Bandarísk hryðjuverk

Ef Sea Shepard væru arabísk samtök, sem hefðu ráðist á bandarísk svínasláturhús með sýru og reyksprengjum þá væru þau væntanlega úthrópuð sem hryðjuverkasamtök.

Þar sem þau eru hins vegar skráð sem bandarísk non-profit 501(c)(3) samtök njóta þau stuðnings í formi þess að framlög til þeirra eru frádráttarbær til skatts.

Púkinn er enginn sérstakur stuðningaðili hvalveiða.  Honum finnst hvalkjöt svosem þokkalega gott, en er ekki sannfærður um að ekki sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með hvalveiðum Íslendinga.

Púkanum finnst hins vegar skondið að fylgjast með hræsni Bandaríkjamanna gagnvart svona samtökum.  

Homo sapiens er skrítin lífvera. Púkinn er feginn að vera af þróaðri tegund, þótt hann sé bara lítill og blár.


mbl.is Liðsmenn Sea Shepherd réðust á japanskt hvalveiðiskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband