Ekki sama "sæstrengur" og "sæstrengur"

fiberopticPúkanum finnst myndavalið hjá mbl.is stundum svolítið undarlegt.

Í frétt sem fjallar um lagningu sæstrengs til að flytja raforku, er mynd sem sýnir sæstrengi sem þegar tengjast Íslandi.

Jú, vissulega eru það sæstrengir líka, en þeir eru bara allt annars eðlis - ljósleiðarar sem flytja gögn og koma raforkusæstrengjum ekkert við.

Það er síðan allt annar handleggur hvar rísstjórnin ætlar að fá raforku til útflutnings - og hvers vegna hún telur heppilegra að flytja raforkuna úr landi en að nota hana til að byggja upp atvinnu innanlands.


mbl.is Ráðgjafahópur skipaður um sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hef sagt og mun alltaf halda því á lofti:  Betra er að hjálpa fyrirtækjum á legg hér á landi og nýta orkuna innanlands svo þau geti veitt fyrirtækjum í útlöndum samkeppni, en að hjálpa fyrirtækjum að flytja orkuna út svo fyrirtæki í útlöndum geti keppt við íslensk fyrirtæki.

Marinó G. Njálsson, 27.4.2012 kl. 12:20

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég leyfi mér að benda á mjög góðan bloggpistil eftir Bjarna Jónsson rafmagnsverkfræðing um sæstreng fyrir orkuflutning:

http://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/1234275/

Ágúst H Bjarnason, 28.4.2012 kl. 07:13

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eitthvað gekk illa að setja inn krækju sem virkar.  Reyni aftur.

http://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/1234275/

Ágúst H Bjarnason, 28.4.2012 kl. 07:15

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hér í Halden er kapalverksmiðja sem framleiðir kapla sem flytja rafmagn gass vatn og internet í einum og sama kaplinum :)

Óskar Þorkelsson, 2.5.2012 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband