Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Harðari refsingar, takk!
Púkanum finnst dómstólar á Íslandi ekki standa sig í stykkinu, sér í lagi hvað síbrotamenn varðar.
Margir þeirra sem rata inn í fangelsi landsins eiga við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða og nauðsynlegt er að taka betur á þeim málum - reyna að koma mönnum aftur á rétta braut áður en það er orðið of seint.
En hvað ef menn taka ekki sönsum og halda áfram að brjóta af sér, jafnvel daginn eftir að þeim er sleppt út?
Þegar menn lenda í fangelsi margoft fyrir ofbeldisglæpi, innbrot, fíkniefnasmygl eða önnur alvarleg brot, þá er ljóst að kerfið er ekki að virka hvað það varðar að vernda þegna þjóðfélagsins fyrir þessum mönnum.
Hertar refsingar síbrotamanna myndu ekki hafa aukinn fælingarmátt, og þau myndu ekki gera viðkomandi að betri einstaklingum, en þau gætu gert þjóðfélagið öruggara. Púkinn telur kröfu samfélagsins til öryggis rétthærri réttindum síbrotamanna.
Þess þarf að vísu að gæta að fara ekki út í öfgar, eins og gerðist í Bandaríkjunum, þar sem þessi svonefndu "Three strikes and you're out" lög hafa leitt til þess að menn hafa jafnvel verið dæmdir í 25 ára fangelsi fyrir að stela nokkrum súkkulaðibitakökum.
Dæmd í fangelsi fyrir fíkniefnasmygl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:54 | Facebook
Athugasemdir
Fyrst vill ég segja: Flott þessi færsla og ég er 100% sammála þér.
Annað: Ég er búinn að skrifa færslu um þína athugasemd og það skýrir kannski hvernig ég hugsa... Smelltu hér!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.2.2007 kl. 18:06
Púkinn lagði nú áherslu á að koma þyrfti þeim til hjálpar sem eru háðir áfengi eða fíkniefnum þegar þeir eru dæmdir ... málið er hins vegar það að þegar fólk er tekið í tuttugasta skipti ætti að vera ljóst að þjóðfélaginu er enginn greiði gerður með því að leyfa þeim að ganga lausum.
Púkinn, 14.2.2007 kl. 19:01
Hvernig væri nú bara að lögleiða þetta dót allt saman og nota síðan ágóðan í forvarnir og meðferðir, er ekki margbúið að sýna sig að það er ekki hægt að stoppa þetta. Við leyfum áfengi og fótbolta, eitthvað sem kostar ansi mörg mannslíf í heiminum, hvers vegna ekki þetta þá líka
Einarer (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.