Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Kentucky Fried Cruelty
Pamela Anderson hefur fundið sér tilgang í tilverunni - að berjast gegn illri meðferð á kjúklingum og hvetur hún nú til þess að fólk sniðgangi KFC veitingastaðinn vegna misþyrminga þeirra á kjúklingum.
Handa þeim sem ekki sannfærast eftir að hafa horft á vídeóið hennar, kemur Pamela með enn ein rök - kjötát veldur getuleysi.
Þeim sem hafa áhuga á þessu uppátæki hennar er bent á þennan hlekk.
Nú er Púkinn sjálfur í þeim hópi sem forðast KFC - ekki vegna dýraverndunarsjónarmiða, heldur sökum þess að KFC er eini staðurinn á Íslandi þar sem Púkanum hefur verið boðið upp á úldið kjöt.
Samt finnst Púkanum svona barátta missa ofurlítið marks - Púkinn man ekki til þess að Pamela hafi barist gegn slæmri menðferð á mannfólki, en að mati Púkans er ekki síður þörf á því.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.