Laugardagur, 10. febrúar 2007
Lítur þetta út eins og sprengja?
Sprengjur eru ekki fyndnar, en Púkanum finnst broslegt að nokkur skuli hafa haldið að blikkandi ljósaskilti með mynd af teiknimyndafígúru væri sprengja.
Það þarf alveg sérstaka samsetningu af fáfræði og ofsóknarbrjálæði til að komast að þeirri niðurstöðu.
Þar sem þetta tvennt virðist því miður allt of ríkjandi í Bandaríkjunum um þessar mundir er þetta ef til vill ekki svo skrýtið eftir allt saman.
Æ, já - eins og Púkinn hefur áður sagt:
Fólk er fífl
Mikið er Púkinn stundum feginn að vera ekki mannvera, heldur bara lítið blátt kríli sem hlær að mannfólkinu.
Framkvæmdastjóri Cartoon Network segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt 13.2.2007 kl. 19:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.