Laugardagur, 17. febrúar 2007
deCODE - fréttir?
Púkanum finnst það nú eiginlega ekki frétt að bréf deCODE hafi hækkað um 5 sent.
Ef menn skoða hvernig gengi bréfanna hefur þróast frá upphafi er ljóst að þessi nýjasta hækkun er minniháttar - þetta er ekki orðið að frétt ennþá - ef gengið stykki upp um 10% eða meira, þá væri þetta e.t.v. þess virði að fjalla um það.
Það má einnig benda á að á bak við þessa hækkun voru einungis 281.117 bréf, eða um 80 milljónir íslenskra króna, sem er langt undir meðalveltu, sem er rúm 500.000 bréf.
Púkinn vill gjarnan fá fréttir af íslenskum fyrirtækjum, en þetta er bara ekki frétt.
Hækkun á bréfum deCODE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.