Microsoft "öryggi" ?

story.billgates.apPúkinn getur ekki annað en glott þegar hann rifjar upp orð Bill Gates um að öryggismál skyldu verða sett í forgang hjá Microsoft.

Síðan sú yfirlýsing var gefin út hefur hver öryggisuppfærslan rekið aðra og virðist svo sem þetta blessaða stýrikerfi sé götóttara en nokkur svissneskur ostur.

Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Vista hefur verið lýst sem "öruggara" en XP, en allir sem hafa fylgst með afrekaskrá Microsoft á þessu sviði leggja takmarkaðan trúnað á þær yfirlýsingar, þannig að það kæmi Púkanum ekki á óvart að sjá sambærilegan fjölda öryggisuppfærslna fyrir það í framtíðinni.

Staðreyndin er sú að það eru fjölmennir hópar sem vinna sleitulaust við að semja hugbúnað til að brjótast inn í tölvur saklausra notenda.  Þeir nota fjölmargar aðferðir og þótt sumar þeirra megi fyrirbyggja með því að setja inn öryggisuppfærslur eins og þær sem hér um ræðir, þá er samt alltaf eftir mannlegi þátturinn, sem er veikasti hlekkurinn.

Púkinn vill því minna á eftirfarandi leiðir til að auka öryggi tölvunotenda:

  • Linux og Macintosh notendur eru öruggari en Windows notendur - ekki endilega af því að stýrikerfin séu öruggari heldur af því að árásunum er fyrst og fremst beint að Windows.
  • Öruggara er að nota Firefox en Microsoft Internet Explorer, a.m.k. ef menn eru að nota XP eða eldri stýrikerfi.  Þetta gæti hafa breyst með Vista.
  • Aldrei opna viðhengi í tölvupósti nema þú vitir nákvæmlega hvað þau innihalda.  Þetta á líka við ef tölvupósturinn virðist koma frá einhverjum sem þú þekkir - því póstfang sendanda gæti verið falsað.
  • Settu up "Popup-blocker"
  • Settu upp veiruvörn.
  • Settu upp eldvegg. 
  • Settu upp hugbúnað til að leita að "Adware" og öðrum óæskilegum hugbúnaði.


mbl.is Microsoft gefur út uppfærslu við 20 öryggisgöllum á Windows
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú bara mjög fínt að síminn sé ekki með eldvegg. Ég er þá ekki bundinn því að þeir hafi opið fyrir það sem ég vil hafa opið. Mér finnst það hið besta mál að það sé á minni ábyrgð að hafa þetta almennilegt.

 Einnig eru flestir adsl routerar með innbyggðum eldvegg, og maður þarf ekki að hugsa neitt voðalega mikið útí það. (Nema þá hugsanlega í sambandi við universal plug and play (UPNP)).

Birgir Haraldsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 19:47

2 Smámynd: Púkinn

"Takmarkað vit" ?  H, hí, hí .... nú getur Púkinn ekki annað en hlegið.

Púkinn, 15.2.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband