Miðvikudagur, 30. mars 2011
Þjóðnýtingaráform Ögmundar
Púkinn er að velta fyrir sér hvort áform Ögmundar um að þjóðnýta lénaúthlutun á Íslandi muni ekki leiða til málaferla á hendur ríkinu.
Isnic.is (Internet á íslandi) sér um þessa skráningu í dag og hafa eigendur þess fyrirtækis haft allnokkrar tekjur af þeirri starfsemi í gegnum tíðina. Nú virðist sem ráðhærra ætli sér að þjóðnýta þá starfsemi og þá vakna spurningar um skaðabótaskyldu ríkisins. Núverandi eigendur Isnic eru væntanlega ekki hrifnir af áformum um að þjóðnýta rekstur þeirra án þess að þeir fái skaða sinn bættan.
Þótt Púkinn hafi að vísu ekki séð frumvarpið í sinni endanlegu mynd, þá grunar hann að helsti tilgangur frumvarpsins sé að finna nýjan tekjustofn fyrir Póst- og Símamálastofnun, en verði ríkinu gert að greiða skaðabætur vegna þjóðnýtingarinnar virðist hér bara um enn eitt dæmið um tilgangslausa sóun á almannafé.
Það er engin þörf á þessu frumvarpi - núverandi kerfi virkar nefnilega bara ágætlega.
Frumvarp um landslénið .is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Facebook
Athugasemdir
Greiðum við ekki frekar mikið fyrir lén hér á landi? Ekki það að ég haldi að verð myndi lækka við að ríkið tæki þetta yfir.
Ég borga um $12 (~1300.- kr) á ári fyrir .com lén en tæpar 8000 fyrir .is lén. Er (góð) ástæða fyrir þessum mikla mun?
Matthías Ásgeirsson, 30.3.2011 kl. 10:40
Ætli þetta sé ekki partur af eftirltsþjóðfélags-þankagangi sósíalistans Össurar, sér þarna kannski enn eitt sóknarfærið í átt til sinnar útópíu. Matthías er harla bjartsýnn, ef hann telur Össur og Steingrím ætla að gera þetta ódýrara. Nú fyrst mega menn vara sig. Úlfarnir eru komnir á kreik!
Jón Valur Jensson, 31.3.2011 kl. 06:38
Gerðu það Jón Valur, ekki ávarpa mig á sama tíma og þú lokar fyrir allar athugasemdir mínar á þinni síðu. Láttu bara eins og ég sé ekki til.
Matthías Ásgeirsson, 1.4.2011 kl. 17:33
Ég hraðlas drögin að þessu frumvarpi en það má finna á http://www.innanrikisraduneyti.is/sam/frettir/nr/24313
Ef ég skil þetta rétt þá á samkvæmt því að opnast markaðurinn þannig að fleiri en Isnic gætu sótt um leyfi til að selja íslensk lén. Aftur á móti hef ég miklar áhyggjur af því ef ríkið ætlar að taka sér ákvörðunarrétt á þessu sviði. Lyktar svolítið netlöggulegt.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 4.4.2011 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.