Laugardagur, 17. febrúar 2007
Samtök tilvistarskertra
Púkinn á við tilvistarkreppu að stríða - eða væri réttara að kalla það "tilvistarskerðingu"? Hann er nefnilega ekki til - svona í vissum skilningi.
Púkinn hefur enga kennitölu og tilvist hans er ekki viðurkennd af hinu opinbera. Hann getur ekki fjarfest í hlutabréfum eða höfðað meiðyrðamál, svo dæmi sé tekið um þá mismunun sem Púkinn og aðrir tilvistarskertir einstaklingar búa við.
Púkinn er ekki einn um að búa við þetta vandamál, en tilvistarskerðing er útbreiddari en margir myndu halda. Meðal þekkra einstaklinga með tilvistarskerðingu má nefna Andrés Önd, Stekkjastaur og alla hans fjölskyldu, já og líka Silvíu Nótt.
Við, tilvistarskertir einstaklingar höfum fengið okkur fullsadda á þeirri mismunum sem viðþurfum að búa við og stefnum að stofnun samtaka til að standa vörð um hagsmuni okkar.
Tilvistarskertir einstaklingar allra landa, sameinist!
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Athugasemdir
Þarfagreinir þjáist einnig af tilvistarskerðingu og ljáir því þessari baráttu hiklaust lið!
Þarfagreinir, 19.2.2007 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.