Mánudagur, 19. febrúar 2007
Er þetta list? (hluti 1)
Púkinn á stundum svolítið erfitt með að skilja hvað menn telja "list". Tökum til dæmis gjörning sem danski listamaðurinn Kristian von Hornsleth framkvæmdi í Uganda, þar sem hann fékk íbúa eins þorps til að breyta um nafn og taka upp nafnið sitt sem eftirnafn.
Þorpsbúum var greitt fyrir með kúm og svínum, en Kristian tók myndir af nýjum skilríkjum þeirra og hélt sýningu á þeim í listasafni.
Frumlegt? Já.
Listrænt? Púkinn er ekki viss.
Þetta er í sjálfu sér ekki vitlaus leið til að vekja athygli á óæskilegum vestrænum menningaráhrifum sem fylgja gjarnan þróunaraðstoð.
En er þetta list ?
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Ferðalög | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.