Snjótippi ?

john_knowlesFyrst salernisskálar geta flokkast sem list (samanber þessa grein), þá finnst Púkanum að snjóstytta af tilteknum líkamsparti karlmanna ætti að geta talist list líka.

Rétt?

Nei, RANGT, að minnsta kosti samkvæmt lögregluþjóninum sem í síðustu viku sektaði John Knowles um 80 pund fyrir ósæmilegt athæfi á almannafæri vegna slíks snjólistaverks.

Þetta vekur upp ýmsar spurningar.

Myndi svona listaverk líka varða við lög á  Íslandi?

Hvaða fyrirmynd notaði listamaðurinn?  Sjálfan sig?

Hvað er eiginlega að fólki?

Eins og Púkinn hefur sagt áður, þá finnst honum mannkynið skrýtin dýrategund, en vilji einhverjir nánari upplýsingar um þetta tiltekna mál er þeim bent á þessa grein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband