Leðurólar og sveittir, naktir karlmenn

lupercaliaBlóma, konfekt- og hjálpartækjasalar fagna væntanlega auknum vinsældum Valentínusardagsins á Íslandi.

Púkinn er nú sjálfur frekar hlyntur hinum íslensku konu- og bóndadögum, en í tilefni Valentínusardagsins finnst Púkanum viðeigandi að rifja upp uppruna hans.

Í Róm var til forna haldinn hátíðlegur hin svonefnda Lupercalia hátíð 15. febrúar, en tilgangur hennar var að bægja frá illum öndum og tryggja frjósemi.

Þessi hátíð fólst í því að tveimur geithöfrum og hundi var slátrað, og blóði þeirra síðan smurt á unga karlmenn.  Síðan voru ólar skornar úr skinni geitanna og karlmennirnir hlupu naktir um götur borgarinnar, sveiflandi ólunum.

Konur og stúlkur stilltu sér upp meðfram hlaupaleiðinni og reyndu að verða fyrir höggum ólanna, en það átti að tryggja frjósemi.

Púkinn ætlar ekkert að fullyrða um hvort það að vera slegnar með skinnólum af blóðugum, nöktum og sveittum karlmönnum hefur örvandi áhrif á konur, en svo mikið er víst að hátíðin lifði allt til ársisns 494 í Róm.

Árið 496 var Valentínusardagurinn tekinn upp þann 14. febrúar og leðurólunum var skipt út fyrir blóm og konfekt - að minnsta kosti í flestum tilvikum.

Púkinn lætur öðrum eftir að meta það hvort sveittu, nöktu karlmennirnir hafi horfið líka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband