Laugardagur, 17. febrúar 2007
"...sleppt að loknum yfirheyrslum."
Púkinn hefur sagt það áður - honum finnst allt of vægum höndum farið um síbrotamenn hér á landi. Þegar "góðkunningjar lögreglunnar" eru teknir, þá eru þeir yfirheyrðir og þeim síðan sleppt...þannig að þeir geti brotið eitthvað af sér aftur - og verið jafnvel teknir aftur samdægurs.
Hvernig væri að byggja svosem eitt nýtt fangelsi eða tvö þannig að hægt sé að nota þau úrræði til síbrotagæslu sem eru til staðar í lögum, en gagnslaus vegna þess að fangelsin okkar eru full?
Þorir einhver stjórnmálaflokkur að gera baráttu gegn glæpum að kosningamáli ?
Púkinn vill sjá fólk skikkað í áfengis- og fíkniefnameðferð, en beri það ekki árangur og haldi fólk áfram á glæpabrautinni vill Púkinn sjá það tekið úr umferð til að vernda þjóðfélagið.
Rúða lenti á höfði níu ára stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að mannkynið ætti að fara að huga að öðrum lausnum varðandi afbrot heldur en að beita refsingum.
Guðmundur D. Haraldsson, 17.2.2007 kl. 23:32
Ég skal útlista þetta nánar seinna.
Guðmundur D. Haraldsson, 17.2.2007 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.