Þriðjudagur, 30. nóvember 2010
Rafrænar kosningar næst, takk!
Það að 10.000 atkvæði hafi verið ógild sýnir annað af tvennu - annað hvort eru Íslendingar fífl, sem eru ófær um að kjósa og ætti bara að svipta kosningarétti hið snarasta - eða framkvæmd kosninganna var eitt allsherjar klúður og slíkt má ekki endurtaka sig.
Hvor skýringin er sennilegri?
Púkinn vill enn og aftur ítreka þá skoðun sína að rafrænar kosningar séu mun hentugri en svona fyrirkomulag. Vel hannað slíkt kerfi myndi fyrirbyggja ógild atkvæði - (nú nema að kjósandinn beinlínis velji hnappinn "Skila ógildu atkvæði"), auk þess sem útreikningar á niðurstöðum ættu að taka mun skemmri tíma - þær ættu að geta legið fyrir nokkrum mínútum eftir að kjörstöðum er lokað.
Kosningarnar verði ræddar í allsherjarnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það þarf að uppfæra tölvuráðgjafa ríkisstjórnarinnar og alþingis. Tæknin er til staðar og þjóðin er ready
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.11.2010 kl. 11:52
Hraðbankakerfið verði nýtt sem kjörklefar fyrir rafrænt þjóðþing.
Ástþór Magnússon Wium, 30.11.2010 kl. 11:52
Síðan hvenær eru annars vafaatkvæði sama og ógild atkvæði?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.11.2010 kl. 12:24
Sammála þér.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 30.11.2010 kl. 17:16
Á 19. öldinni smíðaði Thomas A. Edison kosningavél fyrir þingið í Wahington, svo að atkvæði þingmanna þyrftu ekki að vera talin út frá handauppréttingum. Þannig fengist nákvæmari og skjótari talning. Edison var viss um að þingmenn yrðu yfir sig glaðir, en því fór fjarri. Forstöðumenn þingsins vildu ekki vélina og þegar Edison spurði hvers vegna, sá sagði þingforsetinn honum, að stundum væri verið að greiða atkvæði með slæmum lagafrumvörpum. Þá væri mikilvægt að hægt væri að hagræða kosningunum í almenningsþágu. Það væri ekki hægt með vélinni.
Hefur þér ekki dottið í hug, Púki, að talningin á atkvæðum eftir kosningarnar til stjórnlagaþingsins hafi kannski ekki verið alveg hlutlaus/rafræn? Finnst þér ekki undarlegt, að meirihluti kjörinna voru ESB-sinnar eins og ríkisstjórnin vildi hafa það?
Það koma ekki rafrænar kosningar fyrr en íslenzk stjórnsýsla verður heiðarleg, sem verður víst ekki á núverandi jarðsögulegu tímabili.
Vendetta, 8.12.2010 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.