Ekki lengur bara fyrir læknadætur...

cervarix.jpgPúkinn fagnar því að þessar bóluseningar séu nú að verða almennar.  Þetta bóluefni hefur að vísu verið í boði hérlendis í nokkur ár og allmargir foreldrar (þar á meðal Púkinn og frú Púki) hafa sent dætur sínar í bólusetningu um 12 ára aldurinn.

Púkanum var hins vegar sagt að flestar þærr stúlkur sem hafa fengið þetta bóluefni undanvarin ár hafi verið læknadætur - sem er í sjálfu sér ekki skrýtið - það má gera ráð fyrir því að foreldrar þeirra séu almennt meðvitaðri um hættuna af HPV og ávinninginn af bólusetningunni.

Þessar bólusetningar hafa hins vegar verið dýrar, en nú verður hins vegar breyting á fyrirkomulaginu og foreldrar þurfa ekki lengur að greiða kostnaðinn úr eigin vasa- þetta verður fyrir alla - ekki bara suma.

Gott mál.


mbl.is „Stúlkur hefja kynlíf 13 ára“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þetta bóluefni, Cervarix, hefur margar hliðarverkanir og varnar einungis gegn tveimur tegundum af HPV, tegund 16 og 18. Það veitir enga vörn gegn kynvörtum, til að hafa það á hreinu.

Varðandi hliðarverkanir af Cervarix, þá voru þær algengustu í klínískri prófun af hálfu framleiðandans þessar:

höfuðverkur (headache): mjög algengur,
vöðvaverkir (myalgia): mjög algengir,
viðbrögð (roði) við stungu (injections site reactions) mjög algeng,
þreyta (fatigue): mjög algeng,
ógleði (nausea): algeng,
uppköst (vomiting): algeng,
maga- og kviðarverkir (abdominal pain): algengir,
kláði (pruritis): algengur,
útbrot (rash): algeng,
ofnæmiseinkenni sem blettir eða blöðrumyndanir á húð (urticaria): algengt,
liðaverkir (arthralgia): algengir,
hiti yfir 38°C (fever over 38 degrees C): algengur.

Sjá fleiri upplýsingar hér um rannsóknina undir kafla 4.8 (undesirable Effects), þar sem einnig er minnzt á aðrar óalgengar hliðarverkanir (svimi, niðurgangur), svo og hliðarverkanir sem kvartað var yfir eftir að bóluefnið var sett á markað: Ýmis neikvæð áhrif á ónæmiskerfi, kirtla og taugakerfi.

Í þessari klínísku rannsókn eru þessar tíðnir af hliðarverkununum skilgreindar:

Mjög algengt: Fleiri tilfelli en 10%

Algengt: Færri tilfelli en 10%, en fleiri en 1%

Óalgengt: Færri en 1%, en fleiri en 0.1%

Mér vitanlega hefur Cervarix enn ekki verið samþykkt af FDA fyrir sölu í USA. Annað bóluefni, Gardasil hefur verið samþykkt af FDA og á líka að koma í veg fyrir kynvörtur, en hefur svipaðar hliðarverkanir og Cervarix.

Foreldrar hafa rétt til að synja þessari bólusetningu, en þar eð hliðarverkanirnar eru ekki eins slæmar og sjúkdómurinn sjálfur, er hægt að mæla með HPV-bólusetningu. En foreldrarnir verða að gera það upp við sig hvort þeir álíti þetta bóluefni vera gagnlegt eða ekki með því að leita sér upplýsinga á netinu og alls ekki einungis frá framleiðanda eða landlækni/heilbrigðisyfirvöldum. Einnig með því að leita sér nákvæmari upplýsinga um tíðni HPV/leghálskrabbameins út frá einstaklingum (t.d. (meðfædd) viðkvæmni gagnvart sjúkdómnum, smitleiðir (genetískt), tíðni innan ættar (erfðir)) og hvernig bezt sé að varnast smiti án þess að lifa í skírlífi. Augljósasta leiðin til að forðast smit er að ganga úr skugga um að bólfélaginn sé ekki smitaður/smituð. Yfirleitt er ekki nóg að spyrja, þar eð sumir sem bera veiruna/smitið vita ekki af því.

Svo hvort sem bóluefnið er gefið eða ekki, þá er mikilvægt að fara reglulega í skoðun á HPV/leghálskrabbameini eftir að kynlíf hefst, enda er sú skoðun mjög fljótleg og auðveld fyrir sjúklinginn (pap test).

Vendetta, 30.6.2011 kl. 19:55

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Held að allir vilji nú fá einhverjar aukaverkanir heldur en krabbameinið !

Ekki nema mjög lítill hluti þeirra sem láta bólusetja sig, verða aukaverkana varir. Aukaverkanir vara yfirleitt stutt.

"Vendetta" gleymdi að minnast á þessar staðreyndir.

Birgir Örn Guðjónsson, 1.7.2011 kl. 09:56

3 Smámynd: Vendetta

""Vendetta" gleymdi að minnast á þessar staðreyndir."

Nei, ég "gleymdi" ekki að skrifa það, upplýsingarnar lágu ekki fyrir á þeim síðum sem ég las um hliðarverkanir Cervarix. Á þeirri síðu sem ég tengdi, stóð ekkert um lengd nema hvað það stóð um bólgu/roða við stunguna, að hún varaði ekki lengi (sem er jú ónákvæmt). Áður en þú ferð að tala um "staðreyndir", þá verðurðu að vitna í einhverja rannsókn þar sem þetta er mælt og síðan að skilgreina hvernig þú skilur "yfirleitt stutt". Að segja að eitthvað sé staðreynd gerir það ekki að staðreynd.

Það sem ég gerði þó, það var að skilgreina hvað átt var við með algengt og mjög algengt í rannsókninni, sem er mikilvægt að vita. Hins vegar stendur eitthvað um hliðarverkanir hér, sem er á vegum hins opinbera í USA, þar sem stendur að vísu að hliðarverkanirnar "... do not last long and go away on their own". Hér stendur heldur ekkert um hvort long þýðir daga eða vikur. Hins vegar (og þetta er áhugavert) er tíðni hliðarverkananna í þessu skjali mikið hærri en í skjalinu frá framleiðandanum, allt upp í 50%.

Síðan væri athugavert að heyra meira um þau tilfelli (þótt fá séu) sem varða áhrif bóluefnisins á ónæmiskerfi, kirtla og taugakerfi.

"Held að allir vilji nú fá einhverjar aukaverkanir heldur en krabbameinið!"

Taktu eftir, að ég mælti líka með þessari bólusetningu, einmitt vegna þess að sjúkdómurinn í þessu tilviki er mikið verri en hliðarverkanirnar. Hins vegar eiga foreldrar og dætur þeirra rétt á því að vita allt um hliðarverkanirnar, svo að þau séu viðbúin þeim. Hefurðu eitthvað við það að athuga? Því að ekki fá þau þessar upplýsingar frá íslenzkum yfirvöldum, né þeim hjúkkum sem standa að bólusetningunni.

Vendetta, 1.7.2011 kl. 13:09

4 Smámynd: Vendetta

Ég gleymdi tenglinum í þessari tilvísun: "Hins vegar stendur eitthvað um hliðarverkanir hér, sem er á vegum hins opinbera í USA, þar sem stendur að vísu að hliðarverkanirnar "... do not last long and go away on their own".

Vendetta, 1.7.2011 kl. 13:12

5 identicon

Hvað með dauðsföll sem eru talin tengjast þessum bólusetningum? http://www.vaccineriskawareness.com/Gardasil-and-Cervarix-The-Cervical-Cancer-Vaccines

Wishful (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband