Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Er Silvía Nótt púkaleg?
Púkinn er, eðli málsins samkvæmt, sérfræðingur í öllu sem getur kallast púkalegt. Þar sem sumir vilja meina að Silvía Nótt falli í þann hóp hefur Púkinn tekið málið til vandlegrar athugunar.
Púkinn á það einnig sameiginlegt með Silvíu Nótt að vera ekki nema að hluta raunverulegur - heldur bara sérstök hlið persónuleika "eiganda" síns.
Púkinn hefur því miður ekki fengið Silvíu Nótt í heimsókn ásamt lífvörðum sínum, en slík uppátæki vekja svipuð viðbrögð og annað athæfi hennar - þessa tilfinningu sem Púkinn kýs að nefna broshroll.
Þetta stafar af árekstri tveggja ósjálfráða viðbragða - annars vegar langar Púkann til að hlæja vandræðalega, en hins vegar til að hlaupa öskrandi í burtu, haldandi um eyrun.
Broshrollur er hins vegar þreytandi til lengdar, þannig að niðurstaða Púkans er að þótt Silvía Nótt sé ekki púkaleg, er hún orðin svolítið þreytt - hugmyndin er gjörnýtt.
Púkinn á hins vegar 11 ára gamlan púkaunga, og mörgum jafnaldra hennar finnst Silvía Nótt ennþá vera fyndin, þannig að ef til vill heldur aðdáendahópurinn Silvíu Nótt á lífi enn um sinn.
Silvía Nótt herjar á bloggara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 19:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.