Þriðjudagur, 28. júní 2011
Ég myndi líka þiggja að fá 210 krónur fyrir hverja evru
Seðlabankinn borgar þessum aðilum 210 krónur fyrir hverja evru, meðan útflutningsfyrirtækjum er skylt að selja allar þær evrur sem þau afla á allt öðrum og miklu verri kjörum. Ég myndi alveg þiggja að geta selt mínar evrur á þessu gengi - en nei - það stendur ekki til boða.
Markaðurinn segir hins vegar að krónan okkar sé ekki meira virði en þetta - en gjaldeyrishöftin eru notuð til að halda uppi hinu falska, opinbera gengi.
Borgaði 210 krónur fyrir evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Erum við ekki í Norrænu Helferðarríki?
Óskar Guðmundsson, 28.6.2011 kl. 18:01
Krónan getur verið verðtryggð eða óverðtryggð, á 165 kr eða 210 kr. Hún er hvorki fugl né fiskur. Ég vildi að ég vissi hvernig hægt væri að komast í kringum hana.
"Ég, Kári Harðarson, kaupi gull?"
Kári Harðarson, 28.6.2011 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.