Föstudagur, 20. júlí 2012
Fagnaðarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Flestir vita að kosningakerfið á íslandi var hannað fyrir 4-5 flokka og sett upp til að tryggja að smáflokkar með undir 5% fylgi nái helst ekki inn manni á þing.
Það er ekki að ástæðulausu sem 5% þröskuldurinn er innbyggður í lögin.
Sumum finnst þetta óréttlátt og benda á að miðað við 63 þingmenn, þá standi u.þ.b. 1.5873% á bak við hvern þingmann - þannig ætti flokkur með 1.6% fylgi í raun "rétt" á einum þingmanni, flokkur með 3.2% fylgi ætti "rétt" á tveimur og flokkur með 4.8% ætti rétt á þremur.
Þannig kerfi væri hins vegar andstætt hagsmunum þeirra stærri flokka sem eru fyrir á þingi - helst vilja þeir sjá atkvæði andstæðinganna dreifast á smáflokka með undir 5% fylgi, sem myndi tryggja að þeir næðu ekki inn mönnum.
Eins og staðan er núna mun Sjálfstæðsflokkurinn hagnast verulega á þessu smáflokkafargani - gæti jafnvel náð meirihluta á þingi með innan við 40% atkvæða.
Það á bæ hljóta menn að fagna tilkomu enn eins smáflokksins.
Lítum ekki á okkur sem einhvers konar ræningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hættan er á mörgum "ég kýs sjálfan mig" framboðum þegar að allir vilja breytingar en engin veit hvernig á að framkvæma mikið meira en egin hægðir.
Óskar Guðmundsson, 20.7.2012 kl. 14:02
Ranglæti 5% múrsins á sér enga réttlætingu.
Jón Valur Jensson, 20.7.2012 kl. 21:24
Í síðustu skoðanakönnun fengu fjórir flokkar alls 17% fylgi sem ætti, ef alls réttlætis væri gætt, að skila þeim 9 þingmönnum. En vegna 5% þröskuldsins fengju þeir engan þingmann, heldur myndi fjórflokkurinn skipta þessum 9 þingmönnum á milli sín. Í frumvarpi stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir því að þetta ranglæti verði afnumið.
Ómar Ragnarsson, 21.7.2012 kl. 00:00
Verst var þó, hr. Ómar, að sjálft stjórnlagaráðið var ólöglega skipað, þvert gegn lögum um stjórnlagaþing, sem og, að þrátt fyrir ljósa bletti á tillögum þess, er þar að finna afleita hluti, einkum ákvæði um framsal fullveldis okkar undir erlent vald, og kemur það heim og saman við áhrifamikinn hlut Evrópusambands-sinna í "stjórnlagaráði". Fer því þó fjarri, að þeir hafi neitt umboð frá þess né neins annars.
Jón Valur Jensson, 21.7.2012 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.