Eru jöfn kjör æskileg?

equal-pay-now.jpgSumir viðast þeirrar skoðunar að allur jöfnuður sé af hinu góða - því meiri jöfnuður, því betra og helst eigi allir að hafa það nákvæmlega jafn gott (eða skítt).

Púkinn telur þetta hættulegar öfgaskoðanir.

Það er að vísu sanngjarnt að fólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu - tveir einstaklingar sem skila sambærilegum verkum jafn vel eiga skilið að fá sömu laun fyrir sína vinnu.

Vandamálið er hins vegar þegar fólk vill hirða meira af þeim sem hafa hærri laun - helst þannig að allir fái í raun sömu upphæð í vasann þegar upp er staðið.  Púkinn hefur jafnvel rekist á fólk sem teygir þessar skoðainr út í þær öfgar að það vill setja í stjórnarskrána ákvæði um jöfn kjör allra.

Púkinn skilur ekki svona einfeldningshugsanahátt.  Hér á Íslandi er fólki í dag refsað fyrir sparnað og að sýna ráðdeild.  Refsað fyrir að sýna varkárni í fjármálum, refsað fyrir að leggja hart að sér til að byggja upp skuldlausar eignir og fyrirtæki - og fólk lendir jafnvel í því að á það er lagður skattur sem nemur 80-100% af þeirra tekjum - og nei, þetta eru ekki ýkjur - Púkinn þekkir svona dæmi.

Ef fólki er refsað fyrir að leggja meira á sig með því að hirða af því allt sem það ber úr býtum fyrir framtakið, til hvers ætti fólk að leggja eitthvað á sig?  Hvers vegna ætti nokkur að leggja út í þá áhættu sem fylgir því að stofna og reka fyrirtæki, ef hið opinbera mun hirða allan ávinninginn, ef einhver verður?

Nei, það verður að vera hvati til að leggja eitthvað á sig - það verður að vera innbyggður hvati til að vinna og skapa vinnu fyrir aðra - a.m.k. ef hér á landi eiga að vera almennt sæmileg lífskjör til frambúðar.

Annað dæmi varðar atvinnuleysisbætur og lágmarkslaun.  Það eru atvinnulausir einstaklingar (t.d. einstæðir foreldrar með litla menntun) sem myndu hreinlega tapa á því að fara út á vinnumarkaðinn, þar sem þau laun sem þeim standa til boða myndu ekki bæta upp kostnaðinn við að þurfa t.d. að greiða fyrir dagvistun eða leikskóla í stað þess að vera heima á atvinnuleysisbótum.

Svona vinnuletjandi kerfi er hreinlega mannskemmandi og skaðlegt þjóðfélaginu í heild.


mbl.is Deilt um ástæðu jafnari launa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, en ójöfnuður getur líka gengið út í öfgar, t.d. eru 100 föld verkamannalaun tóm vitleysa

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2012 kl. 16:58

2 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Fullkomnlega sammála, í skandinavíu þar fær vel liðinn smiður svipuð laun og einstaklingur með 12 ára doktorsnám. Þetta hefur valdið þónokkrum flótta vel menntaðs fólks til new york svæðisins.

Ég meina ef þú getur fengið sambærileg laun og sparað þér 12 ára nám og farið strax á þessi laun , hver er þá hvatinn til frekari menntunnar ?

Persónulega er mér sammála hvað einhver er með margföld laun á við mig svo lengi sem fyrirtækið sem hann vinnur hjá er ekki með samfélgaslega ábyrgð á sér eins og t.d. bankarnir.

Afhverju á ríkið að bera ábyrgð á innistæðum einkabanka ? væri ekki nær fyrir þig að kaupa tryggingu? ég meina þú tryggir bílinn þinn, húsið þitt osfv.

Emil Þór Emilsson, 3.5.2012 kl. 10:32

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Emil, þér á ekki að vera algjörlega sama um hvað aðrir fá í laun. Það eru bara tiltekin gæði til skiptanna og fáránlega há laun eins, þýðir einfaldlega minna fyrir hinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2012 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband