Mánudagur, 12. febrúar 2007
Gerviblogg
Um næstu áramót ganga í gildi lög í Bretlandi sem heimila lögsókn gegn þeim sem blogga á fölskum forsendum - þykjast til að mynda vera viðskiptavinir fyrirtækja en eru í raun starfsmenn þeirra eða eigendur, í þeim tilgangi að blekkja væntanlega viðskiptavini.
Lögin munu einnig ná yfir þá sem birta ritdóma um eigin bækur, en þykjast bara vera "lesandi í Vesturbænum", eða annað því um líkt.
Nú ætla ég ekkert að fullyrða um það hversu útbreitt þetta vandamál er hérlendis, en þessi bresku lög byggja á reglugerð ESB sem væntanlega nær einnig til EES-landsins Íslands.
Munu stjórnmálamenn hér á landi setja blogglög á komandi misserum?
Nánari upplýsingar má finna hér.
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:54 | Facebook
Athugasemdir
Ætli þetta nái yfir alla þá sem blogga um ágæti stjórnmálaflokkanna sem þeir styðja?
Ragnar Bjarnason, 13.2.2007 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.