Heimskuleg forræðishyggja

meat.jpgÞegar bann við formerkingum kjötvara var þvingað í gegn var því haldið fram að það kæmi neytendum til góða.

Þvílíkt endemis kjaftæði.

Meðan formerkingar voru í gildi var auðvelt að bera saman verð á vörum - fólk fór inn í verslun og gat séð þau tilboð sem verslunin bauð, eða þann afslátt sem var veittur við kassann frá því verði sem var skráð á vöruna.

Neytandinn gat líka verið viss um að verslunin væri ekki að smyrja ofan á verðið.  

En núna?  Þegar maður kemur í verslun og skoðar kjötborðið er mun erfiðara meta hvort "tilboð" verslunarinnar eru góð eða ekki - miðað við það verð sem gera má ráð fyrir að aðrir bjóði.

Verðskannarnir hafa hlotið nokkra gagnrýni, en ef þeir væru aflagðir, þa má í fyrsta lagi gera ráð fyrir að vörurnar myndu hækka í verði - það er nokkuð öruggt að aukakostnaði við verðmerkingar yrði velt beint yfir á kaupendur - og í öðru lagi myndi þetta engu breyta varðandi verðhækkanir verslana.

Nei, það er nokkuð ljóst að bannið við formerkingum var alger bjarnargreiði - gaf verslunum möguleika á að hækka verð án þess að kaupendur gætu séð það á auðveldan hátt.

Endemis forræðishyggjupólitík.


mbl.is Verðmerkingum hætt og verð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er á því að það á að gera þetta eins og það var... Verðmerkja allt aftur svo við neytendurnir getum séð verðið á vörunni þar sem hún er í hillunni.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.12.2011 kl. 16:22

2 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Ég er sammála þessu. Og ekki bæta þessi skannar hlutina, þvi að þeir virka ekkert alltaf nema þá eftir langan tíma.

Ég er á því að það sem kallað er í dag Neytendastofa ætti að kallast Forræðisstofa. Því þessi stofnum hefur ekki gert neitt sem er okkur neytendum í hag. Enda er þetta ríkisstofnum undir forræðisvaldi Steingríms skalla og Jóku gránu.

Marinó Óskar Gíslason, 22.12.2011 kl. 16:31

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir þetta, en reykkana ekki með að það skipti máli frekar en annað vitrænt sem sagt er nú um mundir.   

Hrólfur Þ Hraundal, 22.12.2011 kl. 23:05

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Þessi háttur á verðmerkingum verður til að leggja til enn einn naglann í líkistu stjórnarinnar. Vísitalan og lán hækka um næstu mánaðarmót. Ketkrókur hefur séð sér leik á borði, hækkað hangikjöt og fleiri kjötvörur þegar enginn sá til. Vísitölumælirinn er á fullu og engar forvarnir eru til hjá ríkisstjórninni vegna verðbólgu. Bændur tapa á vöntun á verðmerkingu og salan verður minni. Forræðishyggja og "neytendagæsla" af verstu gerð.

Sigurður Antonsson, 24.12.2011 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband