Hvíl í friði, Clippy

rippyClippy, litla bréfaklemman í Word, sem reyndi stöðugt að leiðbeina notendum um rétt vinnubrögð er ekki lengur á meðal okkar.

Ævi Clippy var erfið og mörkuð af mikilli gagnrýni.  Á honum dundu stöðugt frasar eins og "óþolandi afskiptasemi" og "hvers konar hálfviti heldur þessi bréfaklemma að ég sé?" en hann umbar þessa gagnrýni með jafnaðargeði og  brosti allt til síðustu stundar. Tux

Clippy átti fáa vini, en Tux, Linux mörgæsin var einn fárra sem sýndu honum skilning, enda var hlutskipti þeirra um margt svipað.

Það lýsir best því skilningsleysi sem Clippy mætti hjá yfirboðurum sínum að engar samúðarkveðjur bárust frá Bill Gates eða öðrum yfirmönnum Microsoft við fráfall hans.

Púkinn vottar aðstandendum Clippy samúð sína og veit að nú er Clippy kominn á betri stað, fjarri öllum notendaviðmótum með "Undo" og "Delete" hnöppum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Farið hefur fé betra.

Hlynur Þór Magnússon, 10.2.2007 kl. 15:58

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég er einn af þeim sem hataði clippy af einstökum hita og fádæma alúð miðað við að þetta var nú bara forritsbútur. Ég hataði sérstaklega þegar clippy kom á reiðhjólinu. Margar tölvur hafa verið í tilvistarhættu vegna áhrifa clippy á mig.......................................

Ég var að lesa það sem ég skrifaði rétt í þessu, mun hafa samband við geðlækni fyrr en síðar.

Ingi Geir Hreinsson, 10.2.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband