræm kjörsókn í tilgangslausum kosningum?

Kjörsóknin er kannski dræm vegna þess að margir eru á þeirri skoðun að stjórnlagaþingið sé einfaldlega tilgangslaust.

Það gildir nefnilega einu að hvaða niðurstöðu fulltrúar komast - Alþingi getur ákveðið að hunsa þær eða breyta að vild.

Heldur einhver í alvöru að jafnvel þótt stjórnlagaþing myndi leggja til róttækar breytingar eins og að gera landið að einu kjördæmi að alþingismenn myndu samþykkja slíkar breytingar?

 


mbl.is 21% höfðu kosið kl. 17
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Já.

Billi bilaði, 27.11.2010 kl. 20:19

2 identicon

Sem svar við spurningu þinni: JÁ! En vitanlega gerist það ekki nema menn hætti sínu einkatuði, drattist upp úr sófanum og fari að kjósa!

Ekkert gerist sjálfkrafa í þessum heimi - nema óbreytt ástand, hafi menn ekki kjark, þor og vilja til breytinga.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 20:21

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

uuu já - ef við hefðum fengið alvöru kjörsókn. Með innan við helming þjóðarinnar sem lætur sig þetta varða, er talsvert auðveldara fyrir þingið að segja að fólki sé alveg sama.

Lýðræðið er í hættu! Ef við nýtum okkur ekki atkvæðaréttinn okkar núna verður núgildandi valdakerfi við lýði í mjög langan tíma... allir að taka upp símann sinn og hringja í 2-3 aðra og biðja þau lengstra orða að drífa sig á kjörstað (og bera skilaboðin áfram!) - áfram nú! Hálftími til stefnu!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.11.2010 kl. 21:30

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ef kjörsókn næði 60% gæti þingið ekki hundsað niðurstöðuna. Mér sýnist hins vegar að fólk hafi látið telja úr sér kjarkinn og það getur orðið dýrkeypt.

Það hangir nefnilega fleira á spítunni s.s. möguleiki á persónukjöri stjórnmálamanna og aukið íbúalýðræði. Nú eru pólitíkusar komnir með það tromp á hendi að kosningar af þessu tagi néu ónothæfar og gömlu góðu flokkakosningarnar séu það eina sem virkar.

Ég óska heimasetufólkinu til hamingju með afstöðu sína. Vonandi verður það sátt við spegilmynd sína á næstu misserum.

Haraldur Rafn Ingvason, 27.11.2010 kl. 22:05

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sammála þér púki.....

Haraldur Davíðsson, 27.11.2010 kl. 22:49

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sammála þér Haraldur Rafn.

Sigurður I B Guðmundsson, 28.11.2010 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband