Auga fyrir auga

palestinePúkanum finnst í senn hlálegt og dapurlegt að Ísraelsríki skuli fordæma Palestínumenn miðað við hvernig þeirra eigin afrekaskrá er - hernám sem brýtur gegn alþjóðalögum, ólöglegar landnemabyggðir, skipulögð barátta til að brjóta niður innviði samfélags Palestínumanna, árásir á íbuðarhverfi (sem væru kölluð hryðjuverk ef einhver annar ætti í hlut) og fleira í svipuðum dúr, svo ekki sé nú minnst á hryðjuverk Ísraelsmanna gegn Bretum fyrir 60 árum síðan.

Ísraelsmenn komast nefnilega upp með hvað sem er, meðan Bandaríkin beita neitunarvaldi sínu í Öruggisráðinu til að stöðva hverja einustu tilraun til að fordæma hegðun Ísraelsmanna. 

Púkanum finnst einng dapurlegt að hér á Íslandi skuli vera til samtök sem styðja ofbeldisstefnu Ísraelsmanna.

Nú er Púkinn ekki að segja að hann sé stuðningsmaður Palestínumanna, enda eru þeirra aðferðir engu betri og þeir eiga sína stuðningsmenn hér sem vilja berjast gegn Ísraelsríki á hvaða hátt sem er.

Nei, Púkinn er þeirrar skoðunar að báðir aðilar séu of fastir í þeim úrelta hugsunarhætti semn einkennist af orðunum "Auga fyrir auga, tönn fyir tönn." 

Því miður sér Púkinn enga von um að þetta breytist á næstunni.


mbl.is Olmert: Samstaða um að hundsa Palestínustjórn sem virðir ekki samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband