En hvað með geimfarana?

DNA3Fræ og frjókorn sem send eru út í geim verða fyrir geislun, sem veldur handahófskenndum stökkbreytingum.

Í einhverjum tilvikum veldur þetta eyðileggingu, en í öðrum tilvikum gætu á endanum sprottið upp plöntur með áhugaverðum eiginleikum.

Það að setja fræ og frjókorn í umhverfi með hárri geislun jafngildir í raun því að "þróunarklukkan" gangi hraðar - tölfræðilega séð hefðu sömu stökkbreytingar getað átt sér stað niðri á jörðinni, en líkurnar eru bara minni.

Flestar slíkar stökkbreytingar eru að sjálfsögðu skaðlegar, en menn geta leyft sér það þegar um fræ eða frjókorn er að ræða og vonast bara til að inn á milli sprettuupp áhugaverðar plöntur.

En hvað með geimfarana?

Dánartíðni geimfara er hærri en samanburðarhópa, en það er aðallega vegna slysa, ekki krabbameins af völdum geislunar, eins og halda mætti.  Ég veit ekki hvort rannsóknir hafa sýnt aukna tíðni erfðagalla hjá börnum geimfara, en hins vegar er ljóst að öll áhætta vegna geislunar vex í lengri ferðum og er það eitt þeirra vandamála sem menn velta fyrir sér varðandi mögulegar ferðir til Mars.


mbl.is „Geimkartöflur“ nýjasta æðið í Sjanghæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband