Ævintýrið um OZ

ozPúkinn lifir og hrærist í heimi hátækni og gerir sitt besta til að fylgjast með því hvað er á döfinni hjá íslenskum fyrirtækjum í tækni- og tölvugeiranum.

OZ getur reyndar varla talist íslenskt fyrirtæki lengur, enda eru höfuðstöðvar þess í Montreal og meginhluti hluthafa erlendir.  Saga OZ er um margt ótrúleg og þá helst að fyrirtækið skuli hreinlega enn vera til, eftir allt sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum.

Skoðun Púkans er að það sé einna helst að þakka þæfileikum stjórnenda til að endurskilgreina eðli og tilgang fyrirtækisins og dugnaði þeirra við að fá stöðugt nýja samstarfsaðila og fjárfesta, þegar fyrri fyrirætlanir bregðast.

Margir töpuðu umtalsverðu fé á fjárfestingum í OZ á sínum tíma, en slíkt er eðli áhættufjárfesstinga í ungum fyrirtækjum - meirihluti þeirra rennur út í sandinn en inn á milli má finna fyrirtæki sem skila hluthöfum sínum fjárfestingunni margfaldri til baka.

Það sem Púkanum finnst hins vegar athygliverðast er hve hagur OZ tók að vænkast eftir að fyrirtækið flutti aðalstöðvar sínar til Kanada.  Þetta er í sjálfu sér ekki skrýtið - Kanadastjórn hefur stuðning á mikilvægi þess að styðja við hátæknifyrirtæki meðan þau eru að koma undir sig fótunum, en það sama getur Púkinn því miður ekki sagt um íslensk stjórnvöld.

Ef til vill horfir til betri vegar eftir næstu kosningar - sumar þeirra hugmynda sem komu fram á nýafstöðnu sprotaþingi eru góðra gjalda verðar, þótt Púkinn efist nú um að þær komist til framkvæmda nema í útvatnaðri mynd. Staðreyndin er einfaldlega sú að sjórnmálamenn eru hræddir við að styðja við hluti sem þeir skilja ekki. 


mbl.is Lausnir OZ til 85 milljóna notenda um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband