Mánudagur, 24. október 2011
Óhæfir hundaeigendur
Púkinn er þeirrar skoðunar að það sé ekki hundurinn sem er vandamálið, heldur eigandinn.
Það er eitthvað verulega mikið að fólki sem leyfir hundunum sínum að ganga lausum þegar þeir eru með hegðunarvandamál eins og umræddur Golíat.
Samkvæmt fréttinni virðist hundurinn ítrekað hafa strokið, en það er á ábyrgð eigandans að halda honum innandyra, á afgirtu svæði eða tjóðruðum.
Afsakanir um að hundurinn sé bara strokgjarn eru ekki ásættanlegar - svona fólk kemur óorði á ábyrga hundaeigendur.
Hvernig væri að sekta svona eigendur um einhverja sæmilega upphæð - einhverjar tugþúsundir í hvert sinn sem hundurinn "strýkur "?
Hundurinn Golíat fær að lifa lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hlýtur að vera að einhver úr elítuni eigi kvikindið !
Annars hefði hann verið felldur við fyrsta bit.
Birgir Örn Guðjónsson, 24.10.2011 kl. 19:44
Nei nei engin elíta neitt sem á hann Golíat litla. Ég er bara munaðarlaus ekkja og einstæð móðir úr Garðabænum og hann Golíat litli var síðasta jólagjöfin sem börnin fengu frá pabba sínum áður en hann lést með skyndilegum hætti. Því miður vorum við öll svo frá af sorg að Golíat fékk ekki það uppeldi sem lítill fjörugur hundur þarf að fá.
Anna Margrét Kristinsdóttir, 24.10.2011 kl. 22:19
Hafa hundinn í bandi svo einfalt er það. Ef hundeigandi getur ekki farið að einföldum reglum um hundahald á að sjálfsögðu að svipta viðkomandi leyfi til að halda hund. Hundaeigendur sem fara að reglum eru til fyrirmyndar, það eru hinir sem eru vandamál.
corvus corax, 25.10.2011 kl. 07:37
Sammála aflífum eigandan.
Þorvaldur Guðmundsson, 25.10.2011 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.